Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 28
Breska þingið ræðir í dag samningana í
Munchen
Aðstaða Chamberlains talin sterk, þótt nokkur óánœgja
hafi komið fram innan stjórnarinnar og í blöðum.
Neðri málstofa breska þingsins kemur saman í dag flytur
þá Chamberlain forsætisráðherra ræðu um fjórveldasam-
komulagið í Munchen. Mun Chamberlain fara ífarn á að
þingið samþykki gerðir hans í þessu máli. Er búist við
miklum umræðum um utanríkismálastefnu stjórnarinnar.
Aðstaða Chamberlains er talin mjög sterk, vegna undir-
tekta þeirra, sem hann fékk við heimlcomuna frá Munchen,
og um allan heim hefir hann hlotið viðurkenningu fyrir
starf sitt í þágu friðarins, en margar gagnrýnisraddir hafa og
heyrst, og að sjálfsögðu er það áfall nokkuð fyrir Cham-
berlain og Halifax lávarð, að svo kunnur og dugandi ráð-
herra, sem Duff-Cooper flotamálaráðherra sagði af sér
vegna vantrúar á, að utanríkismálastefna stjómarinnar væri
heillavænleg.
Lundúnablöðin í morgun ræða mikið hið nýja viðhorf í
stjómmálum álfunnar, sem skapast hefir við gerð
Múnchenarsamkomulagsins.
Blöðin viðurkenna yfirleitt fúslega, að Chamberlain eigi
allan heiður skilinn fyrir að hafa afstýrt ófriði, en menn
greinir á um hvort friðurinn hafi verið of dým verði keyptur
eða ekki. [...]
Daily Telegraph lætur í ljós megna vanþóknun á því að
Þjóðverjum sé látið haldast uppi að hóta og hóta, uns geng-
ið sé að kröfum þeirra, en Daily Herald og Daily Chronicle
lýsa sig algerlega mótfallin því, að í stað þess að koma á
samtökum meðal allra þjóða álfúnnar, sé mynduð fjórvelda-
samtök, og benda á, að friðurinn verði aldrei ömggur, ef
stórveldin geri með sér slík samtök sem í Mtinchen, án þess
að hafa meiri samvinnu við Rússa. „Það þarf samkundu,
þar sem allar þjóðir álfunnar koma saman, en ekki fjór-
veldasamkundu, til þess að leysa vandamál álfúnnar,“ segir
Daily Herald.
United Press.
Vísir, 3/10, 1938.
Þingrof á Englandi
Osló, 1. október.
Það er búist við því, að Chamberlain muni bráðlega
leggja til við konung, að þing verði rofið og nýjar kosningar
fari fram, svo að breska þjóðin geti látið í ljós álit sitt á ut-
anríkismálastefnu stjórnarinnar.
NRP-FB.
Visir, 3/10, 1938
Fær Chamberlain friðarverðlaun Nobels?
Oslo, 1. október.
Ymis blöð leggja til að Chamberlain verði veitt friðarver-
laun Nobels fyrir yfirstandandi ár. Hins vegar hefir nú verið
gerð grein fyrir því, að enginn geti komið til greina við út-
hlutun friðarverðlaunanna fyrir yfirstandandi ár, sem ekki
var búið að stinga upp á fyrir febrúarlok. Fyrir þann tíma
mun ekki hafa verið stungið
upp á því, að Chamberlain
yrði veitt friðarverðlaunin,
og kemur hann því sennilega
ekki til greina fyrr en á
næsta ári.
NRP-FB.
Vísir, 3/10. 1938
Ávarp frá Bretakon-
ungi í gær og bakkar-
guðsbjónustur í öll-
um kirkjum landsins
í gær var útvarpað ávarpi
frá Georgi VI. Bretakonungi,
þar sem svo er að orði kom-
ist, að áhyggju og kvíða-
stundimar séu nú liðnar hjá
og öll þjóðin hafi í dag þakkað Guði, að ófriði var afstýrt, og
þjóðimar komust hjá að verða að þola hörmungar allsheijar
styrjaldar. I ávarpi sínu þakkaði konungur öllum sem unnu
að því að friðurinn varðveittist og minntist sérstaklega
Chamberlain forsætisráðherra fyrir hinar stórmikilvægu til-
raunir hans til þess að koma í veg fyrir ófrið, en einnig þakk-
aði konungur öllum þegnum sínum, sem kvaddir höfðu ver-
ið til skyldustarfa vegna óffiðarhættunnar. Kvaðst konungur
vona, að samkomulagið, sem náðist í Múnchen yrði upphaf
velgengni, vináttu og friðartímabils fyrir allar þjóðir.
Traustsyfirlýsing til handa bresku stjórninni verður lögð
jýrir neðri málstofu þingsins í dag.
Þingrof og nýjar kosningar, ef börf gerist.
London í morgun.
Miklar umræður urðu um lausn deilunnar um Súdeten-
héruðin í breska þinginu í gær. Gerði Chamberlain forsætis-
ráðherra ítarlega grein fyrir öllum samningaumleitunum í
því máli og árangri þeim, sem náðst hefði að lokum, og
sýndi fram á það, að með því að samningar hefðu tekist um
þetta mikla vandamál Evrópu, hefðu báðir deiluaðilar unnið
nokkuð á, en aðalatriðið væri það að tekist hefði að afstýra
því böli, sem ófriður hefði í för með sér. Lagði hann áherslu
á það, að stjómin myndi vinna að fullkomnum vígbúnaði
bresku þjóðarinnar, þó þessi lausn hefði fengist í bili.
Duff-Cooper flotamálaráðherra gerði grein fyrir þeim á-
stæðum sem lægju fyrir þeirri ákvörðun hans að láta af
embætti, og áskaði Chamberlain fyrir of mikla undanláts-
semi og óákveðna stefnu í deilumáli þessu, en viðurkenndi
að Hitler hefði slegið allverulega af kröfum sínum.
Ur hópi stjórnarandstæðinga og fyrir hönd jafnaðar-
manna tók Attlee til máls og lagði áherslu á það, að Evr-
ópufriðurinn væri engan veginn tryggður og lýðræðisríkin
hefðu í rauninni orðið að lúta í lægra haldi fyrir einræðis-
ríkjunum. Þótti honum Rússar hafa orði afskiptir við lausn
deilunnar, og hvatti til nánari samvinnu við þá en verið
hefði.
Chamberlain og Hitler í
Godesberg, í september-
mánuði 1938.
412 Heima er bezt