Heima er bezt - 01.07.2006, Qupperneq 6
Andrés Gestsson er fæddur á Stokkseyri 20. júlí 1917.
Foreldrar hans voru Gestur Sigurðsson og kona hans Guðríður
Guðlaugsdóttir, sem bjuggu í Pálshúsum á Stokkseyri. Andrés
er yngstur 6 systkina auk einnar hálfsystur og sá eini sem
er eftirlifandi. Elst var Guðlaug Margrét, Guðmundur, Jón
Olafur, Aðalheiður, Gunnar Sigurður og Andrés. Auk þeirra
var ein hálfsystir, Laufey.
„Móðir mín var ættuð úr Flrunamannahreppi, frá bænum Gröf.
En faðir minn var frá Stokkseyri, fæddur í Brattholtshjáleigu
en átti heima í húsinu Beinateig.
Eg fæðist í bæ sem var orðinn mjög gamall en nokkuð
rúmur. Hann var meira en tveggja rúma lengd. Sá bær var
síðan rifm og annar byggður. Nýi bærinn var nokkuð minni
og rétt náði tveggja rúma lengd, hann var byggður úr torfi
og þiljaður að innan. Eldri bærinn var líka gerður af torfi en
með gluggakistu sem kallað var, hlaðinn upp undir glugga
utanfrá.
I nýja bænum var gafl sem sneri í vestur og þar var gengið
út. Beint inn af ganginum við bæjardymar var eldhús. Þar
voru hlóðir, krókar og svartur pottur með löppum. Það var
kynnt með mó. Yfir hlóðunum var strompur og bjúgu og
kjöt var hengt upp til reykingar í rjáfrið við strompinn. Þarna
stóð mamma í reyk og trekki, megnið af deginum.
A hlóðunum var lítið hægt að baka nema pottbrauð.
Það var bakað þannig að deigið var sett í pott með loki og
honum hvolft á hlóðimar og látinn niður í glóðina og fyllt
að. Best þótti að útbúa í brauðið að kvöldi og það síðan haft
í glóðinni alla nóttina. Þá var eldurinn falinn að kvöldi en
lífgaður við að morgni.
Nýbakað, heitt pottbrauð var mikið lostæti. Við hliðina
á hlóðunum var kassi með moði en moðið var notað til
moðsuðu. Það var gert þannig að suðan var látin koma upp
á matnum og potturinn síðan settur í moðkassann og þannig
hélst hitinn. Þessi aðferð sparaði eldsneyti.
Við höfðum matjurtagarð og hænsni, sem var nokkuð drjúgt
búsílag. Við áttum alltaf kött og sá merkasti af þeim hét
Dalimon. Hann var grár, stór og mikill veiðiköttur. Dalimon
gerði sér margt til frægðar en ekki allt jafn gott, eins og
það að ráðast á hanann og drepa hann. Dalimon þótti ekki
treystandi gagnvart hænuungunum. Enda hafði hann svo
sannarlega unnið til þess að vera tortryggður. Þegar ég var
tæpra tíu ára gerðist það að ein hænan hafði legið á eggjum
og fengið nokkra unga. Ungamir, allir nema einn, drápust úr
einhverri veiki. Hænan var höfð í stóru útibúri með ungana
og einn daginn, er unginn sem eftir lifði, húkandi úti í homi
afar dapur á að líta. Eg tók hann og setti í kassa og breiddi
undir hann tusku og setti spegil í kassann, svo að greyið litla
hefði félagsskap. Þegar við fórum frá var breitt yfír kassann
og Dalimon settur út. Einu sinni þegar við komum heim var
kassinn tómur og Dalimon lá uppi í rúmi, alsæll á svip og
mjálmaði vingjamlega til okkar. Honum var bölvað í sand
og ösku, allir vom vissir um að hann hefði étið ungann. Var
nú farið að leita að vegsummerkjum um hvar voðaverkið
hafði verið framið. Ekki komu fram neinar vísbendingar en
Dalimon kurraði með sælusvip. Allt í einu heyrðum við tíst
Skaftfellingur
294 Heima er bezt