Heima er bezt - 01.07.2006, Side 11
Ester ífermingarskrúða.
slætt upp af sjónum frá kafbátnum. Þeir
sögðust koma með kassana aftur um borð
þegar búið væri að efnagreina innihaldið.
En þeir eru ókomnir enn. Okkur þótti
ekki gott að tapa af kössunum því að við Andrés, Ester,
ætluðum með þá heim og gefa konunum Katarine Ann,
okkar og bömunum innihaldið. Deborah Lynn og
Til gamans má geta þess að við vomm Birgir.
með byssur um borð, eina 90 skota og
5 skota hermannariffíl. Einnig var ein
skammbyssa um borð en við áttum elcki nein skot í hana.
Við notuðum aldrei þessi vopn.
Þegar ég kem til baka úr þessari ævintýraferð fer ég af
Skaftfellingi yfír á Helga. Ég sigldi á Helga með fisk til
Bretlands.
Ekkert kom fyrir skipið en við sáum oft rekald á
sjónum.
Ég hætti á Helga vorið 1943 en skipið átti að fara á síld.
Ég hafði hugsað mér að fara í Stýrimannskólann um haustið
en ég var með minnsta stýrimannprófið. En örlögin gripu
inn í og ekkert varð af þeirri áætlun minni.
Örlagarík þjóðhátíð, sumarið 1943
Það hafði verið leiðindaveður, kalsi og hregg, bæði á
föstudag og laugardag. En svo kom sólin og þá var ákveðið að
framlengja skemmtunina á sunnudaginn. Við hjónin ákváðum
að fara hvort í sínu lagi út í Herjólfsdal því að annað okkar
þurfti að passa Ester dóttur okkar.
Þegar þetta gerðist var ég hættur í siglingum, kominn
heim til að byrja nýtt líf með tjölskyldunni. En það fer ekki
allt eins og ætlað er. Ég hafði fengið pláss á skipinu Helga
VE 333 en fór ekki á það því mér fannst að skipið myndi
Birgir og Ester.
sökkva. Ég er dálítið berdreyminn en ekki er víst að maður
ráði alltaf drauma sína rétt. En þannig fór með Helga VE
333 að hann sökk á Faxaskeri við Vestmannaeyjar, en það
| var ekki fyrr en eftir nokkum tíma.
Heima er bezt 299