Heima er bezt - 01.09.2004, Page 27
sinn, og hefði hann komið til hennar og sagt að hann
mætti ekki vera að dvelja mikið inni, því hann vildi kom-
ast sem fyrst út á tún og fara að slá.
Þar sem mér kom ekki á óvart draumvitrun Olafíu,
sagði ég henni að ég gæti þá ekki dulið erindi mitt að
Börmum þennan dag, það væri það sama og faðir minn
hefði ætlað sér að gera í draumnum.
Tvennt fannst mér sérstakt við þetta mál. Ólafía fær að
vita um nóttina í draumi, á undan mér, þá fyrriætlan, sem
ég tók um morguninn. Þessa fyrirætlan mína gat hún á
engan hátt fengið að vita með venjulegum hætti.
Nýi bóndinn á Miðhúsum
Draumsýn Pórdísar í maí 1926
Faðir minn, Þórarinn Árnason, var ráðsmaður á skólabú-
inu á Hólum í Hjaltadal, 1923-26. Vorið 1926 fékk hann
ábúð á Miðhúsum. Fjölskyldan tók far með skipi frá
Sauðárkróki til Hólmavíkur og fór svo á hestum suður
yfir heiði og út að Miðhúsum. Sú rástöfun var gerð að
Þórdís tók að sér að hafa húsakynni á Miðhúsum eitthvað
upphituð og matföng fyrir ferðafólkið þegar það kæmi að
norðan.
Nokkrum dögum áður en fólkið kom, dreymdi Þórdísi
Odd heitinn Jónsson lækni og mág Þórarins, er bjó á
Miðhúsum 1903-20. í draumnum segir Oddur að hann
ætli að sýna henni nýja bóndann á Miðhúsum, sem hún
viti að sé væntanlegur innan fárra daga.
Þórdís segist nú ekki þurfa að láta segja sér neitt um
það, hún viti að Þórarinn frændi sinn sé búinn að fá ábúð
á Miðhúsum og sé væntanlegur innan fárra daga. Hún sé
einmitt ráðin til að hafa húsakynnin upphituð þegar þau
koma að norðan.
En hvað um það, í draumnum sýnir hann henni mann,
sem hún hafði aldrei séð áður og var í engu líkur Þórarni.
Hún leiddi þessa draumsýn hjá sér og gat ekkert botnað í
merkingu draumsins.
Þá víkur að þeirri stundu er hún sér ferðafólkið vera að
koma ofan af Miðhúsamelnum og heim í hlað. Fólkið sté
af hestbaki og gekk til bæjardyra. Fyrsti maðurinn sem
kom í bæjardyrnar, með Önnu systur í fanginu og heils-
aði Þórdísi, var skólapiltur frá Hólum, er kom með þeim
og hjálpaði við flutninginn að norðan.
Þórdísi varð starsýnt á manninn og þekkti strax að
þarna var sami svipur og á manninum sem Oddur hafði
sýnt henni í draumnum, nokkrum dögum áður.
Síðan liðu nokkur ár og Þórdís gat ekkert áttað sig á
þessari draumsýn hjá Oddi lækni. Tómas réðst til starfa
hjá foreldrum mínum á Miðhúsum. Fljótlega fór heilsu
föður mins að hraka og að þrem árum liðnum, 4. júlí
1929, lést hann. Árið eftir, 1. desember 1930, giftust þau
Steinunn móðir mín og Tómas, og næstu níu árin var það
Tómas sem var bóndinn á Miðhúsum.
Þegar þessi örlög voru fram komin, þá fyrst upplýsti
Þórdís draumsýn sína frá vorinu 1926, um nýja bóndann
á Miðhúsum. ,
Af blöðum fyrri tíðar
Aðdragandi
heimsstyrjaldar
Cluggað í gömul blöð og forvitnast um það, sem
efst var á baugi fyrir nokkuð margt löngu.
Hitler kemur til Berlínar í dag
Þýski herinn leggur af stað til Sudeten-héraðanna kl. 2 í
dag
London í morgun.
Frá Berlín er símað, að þýski herinn muni halda í smá-
iylkjum inn í Súdetenhéruðin strax upp úr hádeginu í dag
til þess að taka þau héruð ffiðsamlega í sínar vörslur, sem
Tékkum var gert skylt að afhenda Þjóðverjum, samkvæmt
ljögra velda sáttmálanum í Múnchen. Hitler kemur til
Berlínar í dag og er geysimikill viðbúnaður þar í borg til
þess að innreið hans geti orðið sem hátíðlegust og eru öll
hús fánum skreytt og þúsundir veifa blakta þvert um göt-
urnar, honum til heiðurs, sem „bjargvætti ffiðarins“.
Samningar Chamberlains og Hitlers
London í gær.
Frá Múnchen er tilkynnt að Chamberlain og Hitler hafi
undirritað sameiginlega yfirlýsingu þess efnis, að þeir hafi
ákveðið að halda áffam tilraunum sínum til þess að útrýma
öllum ágreiningi innan álfúnnar, sem getur orðið ffiðinum
hættulegur. Áður en Chamberlain hélt heimleiðis, ræddust
þeir við í tvær klukkustundir, en að viðræðunum loknum,
gáfú þeir út yfirlýsingu þessa og undirrituðu hana báðir.
Þær ffegnir berast einnig frá Múnchen, að Chamberlain
hafi látið í ljós, að þýskar herdeildir myndu halda inn í Súd-
eta-héruðin seinni hluta laugardagsins eða um kvöldið.
United Press.
Visir, 1/10, 1938.
--------------------------- -J’Tási-------------------
Chamberlain á Heston-Jlugvelli á leið í aðra ferð sína til
Þýskalands.
Heima er bezt 411