Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 14
Það hefir margt á dagana drifið frá æskuárunum og fram á þennan dag, og eins og þar stendur, má margur muna tvenna tímana og öll þau undur sem hafa átt sér stað í tækni og vísindum á þessum árum. Einn þáttur, sem mér er mjög kær og ofarlega í minni, eru minningamar um veru mína í Homafirði, á ámnum 1930 og 31. Þau ár átti ég þar dýrlega daga og mun aldrei gleyma því. Eg var á bænum Rauðabergi undir Rauðabergsljalli, hjá tveimur traustum og ágætum systmm, sem þar bjuggu eftir foreldra sína, stóm og myndarlegu búi á þeirra tíma mælikvarða. Það er erfítt fyrir mig að lýsa þeim og því sem þær vom mér í uppvexti mínum, en ég tel að hjá þeim hafi mér fyrst vaxið fiskur um hrygg, eins og talið var í gamla daga, og ég eigi þeim svo mikið upp að unna, að ég gæti aldrei launað þeim fyrir þessi ár, sem ég var hjá þeim. Arni Helgason, Stykkishólmi: Nú, þegar ég er kominn á efri árin, rifjast margt upp fyrir mér af liðinni œvi og hversa ég hef verið lánsamur og hve handleiðsla œðri máttar hefur verið yfir mérfram á þennan dag. Og þaó eru ekkifáar minningar sem standa upp úr og y/ja mér á þessum stundum, sem ég er að lítayfir œvi og störfog allar þær breytingar sem orðið hqfa á kjörum fólksins í landinufrá því ég byrjaði að fylgjast með tilverunni. Fyrstu kynni mín af systrunum á Rauðabergi vom í ágústmánuði 1929. Þá bar gest að garði heima hjá okkur, sem var að leita sér að húsaskjóli yfir 2 nætur, sem hann ætlaði að dvelja á Eskifirði. Mamma, sem tók á móti gestinum og bauð inn, sá strax að hann var langt að kominn, og hún bauð gestinum, sem var kona á rúmlega miðjum aldri, inn og ekki leið á löngu áður en þær vom komnar í skemmtilegar samræður. Konan sagðist vera frá Homafirði og hefði komið hingað til að heimsækja frænda sinn, sem hún tilnefndi, en hann haft ekki verið heima, og ekki vitað hvar hann væri. Kona, sem bjó í sama húsi og frændi hennar, sagði að hann myndi ekki koma í bæinn fyrr en í næstu viku. Mamma sagðist geta hýst hana og þær urðu fljótt mestu mátar. Þessi kona var Katrín Erlendsdóttir og átti heima á Rauðabergi á Mýmm. Þær ræddu margt saman konumar 302 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.