Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Page 43

Heima er bezt - 01.09.2004, Page 43
sitja við gluggann minn og horfa út. Málað eina og eina mynd kannski. *** Ellefta nóvember fór Unnur í mæðraskoðun og Steinar með henni, allt var í fullkomnu lagi og hún var sett í són- arskoðun, fóstrið mælt og skoðað frá öllum sjónarhorn- um. Unnur sagði ljósmóðurinni frá því hvernig henni hefði liðið og ljósmóðirin sagði henni að því miður þá væri þetta fullkomlega eðlilegt ástand hjá sumum konum, svo rjátlaðist þetta af þeim á þriðja til fjórða mánuði og þær yrðu yfirleitt stálhraustar aftur og gætu notið þess sem eftir væri meðgöngunnar. Hún gaf henni annan tíma eftir mánuð. Þau Steinar fóru að skoða þrjú einbýlishús, sem komu til greina sem framtíðarhúsnæði. Eitt var í Glerárhverf- inu, rétt hjá galleríinu hennar Perlu, stórt og mikið hús, sem Unni leist best á af þessum þremur. „Eg veit ekki“, sagði hún þegar þau keyrðu til baka, „þurfum við að ákveða okkur strax?“ „Nei, nei, alls ekki“, sagði Steinar. „En það væri gaman ef við gætum ákveðið okkur fyrir áramótin“. „Steinar“, sagði hún og andvarpaði. „Eg veit ekki hvernig mér líst á þetta allt, það er eins og ég vantreysti sjálfri mér í þetta allt saman, kærasti, barn, hús og allt næstum því í einu. Heldurðu að það sé hægt að búa með mér?“ Hann hló. „Já, ég held að það geti verið möguleiki fyrir svona harðjaxl eins og mig. Elsku besta vina, ég hlakka svo til þess að búa með þér, en þú mátt ekki ímynda þér að þú missir allt þitt frelsi við það að eignast mann og barn og hús. Eg er ekki þannig maður, ég vil sjá þig dafna og vinna við það sem þér finnst gaman og ég vil líka fá að hugsa um barnið okkar. Ég hef aldrei viljað vera svona karl sem missir af öllum skemmtilegustu árunum í lífi barnsins og hefur svo bara áhuga á krökkunum sínum þegar þau eru orðin stór og hægt að láta þau gera eitt- hvað. Unnur, þú, sem ert svo yndisleg, hvernig geturðu efast svona um sjálfa þig? Þú veist að það vilja allir vera nálægt þér og þú gefúr okkur hinum svo mikinn styrk, bara með því að vera sú sem þú ert. Róleg og alltaf þú sjálfk Þau töluðu ekki meira saman á leiðinni. Unnur hugsaði um Atla á Vegamótum, hann var með þeim fáu í sveitinni sem Erla hafði ekkert talað um við hana. Hún ákvað að spyrja hana eftir Atla um kvöldið. Hvers vegna vissi hún ekki. Hún sá að Steinar var líka mjög hugsi. Um kvöldið þegar hún spurði Erlu eftir Atla, horfði Erla rannsakandi á hana. „Ég veit ósköp lítið um hann, og held að hann hitti ekki marga nema þegar hann er að stússast á öllum þessum fundum sem hann sækir. Það er sjálfsagt helsti félags- skapurinn hans. Ég skil ekki alveg af hverju þú hugsar eitthvað um hann, ég get aldrei fyrirgefið honum hvernig hann hagaði sér gagnvart þér og Heiðrúnu“. „Kannski var það ekki að öllu leyti slæmt“, sagði Unn- ur annars hugar. „Við erum þá báðar hættar að hugsa um hann sem mannsefni“. „Gerðuð þið það nokkurn tímann hvort eð var?“ spurði Erla. Um nóttina dreymdi Unni að Atli væri að elta hana og króa af í einhverri botngötu, og vaknaði með hljóðum. Steinar heimtaði að fá að vita hvað gengi á og hún byrj- aði að segja frá og gat svo ekki hætt. Loksins brast stíflan og hún talaði og talaði og grét og sagði honum allt í smá- atriðum. Allt sem gerðist þegar hann var fyrir austan og hún á Vegamótum og svo þegar hún var flutt til Erlu. *** Erla hafði verið fljót að ráða Steinar í vinnu, þar sem hann byrjaði ekki að vinna á Akureyri fyrr en eftir ára- mót. Það þurfti að endurnýja mikið af grindunum í fjár- húsunum hjá henni og suma garðana líka. Og það var segin saga, að þar sem Steinar var, þar var fjörið. Erla smíðaði heilmikið með honum og svo var Víglundur með þeim marga dagparta. Þetta var 500 kinda fjárhús með stórri hlöðu, sem nýttist ekki mikið, þar sem allt heyið hennar Erlu var sett í heyrúllur. Hugmyndin hjá Erlu var að taka helming hlöðunnar undir kindapláss líka. Það var enn svo hlýtt í veðri að mögulegt var að steypa fjárhús- kjallara, þannig að fyrst hún var komin með mannskap, dreif hún sig í því að fá gröfumann og koma verkinu af stað, og þau Steinar voru harðákveðin í því að ljúka þessu öllu fyrir miðjan desember. Þá ætlaði Erla að fara að taka féð inn og koma hrútunum í kindurnar, núna fengu þær bara að éta úti úr gjafagrindum, ilmandi græn- gresið úr rúllunum. Erla var mjög hrifin af þessari heyskaparaðferð og sagði það mikinn mun hvað heyið verkaðist vel svona í rúllurnar, þær væru alltaf að éta nýtt, kraftmikið fóður, engan rudda inn á milli. „Þær verða örugglega allar tví- og þrílembdar hjá mér næsta vor!“ sagði hún. Unnur var byrjuð að mála aftur, eina og eina mynd. Henni leið öðruvísi en áður en hún varð óírísk og málaði allt öðruvísi líka. Hún var alltaf eins og í hálfgerðri leiðslu og málaði eingöngu í hlýjum, mjúkum litum. Þetta er allt meira og minna bleikt hjá mér, hugsaði hún einn daginn þegar hún hafði málað ljósbleika vöggu und- ir dökkbleikum himni og alla vega lit tré, geislablóm og runna í kring. Kannski veit það á stelpu, kannski er það bara ég sem er orðin svona skelfilega væmin í skapinu. Sumar myndirnar fór hún með til Perlu og fann alltaf svo vel þegar hún kom í búðina, hvað henni fannst gott að vinna þar innan um alla þessa liti og dót, og hvað hún var glöð yfir því að myndirnar hennar seldust nánast jafnóð- um og hún málaði þær. Stundum spurði fólk hana hvort hún gæti málað eitthvað ákveðið, uppáhaldsfjall eða dal, fólk eða umhverfi, en það vildi hún ekki og neitaði alltaf. Heima er bezt 427

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.