Heima er bezt - 01.07.2006, Page 8
Við smíðuðum okkur bíla, vörubíla og fólksbíla
og lögðum veg í kringum kálgarðinn. Þetta voru
kassabílar sem við gátum stýrt. Þó að
ekki væri mikið af bílum í þá daga
voru þeir í augum okkar ekki minna
spennandi en hjá bömum nú til dags.
Við ýttum hvort öðm í bilunum, drógum
þá með fullfermi þegar vegagerð og
byggingar stóðu yfir hjá okkur.
Við smíðuðum líka karla úr tré.
Þeir vom gerðir úr smákubbum sem
víða var hægt að fá. Stærsti karlinn
var foringinn, síðan vom margir aðrir
karlar í mismunandi stærðum. Við
settum blý framan á þá og belti til að
þyngja þá svo að þeir dyttu fram yfír
sig. Það var hægt að færa hendumar
á þeim fram og svo létum við þá taka
saman glímutökum, því næst var lamið
í borðið þangað til að annar datt.
Fjölskyldan, Andres, Birgir í fangi Esterar og
Sigríöur.
Sigríður Jónsdóttir,
fyrri kona Andrésar.
Unglingsárin
Ég var fermdur frá Stokkseyrarkirkju af séra Gísla Skúlasyni.
Hann bjó á Stóra Hrauni og þjónaði í Stokkseyrarkirkju,
Gaulverjarbæjarkirkju og Eyrarbakkakirkju. Hann var fallegur
prestur og mesti prestur sem ég hef hlustað á. Hann var
afskaplega tignarlegur maður og það stafaði frá honum
mikilli hlýju. Hann er eini presturinn, sem ég hef séð sem
prest fyrir altari. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa og hugga
þá sem bágt áttu.
Það var haldin fermingarveisla, ég fékk ný föt og eitthvað
af peningum og tíu manns var boðið. Um sumarið vann ég
við fiskinn og allt sem til féll í þorpinu og sveitinni.
Eg fór á vertíð í Eyjum þegar ég var ijórtán ára. Ég var
mjög stór eftir aldri en bróðir minn, sem fékk plássið fýrir
mig, varð að segja að ég væri sextán ára. Það komst síðan
upp en ég var ekki rekinn. Það var dálítið óþægilegt að hafa
skrökvað þessu.
Báturinn sem ég fór á hét „Frægur VE 177.“ Skipstjórinn
á bátnum hét Eiður, mig minnir að hann hafi verið Jónsson.
Hann var austan af fjörðum, ég held frá Fáskrúðsfírði. Hann
varð aflakóngur í Eyjum árið áður en ég kom til hans.
Arið 1930 var þessi maður á Þingvöllum og gekk að
konungnum og sagði: „Ætlarðu ekki að gefa toppmanninum
Jón faðir Sigríðar með Ester.
reyndist ekki breiðari en það að ég steig yfir
hann.
Móðir mín náði háum aldri, hún var 95 ára þegar
hún dó. Hún var alltaf heilsuhraust, bjó lengst af
á Stokkseyri hjá Gunnari bróður mínum. Gunnar
fékk lungnaberkla þegar hann var ungur og bjó með
pabba og mömmu. Faðir minn varð ekki gamall
maður, lést rúmlega sextugur.
Hvernig lékuð þið ykkur, krakkarnir?
296 Heima er bezt