Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Side 12

Heima er bezt - 01.07.2006, Side 12
i ( ’ Ester með Birgi. Það voru margir bátar við Eyjar á snurvoð þetta sumar og einhverjir höfðu fengið tunnur í snurvoðina, sem sagt var að hefðu verið rétt merktar, þ.e. að í þeim væri tréspíritus. A þessum árum var áfengi skammtað og var talið að mánaðarskammtur dygði varla nema eina helgi. Sjálfur átti ég áfengi frá því að ég var í siglingum enda notaði ég það ekki mikið. Þennan dag fór ég fyrst að hitta Jón bróður minn en hann var ekki heima, en hann hafði skilið eftir skilaboð til mín, að hitta sig í húsinu þar sem hann var gestkomandi. Ég gerði það og var boðið í glas sem ég þáði. Mér virtist þetta vera spíri eða íslenskt brennivín blandað með vatni. Ég staldraði stutt við og fór heim og sagði konu minni að ég ætlaði að skreppa út í Herjólfsdal. Við Jón fórum þangað. Við komum að stóru þjóðhátíðartjaldi með veisluborði þar sem seldar voru veitingar en sumt fólk var að drekka eitthvað sterkara sem vitanlega var ekki til sölu í tjaldinu. Mér var boðið áfengi og ég drakk úr einu glasi, líklega samskonar blöndu og í húsinu þar sem ég hitti bróður minn. Ég var ekki lengi þama og drakk ekki meira, fór síðan heim og var hættur að fínna á mér. Ég ætlaði í vinnu morguninn eftir eins og venjulega en það var ekki hægt að vekja mig. Þá sendi Jón bróðir minn lækni heim til mín og ég var fluttur á spítalann. Jón hafði vaknað um morguninn og farið í vinnu Birgir ífermingarskrúða. en hann veiktist sama dag og lést eftir nokkra daga. Ég komst á fætur en var orðinn blindur. Ég lá í móki og hélt að ég hefði fengið flensupest. Það voru yfír 20 manns sent leituðu læknis þennan dag. En læknamir vissu ekki hvað var að gerast. Jónas í Skuld missti líka sjón og varð gráhærður. Hann sá ekkert frá sér úti en inni gat hann aðeins greint útlínur hluta. Það létust níu manns af völdum neyslu á tréspíritus. Engum datt í hug að þessi óhugnaður væri í umferð. I öldinni okkar segir svo: Sá hörmulegi atburður gerðist nýlega í Vestmannaeyjum. að 20 menn veiktust af áfengiseitrun, og hafa látist 9 menn af þessum sökum. Það er upplýst, að menn þessir hafa neytt áfengis úr tunnu, sem fannst á reki úti á hafi fýrir um það bil hálfum mánuði. Reynclist áfengi þetta vera eitraður tréspíritus. Hvað varstu lengi á spítalanum? Ég var fyrst á spítalanum í Eyjum en síðan var ég sendur til Reykjavíkur. Mágur minn, Kristinn Gíslason, fór með mér þangað. Við fórum með báti til Stokkseyrar og þaðan með bíl á Landakotsspítalann. Þar var reynt að bjarga sjóninni 300 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.