Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.07.2006, Qupperneq 17
F.v.: Sigurbergur í Svínafelli, Þóra, Páll, Pálína, Daníel, Sigurbergur Pálsson, Viðar Rós., Sigríður Sigurbergs, Bára Sigurbergs, og Pálína Sigurbergsdóttir. timburhús með risi og eldhúsi á neðri hæðinni. Svefnherbergi var uppi í risinu, inni af eldhúsi var svo geymsla, þar sem voru geymd matvæli og einnig stórar tunnur eða keröld, þar sem súrmaturinn frá haustinu var geymdur. Það var farið í kaupstaðinn tvisvar á ári, bæði á vorin, þegar farið var með ullina og síðan haustin, þegar sláturtíðin stóð yfir. Þá komu hestamir í góðar þarfir. Katrín Erlendsdóttir á Rauðabergi. Ég var svo heppinn að fá að fara með í kaupstaðinn með ullina, í hópi Mýramanna. Lagt var snemma af stað og sá sem fór fyrir hópnum lagði ríkt á við fólkið að fara vel eftir stikunum, og eins að hafa bil á milli hestanna, svo ekki gusaðist á ullarpokana. Þá gæti ullin blotnað og yrði óhæf til innlags. Ég tók vel eftir öllu og hagaði mér eins skynsamlega í þessu og hægt var. Hestarnir ösluðu fljótin og stefnt var á Skógey, sem var þar miðsvæðis, áð þar og nestið tekið upp. Seinni lota ferðarinnar gekk vel yfir fljótin og komumst við í kaupstaðinn nokkru cftir hádegið. Strax var farið að vigta og skoða ullina í pakkhúsinu og gekk það vel því móttökumenn voru æfðir í að vega og meta. Síðan var farið að taka út vaminginn fyrir sumarið og til haustsins. Þær systur höfðu skrifað niður á blað það sem ég átti að útrétta í ferðinni. Það var allskyns Páll Bergsson, Rauðabergi. bóndi á vara, bæði matarkyns og svo ýmislegur vamingur, m.a. lampaglös, sem nauðsynleg vom á stóra lampann, sem var í baðstofunni, og annan, sem var niðri í eldhúsinu. Þetta voru olíulampar og auðvitað var ég með olíubrúsa, voldugan og úr ryðfríu efni, eins og Stína kallaði það. Þegar lokið var úttektinni úr kaupfélaginu var tekið til við að koma vamingnum í poka, vigta hann og koma honum svo fyrir að ekki hallaðist á hestinum og eins að ekkert skemmdist á leiðinni. Ég var undrandi yfir hve vel þetta var framkvæmt og öllu fyrirkomið, af starfsmanni sem sá um það. Ég man að hann lét okkur fá steina til að setja í farangurinn ef hallaðist á hestinum og kom það sér vel fyrir okkur í þessari ferð. Veðrið var gott, logn og sólskin alla ferðina. Þama var hópur fólks á ferðinni, bæði konur og karlar, sem hjálpuðust að og var ég einna yngstur í hópnum. Þær systur höfðu beðið nágranna sína um að fylgjast með mér og hjálpa ef þess þyrfti með, og var ég þakklátur og ömggari fyrir vikið. Ekki man ég eftir neinu sérstöku í ferðinni. Við komum heim um 10 leytið um kvöldið og var ég ánægður með hve allt gekk vel og þær systur ekki síður. Nú var farið að huga að heyönnum. Eftir að taðið hafði verið þurrkað var gengið frá því í kofanum sem hafði það hlutverk að geyma eldiviðinn. Það tók heilan dag eða meira, að ganga frá því. Þá var komið að því að undirbúa heyskapinn. Þær systur áttu prýðilega ljái, sem þær dengdu, sem kallað var, og ágæt orf, og hrífur, sem dugðu vel yfír sumarið. Ég fékk að æfa mig með amboðin, því ekki kunni ég að slá. Það var byrjað að slá túnið, og var ég hissa á hve duglegar þær systur vom að slá. Það var aðallega Stína sem sló, en við Kata rökuðum. Hún kunni líka vel að halda á orfí. Þá rakaði ég einn eða slétti úr heyinu, eins og það var kallað. Þurrkur var oftast mikill og því hægt að þurrka heyið fljótt og koma því í hlöður. Túnið var ekki stórt og kom sér Heimaerbezt 305

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.