Heima er bezt - 01.07.2006, Síða 10
eins og Ásdísi, Erlingi öðrum og svo Mugg, sem Helgi
Benediktsson átti. Muggur var bæði gerður út á síld og
vetrarvertíð. Hann var 26 tonna bátur og gerði út á troll.
En það var enginn okkar sem kunni að vinna með troll svo
að við fengum stýrimanninn af Skaftafellingi til að kenna
okkur að veiða í það og að taka það upp. Þá var Ásgeir,
sem seinna var með Sjóbúðina, skipstjóri á Skaftfellingi.
Svo er það nokkru seinna sem hann býður mér að koma
til sín á skipið. Það var árið 1940 en þá var stríðið skollið
á. Skaftfellingur sigldi með aflann til Bretlands. Eg gat
ekki ákveðið mig strax en það varð úr að ég fór á skipið.
Við fórum á vesturströndina en Færeyingar sigldu með físk
á austurströndina. Skaftfellingur var 60 tonna skip. Saga
þessa skips er nokkuð sérstök. Skaftfellingar keyptu það
í fyrra stríðinu til þess að flytja vörur frá Reykjavík til
Víkur í Mýrdal og austur um. Skipið var ekki með nema 96
hestafla vél og ekki fljótt í förum. Það beið oft í Eyjum þar
til brimið lægði við ströndina. Skaftfellingur
var gott sjóskip, hann hafði sál og fann alltaf
á sér ef eitthvað sérstakt var í vændum.
Þannig var að við vorum að fara út og þá
gekk skipið ekki nema tvær til þrjár mílur og
hitaði vélina. Við skiptum um glóðarhausa og
ýmislegt annað var gert. Undir kvöldið, þegar
ég er á vakt með Páli Þorbjamarsyni, sem var
stýrimaður á skipinu, sáum við bjarma undir
seglið og sigldum fram á Fróða sem var laskaður
eftir árás. Brúin var að mestu farin og skipið
hafði skemmst meira en það. Við miðuðum út
hvar Fróði var staddur og sendum skeyti í land
um slysið og norskur togari, sem var ekki langt
frá, kom til móts við skipið en fann það ekki.
En Fróði komst svona laskaður heim til Eyja.
Ef vélin hefði gengið eðlilega í Skaftfellingi
hefðum við verið á svipuðum slóðum og Fróði og þá er
aldrei að vita hvemig hefði farið. Við héldum áfram og
komumst klakklaust til Bretlands, seldum fískinn og tókum
vömr í skipið heim.
Nokkra seinna fór Ásgeir af Skaftfellingi og Hallgrímur
Júlíusson tók við skipinu. I síðustu ferð minni á þessu skipi
hittum við þýskan kafbát. Þá var Páll kominn með skipið
en Hallgrímur farinn yfír á Helga.
Það var í leiðindaveðri, komið undir vor, að við vorum á
leiðinni út til Bretlands með físk, þegar við sjáum eitthvað á
sjónum fyrir framan okkur. í því kemur flugvél og flýgur yfír
skipió og morsar á okkur. Ég kalla í Pál sem sá að það var
eitthvað sem vélin var að gera okkur aðvart með. Ég var við
stýrið og sé að það er eitthvað á sjónum á stjómborða. Okkur
sýndist fyrst að þetta væri þversegl en þegar við komum nær
sáum við að þetta var kafbátur. Við vorum með fokkuna uppi
og Páll segir mér að fara og rífa strákana úr koju og láta þá
fara upp á dekk. Þegar ég kem upp er kafbáturinn rétt fyrir
framan stefnið á Skaftfellingi. Þegar ég fór framá til að taka
niður fokkuna, sá ég hvar menn í kafbátnum veifuðu rauðu
flaggi og kafbáturinn þá farinn að hallast á stjómborða. Við
sáum að hann var þýskur og var í neyð. Við köstuðum línu
Ester í Eyjum
Húsavík.
Andrés, Elísabet og Birgir.
um borð en skipverjar tóku hana ekki. Það var
einn maður fyrir framann tuminn á kafbátnum
aó bjástra við að taka eitthvað upp úr kössum
sem voru um það bil meterslangir. Allt í einu
henda tveir menn sér í sjóinn og synda áleiðis
að Skaftfellingi. Þeir voru í kafarabúningum
með eitthvað fyrir andlitinu og rör upp í munnin
hjá frá kúti. Þeir flutu vel á þessu og á endanum
komust allir um borð hjá okkur en einn var
dáinn og hafði farið útbyrðis þegar árásin var
gerð á kafbátinn. Það var flugvél frá breskri skipalest sem
fann kafbátinn og kastaði á hann sprengju, líklega sama
vélin og hafði aðvarað okkur.
Þessi menn vora vel búnir, flestir í gráum búningum en
einn þeirra var í svörtum. Hann hafði verið á íslandi og bað
að heilsa stúlku sem hann hafði kynnst.
Við tókum upp nokkra kassa sem flutu á sjónum, í þeim voru
ýmiskonar matvæli, kjöt og súkkulaði. Þjóðverjamir sökktu
kafbátnum og vora búnir að því þegar breskur tundurspillir
kom öslandi að skipinu og sótti Þjóðverjana um borð til
okkar. Það gekk allt átakalaust fyrir sig.
Nokkrum áram seinna fréttum við af þessum mönnum en
það kom viðtal við einn þeirra í þýsku blaði. Hann sagði að
það hafí verið farið vel með þá hjá Bretunum. Núna er verið
að gera kvikmynd um siglingar íslendinga á stríðsáranum
og það tókst að hafa upp á sex mönnum sem höfðu verið í
áhöfn kafbátsins. Þeir sögðu frá því að Þjóðverjamir hefðu
ætlað að taka Skaftfelling og sigla honum til Noregs.
Þegar við komum til Bretlands var allt eins og venjulega
en þegar við komum á vakt um morguninn var Skaftfellingur
svartur af hermönnum sem leituðu hvem þumlung á skipinu.
Um leið tóku þeir af okkur alla matarkassana sem við höfðum
298 Heimaerbezt