Heima er bezt - 01.09.2004, Page 42
Framhaldssaga
Jóhanna Helga Halldórsdóttir:
15. hluti
Allt loft var nú farið úr Finni. Hann viðurkenndi að
hann ætti erindi og það væri það að fá ráð hjá Erlu um
það hvernig hann ætti að snúa sér.
„Ég veit að þú þegir prestur góður, þótt þú heyrir mig
segja ýmislegt, Erlu treysti ég fyrir öllu eins og ég hef
alltaf gert“.
Svo bað hann Unni fyrirgefningar á atvikinu um sum-
arið, sagðist sjá mikið eftir því að hafa hagað sér svona
lúalega. Unnur sagði ekki neitt, henni var alveg sama
hvort honum leið illa yfir því eða ekki, en henni var ekki
sama um það að hann færi á bak við konuna sína.
„En Erla mín. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég held
að ég, karl á gamals aldri, sé ástfanginn af þessari ungu
konu þarna á Miklaholti. Ég get ekki hugsað mér að fara
frá henni Sillu og því sem við höfum byggt upp saman
alla ævina, svo hvað geri ég þá?“
Erla horfði alvarleg á hann.
„Finnur minn, þú slekkur einfaldlega á þessum fiðringi
sem er að hrjá þig, konan á Miklaholti er 30 árum yngri
en þú og þetta er fáránlegt, þú gætir alveg eins verið að
leika þér með dúkku! Reyndu að skoða lífið í víðara sam-
hengi og sjá hvað er þér dýrmætt. Ég veit að þú vilt vera
bjargvættur Elínar en þú hjálpar henni ekkert með því að
halda við hana, og ekki sjálfum þér heldur. Þú veist
hvernig Silla er ef hún tekur eitthvað í sig. Viltu að hún
fari frá þér?“
Finnur hristi höfuðið.
„Farðu þá til hennar strax og segðu henni upp alla sögu
og biddu hana að fyrirgefa þér. Láttu svo fólkið í Mikla-
holti eiga sig, þau bjarga sér aldrei sjálf ef þau þurfa þess
ekki. Svona nú Finnur, af stað með þig!“
Finnur faðmaði hana að sér og þakkaði henni fyrir. Svo
kvaddi hann, frekar niðurlútur. Víglundur ræskti sig.
„Ekki segja neitt Víglundur minn“, sagði Erla, „ég held
að þetta hafi alveg verið nógu kristilegt, og þú hefur eng-
in efni á því að verja hann Finn“.
Víglundur strauk yfir silfurhærumar sínar og hummaði
dálítið, svo fór hann af stað til Akureyrar.
Unnur ákvað að prófa bílinn sinn eftir langt hlé.
„Ég ætla í heimsókn að Lækjarbrekku“, kallaði hún til
Erlu og Steinars, „vita hvort einhver hefur áhuga á að tala
við mig þar“.
Þegar þangað kom, var enginn heima á bænum hjá for-
eldrum hennar, þannig að hún fór og bankaði hjá Þorkeli.
Hann varð glaður að sjá hana og spurði frétta og vildi tala
um heima og geima, allt nema samband þeirra Heiðrúnar
og aukinn umgengnisrétt hennar við strákana. Þorkell var
bara alls ekki til viðræðu um það, nema hvað hann sagði
Unni að hann ætlaði sér að hafa þessa drengi og allavega
vildi hann engu breyta núna. Hann sagði Heiðrúnu bara
heimta og heimta og aldrei geta verið eins og manneskju
við sig, varla væri hann svo slæmur við hana, og hefði
ekki verið það í gegnum árin.
Strákarnir hans voru glaðir að sjá Unni, en bamfóstran
var svolítið feimin við hana. Ekki furða ef hún var að
tengjast íjölskyldunni, hugsaði Unnur, en stelpugreyið,
hún er svo ung, ætli hún sé ekki sautján ára gömul. Ég
man ekki einu sinni hvað ég var að gera þegar ég var
sautján ára, ég hef örugglega mjólkað kvölds og morgna
á sumrin og svo lært á veturna, og eytt miklum tíma í að
426 Heima er bezt