Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 25

Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 25
upp á næturnar ef þá vantaði bensín, rifu stundum kjaft ef ég var með eitt- hvert múður, en voru yfirleitt vin- samlegir þegar ég hafði afgreitt þá. Mér er minnisstætt hið annasama mannlíf í bænum á þessum árum. I beituskúrahverfinu voru stúlkur og eldri konur, ýmist að stokka upp, beita línu eða gera að afla meðan sjómenn undirbjuggu næsta róður. Ogleymanlegir eru mér sumar- morgnarnir, þegar logn var og ljósglit um allan fjörðinn og fjöllin bergmál- uðu af hinum andstuttu mótorskell- um vélbátanna þegar haldið var á miðin. Þá var líf og fjör í tuskunum og fólkið virtist geta vakað endalaust meðan vertíðin stóð. I landlegum var svo hvílst þangað til þreytan var liðin úr líkamanum, en síðan hófst sama ævintýrið á ný. Þegar haustaði og veður gerðust válynd, var bátaflotinn settur upp á kamb og sjómennirnir slöppuðu af og allt bæjarlífið gjörbreyttist, var allt einhvern veginn afslappaðra. Margir klæddust betri fotunum og tóku sér kannski far með póstbátnum til Akureyrar eða gengu um Ólafs- fjarðargötu í smáhópum með gam- anyrði á vör, litu inn í búðirnar, sem mig minnir að væru sex talsins með ótrúlega miklu vöruvali. Stundum var stansað við tvo ljósastaura í mið- bænum. Stóð annar þeirra við hús Sveins Baldvinssonar, oftast kallaður „Völlu-staurinn“, eftir Valgerði Frið- riksdóttur, sem var ráðskona Sveins. Hinn staurinn stóð gegnt Arnahús- inu, á horni Aðalgötu og Strandgötu. Ekki man ég hvað hann var nefndur, en báðir þessir staurar voru eins kon- ar fjölmiðlar bæjarbúa um langa hríð, því þar voru festar upp með teiknibólum, allar þær auglýsingar sem erindi áttu við almenning. Þeir voru einnig samkomustaður okkar unglinganna, einkum „Völlu-staur- inn“, þvi oft var gott að standa í skjóli við hússtafninn hjá Sveini Baldvins. Þegar illa viðraði og ekki var gott að leika sér úti, heimsóttum við skólasystkinin hvert annað og gerðum okkur sitthvað til dægrastytt- ingar, spiluðum fatagosa eða fórum með fóninn minn og plöturnar niður í Eitt aflitlu handverksstœðunum í Ólafsfirði. Sœmundur Jónsson rokka og söðlasmiður að störfum. „litla sal“, sem svo var kallaður, en hann var undir senunni í gamla sam- komuhúsinu við Kirkjuveg. Gamla samkomuhúsið var miðstöð félags- lífsins í Ólafsfirði í áratugi. Þar voru sýndar bíómyndir tvisvar til þrisvar í viku, leiksýningar um jól og áramót, spiluð félagsvist, haldnir fundir hinna ýmsu félagasamtaka og síðast en ekki síst, dansleikirnir, þar sem áramóta-, sjómannadags- og sautj- ándajúníböllin báru af öðrum. Þar léku fyrir dansi Jón á Syðri-Á, Bóbó læknisins, Geiri raf og Geiri í skól- anum. Um rekstur hússins sá Sig- mundur Jónsson málari, með miklum sóma um langa hríð. Eldri menn sátu gjarnan við spilamennsku og stund- um háværir, ekki síst ef að öl var á könnunni. Mörgum fannst Ólafsfjörður dauf- legur seinni part vetrar, en þá fóru margir vinnufærir menn til Suður- lands á vertíð, því talsvert atvinnu- leysi var í Ólafsfirði á þessum árum. „Farðu suður, farðu suður á vertíð“, var gjarnan sagt við okkur yngra fólkið, eins og fyrr getur, þegar við vorunr búin með það sem við gátum lært í skólanum. Auðvitað hlýddu mörg okkar kallinu, og meðal þeirra var undirritaður, sem fór á vertíð. Aðrir fóru til vinnu á Keflavíkurflug- velli, á vit ameríska draumsins, eins og það var stundum kallað. Það var eins og að eldra fólkið legðist í eins konar dvala seinnipart vetrar og safnaði kröftum til næstu sumarvertíðar í Ólafsfirði og vaknaði ekki fyrr en hafgolan fór að strjúka því um vanga með vorkomunni, en þá fór líka allt á fulla ferð. Trillukarl- arnir tóku að dytta að bátum sínum og veiðarfærum, og um fjörukamb- inn fór „saltlykt og tjöruangan“. Mikil glaðværð ríkti í bænum þegar vertíðarfólkið kom að sunnan. Þá var gjarnan farið í ýmsa leiki, fótbolta, slagbolta og hvað annað sem tiltækt var. Faðir minn smíðaði lítinn vélbát fljótlega eftir að við fluttum til Ólafsfjarðar og rerum við feðgarnir á honum með handfæri út í fjarðar- mynnið, vestur með Hvanndalabjargi til Héðinsfjarðar, eða inn fyrir Múl- ann. Þetta voru hinar skemmtilegustu stundir þegar veðrið var gott og vel fiskaðist. Sumarkvöldin norðanlands eru oft undrafogur þegar hnísur og höfrungar leika sér um allan sjó og sólin er eins og bráðið gull við heim- skautsbaug. En þessi löngu liðnu, ljúfu ár, um miðja síðustu öld, eru mér sem dauf endurminning þegar ég heimsæki Ólafsfjörð í dag. Samgöngur við Ólafsfjörð voru löngum með póst- bátnum frá Akureyri, uns þær lögð- ust af á níunda áratugnum. Vegur var gerður akfær yfir Lágheiði að sumar- lagi 1948. Múlavegurinn var tekinn í notkun 1966 og Múlagöngin komu til sögunnar 1991. Þegar ég er spurður hvar á Islandi mér finnist fallegast, vefst mér tunga um tönn, því mér finnst reyndar víða vera fallegt. En oftast koma byggð- irnar á Tröllaskaga fyrst upp í hug- ann. Ég hygg að margir séu mér sammála um að þar sé landslag margbreytilegt, slungið töfrum í öll- um sínum ógnandi hrikaleik og gróð- ursælum byggðum. Heima er bezt 409

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.