Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 36

Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 36
Kviðlingar kvæðamá! Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson 1 Góðir lesendur vísnaþáttarins. Nú er sumrinu að ljúka, einhverju besta og blíðasta, sem menn muna. Minnir á sumarið fagra, 1939. Þá sagði Jónas Jónsson frá Hriflu í „Tímanum“, að íslensk náttúra hefði undanfarna daga og vikur tekið fram hátíðabúning sinn. Og víst er það satt og rétt, að landið er gott og gjöf- ult, svo og miðin, enn sem komið er. Undanfarið höfúm við, sem þessa eyju byggjum, heyrt um háskaveður, sem geisa öðru hverju á Karíbahafi og valda manntjóni og gífurlegum eignaspjöllum Við meg- um prísa okkur sæl að vera laus við slíkt. Að vísu hafa komið einstaka sinnum voðaveður, eins og 14. desember 1935, er fjöldi manna fórst allt í kringum landið. í því veðri missti faðir minn þriðjung af fénaði sínum í sjóinn, þá bóndi á Vindhæli á Skagaströnd. Þetta henti einnig foður Jóhannesar skálds úr Kötlum, og segir hann frá því í ljóði sínu „Karl faðir minn“, sem margir kunna eitthvað úr. Jóhannes yrkir um það, er rætt var um að bæta föður hans skaðann: En þá spurði grandlaust og guðhrœtt fólk á göfugum sveitarfundi, hvort það vceri ekki gustuk að gefa honum œr, fyrst hann glataði sínu pundi. Menn brutu nú heilann um hjálprœði og náð og hjöluðu í kærleika um þetta. En samt urðu þeir ekki sáttir á eitt, - það var seinlegt að finna það rétta. Það bjargaöi pabba, að prestssonur einn, sem prangaði á döðlum og fikjum, og vissi, að menn geta minna en guð, - var á móti öllum gjöfum og sníkjum. Hann sagði að það væri hreinasta happ, sem að höndum þess manns hefði borið, því - ef rollurnar hefðu' ekki í hafinu lent, þá hefðu þœr sálast um vorið. Og guðsbörnin samþykktu að gefa ekki neitt, og glöddust af hjarta þar inni. - Þá var pabbi að eltast við allt það, sem hann átti eftir af hjörðinni sinni. Ég bið lesendur Heima er bezt að lesa ljóðið, sem Jó- hannes úr Kötlum orti um föður sinn, gamlan og lúinn. Það er snilldarverk. Þá er komið að svari við bréfi stúlkunnar, sem birt var í síðasta hefti. Pilturinn lætur þar í ljós bjartar vonir um væntanlegt samlíf og hjónaband. Sœl og blessuð sértu hér, sálarmessu gyðjan. Andinn hressist mest í mér; mærðin blessuð kom frá þér. Það í hljómar eyrunum meður sóma miklum, og í gómagöngunum, líkt og rjómi færi þar um. Þessi gæði vil ég fá, öll svo mæða dvíni. Um migflœðir tryggðin há, svo ég ræð að segja já. Mig hefur lengi langað til konu mér að biðja. 420 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.