Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Side 15

Heima er bezt - 01.07.2006, Side 15
Bœrinn á Raitðabergi, endurbyggðnr, þar sem Arni dvaldi árin 1930-31. og kom að því að Katrín sagði mömmu að hún byggi með systur sinni og þær hefðu haft liðléttinga til að hjálpa sér á sumrin. Eg blandaði mér inn í samtal þeirra og spurði hvort ég ætti þá ekki að koma til þeirra næsta sumar og ef til vill lengur, ef okkur semdist. Undir þetta var ekki strax tekið, en ég fór að hugsa að gaman væri og jafnvel gagn, að því að komast í sveit. Ég hafði haft snert af beinkröm og ekki stækkað neitt í tæplega 2 ár. Gæti nú ef til vill fengið þroska í sveitinni, eins og svo margir aðrir strákar á Eskifírði. Ekki var talað um þetta meira, en Katrín var hjá okkur í 3-4 daga og fór þá heim. Skömmu fyrir jól kemur svo bréf frá Katrínu til mömmu, þar sem hún lýsir áhuga fyrir því að taka mig í sveitina í vor, eins og það stóð í bréfínu. Ég ákvað, með samþykki mömmu, að taka þessu boði og svaraði bréfinu jákvætt. Þetta varð svo upphafíð að ég tel, lífsgæfu minni, því þama var ég hjá þeim systrum árin 1930 og 1931. Ég hafði um haustið verið búinn að ákveða að reyna að komast á vertíð í Homafírði, til að reyna á þrek og þor og vita hvort ég fengi ekki við það afl til að komast áfram í lífínu. Ég hafði fengið frænda minn, sem varbæði skipstjóri og útgerðarmaður, til að taka mig til pmfu, sem liðlétting, og var það alveg sjálfsagt. Seinni hluta janúar árið 1930, lagði ég af stað til Hornaijarðar. Ég var bæði búinn að hlakka til og kvíða fyrir þessari ferð. Lagt var upp að kvöldi dags í blíðviðri. Við höfðum í vikunni áður verið önnum kafnir við að búa okkur undir vertíðina, bæði setja upp línur og taka til vistir, sem áttu að duga fyrir mannskapinn fyrstu dagana. Vinir og vandamenn höfðu fylgt okkur niður á bólverk eða bryggju, til að kveðja og óska okkur blessunar og biðja þess að við hittumst að vori. Það var gert ráð fyrir að ná Hornafjarðarósi i morgunsárið. Báturinn sem ég sigldi með var tólf tonna, lúkar fremst, þar sem eldavél var og ijórar kojur sitt hvom megin og svo setubekkur og borð á miðju gólfi, þar sem hægt var að borða við. Gátu 4 menn komist þar að í einu. Þetta var notast við þá, en þætti ekki boðlegt nú. En ferðin gekk vel og við komumst í ósinn á tilsettum tíma. Verbúðin, sem við fengum, var í minnsta lagi, bæði beitingaskúr og svefn- og matarskáli ekki upp á marga fiska, en viðunandi og látið nægja. Upphaflega hafði Þórhallur Daníelsson byggt þessar verbúðir, en hann hafði mikil umsvif á Homafírði í upphafí byggðar þar. Þórhallur var bjartsýnn með afbrigðum og framkvæmdarmaður og alltaf talinn landnámsmaður þar eða faðir byggðarlagsins. Það var ekki róið nema í sérstakri átt og þokkalegu veðurútliti. Urðu því stundum nokkrir landlegudagar. Ég man að þessi vertíð þótti með þeim betri hvað veðurfar áhrærði, og aflaðist þokkalega. Aflinn allur verkaður í salt. Ég kynntist fjölda manns á þessari vertíð. Ibúar á Höfn voru ekki margir en mjög góðir í kynningu. Kaupfélagið stóð þá í miklum blóma undir stjóm Jóns Ivarssonar, sem réði þar ríkjum, traustur maður og framkvæmdasamur. Hafði Jón tekið við kaupfélaginu í mikilli lægð, en komið því á laggimar, sem þótti þrekvirki í þá daga. Þegar vertíðinni var lokið í þetta skipti og félagar mínir og báturinn farinn austur og ég einn í verbúðinni, minnst ég þess hve þögnin eftir allt var mikil. Það var ekki auðhlaupið að því að komast að Rauðabergi á þessum ámm. Homaljarðarfljót óbrúuð og hestfær eins og talið var. Ég varð því að bíða og vona að ég yrði sóttur. Ég var í verbúðinni í tvo daga. Þá var mér sendur mjög reisulegur hestur, með bónda af Mýmnum, og þessi maður, sem kom með hann, átti eftir að verða mikill vinur minn seinna. Homaljarðarvötnin vom nokkuð löng yfírferðar og vomm við lengi á leiðinni, gátum spjallað saman og hann sagði mér margt af íbúum Mýranna, sem kom mér að gagni síðar. Það var komið undir kvöld þegar okkur bar að garði hjá þeim systrum. Og vel var tekið á móti þegar ég kom í hlaðið. Ég var með nokkra harðsperm eftir ferðina, enda ekki vanur að ferðast á hestum um dagana. Mér leist strax vel á mig þama, enda staðurinn fallegur og fjallið fyrir ofan tignarlegt Þá var ég nú kominn til fyrirheitna landsins og leist bara vel á. Hafði hægt um mig fyrst og þær systur vildu að ég Heimaerbezt 303

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.