Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 39
Og létt var hún löngum í spori; að leika sér þá var hún fús. Þá var hún á fuglaveiðum um víðlendan haga og tún, og hélt sig stundum á heiðum við hœstu fjallabrún. Hún fór sinna eigin ferða, sem flestum kisum er tamt og fús til frjálsra gerða, en jysti til húsa samt. Og kisu ég þakka kynni og kveð henni þetta Ijóð. Hún verður í muna og minni á meðan heitt er blóð. Að þessu sinni flyt ég ykkur, lesendur góðir, tvö átt- hagaljóð, sem borist hafa nýlega. Þau eru um tvær sjávar- byggðir á Austurlandi, nágranna má víst kalla þær. Um Reyðarijörð yrkir Helgi Seljan, fyrrum alþingismaður, en um Eskiíjörð kveður Árni Helgason, fyrrum símstjóri í Stykkishólmi. Hann er Eskfirðingur að fæðingu og upp- eldi, en hefur dvalist í Hólminum allan sinn starfstíma og er oftast við hann kenndur. Fyrst kemur ljóð Helga Seljan, sem hann nefnir Til Reyðaríjarðar: Sólris að morgni, gullnar perlur glitra í grasi mjúku, angan jyrir ber. I mildri kyrrð má greina tíbrá titra; um tinda leikur bjartur roði sér. Og fjörðurinn er fögur spegilmynd, er faðmar báran létta unnar stein. I jjallhlíðum kveður lítil lind, og Ijúft er þrastakvak á skógargrein. Svo rís minn jjörður, bernsku minnar byggð, sem batt ég ungur drengur mína tryggð. Og enn í þínum Jjallafaðmi er aðjinna þráða hvíld. Eg uni mér sem barn við þína björtu, tignu mynd, er bendir upp á fjallsins hœsta tind. Hér gildir viljans þor og verkfús hönd, hér vígir kynslóð ný sín tryggðabönd. Og efling byggðar er það mark og mið, það mál, er skiptir öllu að veita lið, því sameinuð við göngum sigurveg, með sól í hjarta áfram, - þú og ég. Úr fjarlœgð blámans hugann hingað ber, því hér við Reyðarjjörð sú vagga er, þar draumar fólksins ófust tryggð og trú, sín tár og bros, og ennþá hér og nú við trúnað allan heitum bjartri byggð, sem býður faðminn jafnt í gleði og hiyggð. Um framtíð alla blómgist byggðin þín og börnum rœtist jogur draumasýn um táp og þor. En vættir standi vörð og verndi og signi og blessi Reyðarjjörð. Þá er komið að ljóðinu hans Árna í Hólminum, um æskubyggðina Eskifjörð: Eskifjörður, œskubyggðin mín, innst í sálu greypt er myndin þín. Hjá þér fyrst ég Ijóma dagsins leit, lifði í þínu skjóli ogjjallareit. - Drottinn blessi byggð og lýð, blessi alla tíð. Oft var keppt við lífsins hretin hörð; höpp og tár jafnt dynja um vora jörð. Okkur gafstu þrótt og þrek í raun, þannig unnust bestu sigurlaun. - Drottinn blessi... Sókn var glœst á fengsæl fiskimið, fiskimanna kjarngott ólstu lið. Öllum stundum áttir þú til sanns ítök bónda, sjó- og verkamanns. - Drottinn blessi... I dögun finn, hve dásamlegt það er, að drottins auglit vakiryfir þér. Til hans hafa þegnar þínir sótt þrek og gleði bœði dag og nótt. - Drottinn blessi... Vaxi mannlíf enn með dug og dvggð; drjúpi farsœld þér, mín kœra byggð. Megir þú í framtíð eignast enn atorku - og sanna, kristna menn. Lag Þorvaldar Friðrikssonar, við ljóð Árna, er kontið út á hljómdisknum „Lögin hans Valda“. Að svo mæltu óska ég lesendum þáttarins gleðilegs hausts og góðra daga. Auðunn Bragi Sveinsson, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Netfang. audbras@simnet. is Heima er bezt 423

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.