Heima er bezt - 01.09.2004, Side 30
forðast, með því að þær myndu leiða til þess eins, að þeir
töpuðu verulegu þingíylgi frá því sem nú er, en hins vegar
munu þeir bera ífam breytingartillögur, til þess að reyna að
draga úr orðalagi traustsyfirlýsingar þeirrar, sem breska
stjómin hefir leiðtað, og gera það nokkuð óákveðnara, en
það er nú. Þótt þeir beri fram slíkar tillögur, er ekki talið
sennilegt að þær nái fram að ganga og em þær því ífekar
bomar ffam í því augnamiði, að vekja athygli á afstöðu
flokksins í þessum málum, en að undanfömu hefir flokkur-
inn beitt sér mjög gegn viðleitni Chamberlains til þess að
ná sáttum í Súdeten-deilunni.
Talið er víst að nokkrir þingmenn íhaldsflokksins, undir
forystu þeirra Edens og Churchill, muni sitja hjá við at-
kvæðagreiðsluna, til þess að sýna óánægju sína með utan-
ríkismálastefnu Chamberlains, en þótt þessi hluti flokksins
sitji hjá, er aðstaða Chamberlains mjög sterk, og stefna
hans í algerum meirihluta innan þingsins.
Þótt einstaka þingmenn hafi gagnrýnt stefnu Chamberla-
ins í utanríkismálunum, hafa þeir lítið fylgi að baki sér inn-
an þingflokkana, enda hefir andstaðan aðallega komið frá
hinum róttækari flokkum innan þingsins, sem leggja meg-
ináherslu á nánari samvinnu við Rússland, og vilja sýna
öðmm einræðisríkjum í álfunni fulla andstöðu.
Sú stefna lét aðallega á sér bæra meðan Eden var utanrík-
ismálaráðherra, en er Halifax lávarður tók við stöðu hans,
breytti breska stjómin algerlega stefnu sinni í þessu efni.
Gagnrýnin á gerðum Chamberlains beinist því einnig úr
þessari átt, en svo virðist sem fylgi Chamberlains hafi
aldrei verið öruggara en einmitt nú.
í effi deild breska þingsins hélt Baldwin mikla ræðu í
gær, og sýndi fram á það, að stefna Chamberlains í utanrík-
ismálunum hefði sýnt það, með því sem áunnist hefði, að
hún væri rétt, og gagnrýni á henni væri með öllu ástæðu-
laus. Fór hann mjög lofsamlegum orðum um Chamberlain
sem stjórnmálamann, og taldi hann einhvern snjallasta
stjómvitring Breta.
United Press.
Vísir, 5/10, 1938.
Nýja bíó
Undirskrift friðarsamninganna í Munchen
Myndin sýnir þar sem þeir koma saman Mr. Chamberla-
in, Hitler, Mussolini og Daladier. M.a. er sýnt þar sem þeir
undirskrifa hið merkilega skjal, sem afstýrði styrjöld í Evr-
ópu.
Vísir, 19/10/1938.
Chamberlain og Hitler hittast enn á ný til
þess að ræða Evrópumálin
Sendiherra Breta í Berlín falið að undirbúa viðrœðurnar.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er það talið fúllvíst
í London, að undirbúningur sé þegar hafinn að nýjum við-
ræðum milli Chamberlains og Hitlers, sem búist er við að
eigi sér stað mjög bráðlega. Er talið að á ráðherrafundi, sem
haldinn var í Downingstreet í gær, hafi þessi nýja ráðstefna
verið rædd, og einnig hafi verið rætt um að hraða ffam-
kvæmd bresk-ítalska sáttmálans sem mest má verða.
Talið er að breski sendiherrann í Berlín, Sir Névile Hend-
erson, sem nú dvelur í London, muni strax heijast handa, er
hann kemur aftur til Berlínar, um að undirbúa þennan vænt-
anlega fund og leggja grundvöllinn að umræðunum, með
viðræðum við þýska utanríkismálaráðuneytið.
Er talið að nýjar viðræður milli Chamberlains og Hitlers
muni geta haff viðtækar afleiðingar fyrir ffiðinn og viðhorf-
in í álfunni, þar eð þeir munu ræða um ýmis þau vandamál,
sem uppi eru meðal Evrópuþjóðanna, og þá sérstaklega
styrjöldina á Spáni og afstöðuna til Austur-Evrópuríkjanna.
United Press.
Vísir, 27/10/1938.
Fyrstu kosningar í Englandi eftir fjórvelda-
sáttmálann
Ihaldsflokkurinn tapar Jylgi í Oxford og telja andstæðingar
hans að það beri vott um rénandi fylgi yfirleitt.
Það þykir tíðindum sæta í Englandi að fyrstu kosningum
til þings, frá því er fjórveldaráðstefnan fór fram, er nú lok-
ið. Voru það aukakosningar í Oxford vegna dauða Richard
Boumes liðsforingja, sem sat á þingi í flokki breskra í-
haldsmanna. Af hálfu íhaldsflokksins var í kjöri Quintin
Hogg, sonur Hailshams lávarðar og var hann kosinn með
15.797 atkvæðum. Keppinautur hans, sem naut stuðnings
fijálslynda flokksins og óháðu vinstri flokkanna, fékk
12.363 atkvæði.
í kosningahríðinni var aðallega deilt um utanríkismála-
stefnu Chamberlain-stjómarinnar, og einkanlega samninga
þá, sem gerðir voru á fjórveldaráðstefnunni, til lausnar
deilumálunum í Evrópu.
Andstöðuflokkar stjómarinnar telja að úrslit kosning-
anna, sanni það, að stjórn Chamberlains sé að tapa fýlgi,
með því að þegar kosningar fóru fram í fyrra fékk Boumes
liðsforingi 6.645 atkvæði umffam keppinaut sinn, og hefir
meirihlutafylgi íhaldsflokksins því rénað um helming.
Er því haldið fram, að kosningar þessar gefi glögga hug-
mynd um þá stefnubreytingu, sem þjóðin í heild telji nauð-
synlega í utanríkismálunum, og að samningagerðir Cham-
berlains séu ekki eins vel séðar og hann gerði sér vonir um í
upphafi.
Kosningar þessar fóru fram með óvenjumiklu harðfengi
og voru sóttar af mesta kappi, sem þekkst hefir á undan-
förnum árum.
United Press.
Vísir, 28/10/1938.
Halifax býður Þjóðverjum sanngjarna at-
hugun á kröfum þeirra
Ræðu hans í lávarðadeildinni í gœr, illa tekið í Þýskalandi
Halifax lávarður, utanríkismálaráðherra Bretlands, flutti
athyglisverða ræðu í lávarðadeildinni í gær, og gerði að um-
talsefni kröfur Þjóðveija. Hann sagði að Þjóðveijar kvört-
uðu mjög undan því að þjarmað væri að þeim og með ný-
414 Heima er bezt