Heima er bezt - 01.09.2004, Side 38
Fullhuganna framsóknir
finnst mér þeirra krafa.
Um búskap sinn orti Sveinn, og gerir ekki lítið úr sín-
um hlut:
Framtíðar ég fylgdi smekk
að frjóvga jurtarætur;
afþví verðlaun forðum fékk
fyrir jarðabætur.
Þýfið slétta, gera garð,
girða tún og engi.
Glœða sléttan auðnuarð,
arð sem varir lengi.
Um Skagafjarðarsýslu, heimbyggð sína, orti Sveinn á
þessa leið:
Skagafjarðar er skínandi Ijómi,
skreyttur með fegurðar útsýni best.
Styrkjandi svölunar hádegishljómi;
hugþekkur öllum, því skemmtandi erflest.
Hörður Einarsson í Hafnarfirði spyr um ljóð sem hefst
á þessum línum:
Líti ég á landabréfið,
Ljóð er mér í hug,
Ef einhver lesandi kann skil á þessu ljóði, þá væri vel
þegið að fá nánari vitneskju um það.
Meira er ekki fram að færa að þessu sinni vísnakyns.
Koma dagar, koma ráð.
Vísur eru ortar enn sem betur fer. Maður einn vildi fá
fram ljóð, sem ort var um það, er bæjarstjórnarfundur í
Reykjavík hafði staðið í 8 klst . Geti einhver sent mér
umrætt ljóð, yrði ég þakklátur.
Dægurljóð
Kæru lesendur og unnendur ljóða, þar með talinna
dægurljóða. Flest ljóð held ég megi flokka undir það síð-
arnefnda, því að líftími ljóða, ef svo má að orði kveða, er
oft harla stuttur. Ljóð, sem ort eru vegna ákveðinna til-
efna, eins og afmæla manna og stofnana, gleymast undur
fljótt, en lyfta þó ákveðinni stund á hærra stig en ella
mundi.
Fyrsti ráðherra íslands, Hannes Hafstein, var einnig á-
gætt skáld. Hann orti vígsluljóð, þegar fyrsta stórfljótið,
Ölfusá, var brúað, árið 1891. Fáir muna nú það ljóð, sem
á þeim tíma vakti hrifningu og varð hvati ffamfara.
Allt hefur sinn tíma. Við getum ekki vænst þess, að
það, sem við sendum frá okkur í upphafi 21. aldar verði
lært og munað í lok hennar. Með nýju fólki kemur nýr
andi og áherslur. Verum samt ekki áhyggjufull um fram-
tíðina. Við látum okkur nægja okkar tíma og eigum að
finna okkur í honum.
A öldinni sem leið áttum við mörg ágæt skáld, sem ortu
undir ljúfum lögum. Mér dettur í hug skáldið og söngvar-
inn frá Ljárskógum í Dalsýslu, Jón Jónsson, sem sendi
frá sér ljóðakverin „Hörpuljóð“ og „Syngið, strengir“.
Að honum látnum kom út ljóðasafnið „Gamlar syndir
og nýjar“. Með MA kvartettinum söng Jón mörg ljóða
sinna, eins og „Ást, sem aldrei dvín“ við lagboða eftir
Brahms, Vals nr. 15. Þetta ljóð sungu Friðrik Lunddal
Baldursson, Matthías Jónsson og Þorsteinn Jónsson á
Reykjaskóla á sínum tíma, ásamt fjölda annarra. Ég ætla
að hefja þáttinn að þessu sinni með fyrrgreindu ljóði Jóns
frá Ljárskógum:
Ast, sem aldrei dvín,
í bláum augum þér skín,
ogfegra vorsins geislaglóð
skín þitt gullna lokkaflóð.
O, komdu, unga ástin mín,
því úti vorsólin skín
og sindurgulli glitrar sund
og hinn grœnkandi lund.
Við skulum leiðast vorsins veg
og vorsins njóta, þú og ég,
við fuglasöng og angan ungra blóma.
Ást, sem aldrei dvín,
í bláum augum þér skín.
Við faðmlög þín, svo hljóð og hlý,
mér heilsar gleðin á ný.
Eitt sinn birti ég í þessum þætti vísur um kisu, eftir
ýmsa. Víst er kisa eða heimiliskötturinn, er kær mörgum,
ekki síst börnum. Á bernskuheimili mínu var að sjálf-
sögðu köttur, enda var þetta í sveit. Nýlega rifjaði ég upp
kynnin við hana kisu, sem birtist í eftirfarandi ljóði:
Mér kisa var kœr sem barni;
ég klappaði henni og strauk
meðan á harðasta hjarni
hríðin í lofsveiflum rauk.
Svo kynntist ég kisu á vori;
þá kom hún ei mikið í hús.
422 Heima er bezt