Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Page 18

Heima er bezt - 01.07.2006, Page 18
því vel að þær áttu ítök í raklendi, sem var nokkuð langt frá bænum og kallað Dæld. Þar heyjuðu þær og fengu þó nokkra hestburði og var þangað leitað eftir fyrri slægju heima fyrir. Þama vomm við svo í rúma viku að heyja. Var það virkilega ævintýralegt. Við fómm með vaming og verkfæri með okkur, því ekki var komið heim fyrr en um kvöldið. Seinasta daginn var komið með hestana og heyið flutt heim. Þar sem annars staðar sýndu þær systur dugnað sinn, bundu heyið eins og siður var þá. Þær áttu nóg af reipum og höfðu ekki mikið fyrir að hengja baggana upp á klakkana eða taka niður af þegar heim var komið. Heyskapurinn var mikill þetta sumar og góður. Attu þær því nóg fóður handa skepnunum yfir veturinn. Þá má geta þess að jörðin þeirra átti skógarítök í Svínafellslandi í Nesjum og þangað fórum við þegar á leið sumarið og fengum nóg á hest og þar sem annars staðar, vom þær duglegar og klipptu heilan hestburð á einum degi og þótti það vel gert. En þær áttu líka verkfæri svo að segja til allra hluta á þessum tíma og var bæði gaman og gott að fylgjast með vinnubrögðum þeirra. Nú var komið fram að hausti og þá tóku haustannimar við. Lítið fór íyrir smalamennskunni, enda féð flest í námunda við bæinn. Eg held líka að nágrannamir hafí oftast tekið af þeim ómakið, þegar smala þurfti og rétt þeim hjálparhönd, enda voru þær vel kynntar í sveitinni. Það fann ég glöggt, meðan ég var hjá þeim. Þær Kristín og Katrín mátu sveitunga sína vel og nokkmm sinnum fór ég með þeim í heimsókn á aðra bæi og alltaf var okkur fagnað eins og höfðingjum. Það var mér mikil og góð reynsla að hafa verið hjá þeim þetta sumar, svo ég ákvað að fá að vera hjá þeim einnig um veturinn, sem í hönd fór, skrifaði mömmu og fékk hennar samþykki. Eg fann að systrunum létti við þessa ákvörðun mína og létu þær í ljós mikið þakklæti. Það var komið haust og byrjað að rökkva. Réttir að heljast með öllu sínu erfiði og erli. Réttarseðillinn kominn og menn bjuggu sig í göngur. Mig langaði að fara í göngur fyrir þær, en það kom ekki til mála, enda ekki víst að ég kæmi þar að neinu gagni. Fjallskilamiðinn var sem sagt kominn. Hann kom boðleið frá næsta bæ. Þær systur tóku á móti honum og veltu fyrir sér. Stína fór í göngu um svæði jarðarinnar og kom ásamt Daníel með hóp af kindum heim. Mig minnir að það hafí verið lítil fjárrétt á Rauðabergi og fénu safnað þangað. Þær systur voru með þeim íjárgleggstu [ sveitinni og ég held að þær hafi kunnað markaskrána utan að og þekktu sínar kindur með nafni. Þær voru vinir þeirra og það fór ekki á milli mála að þær kviðu sláturtíðinni. Eg man ekki til þess að þær stæðu nokkurn tímann í því að slátra fénu, en þær hirtu afurðimar vel og ekkert fór til spillis. Eg fór þetta haust með Kötu á næstu bæi þegar hún fór að ná í kindur sem þangað höfðu komið í göngum og dáðist að hversu glögg hún var á féð í hreppnum og þurfti varla Systumar Kristín og Katrin á Rauðabergi, með hundinn sinn Frakk, sem þeim þótti svo vænt um. að líta á eyrnamörkin. Sveitungarnir sáu um að koma fé systranna til slátrunar og koma slátrinu heim til þeirra. Það var mikið um að vera þegar hausarnir og lappirnar af kindunum vom sviðnir. Þær kunnu öll tök á þeim aðferðum. Eg held að ég hafí aðeins fengið að halda í ristlana þegar þeir vom skafni og útbúnir í lundabagga, sem kallaðir voru, og þóttu dýrindis matur. Vambimar voru þvegnar eftir að búið var að taka innvolsið úr þeim, kalúneraðar, eins og kallað var, og flegnar með stórum hníf og því næst skomar sundur og saumaðar saman, slátur búið í þær, sem var blóð úr kindunum, hrært saman við rúgmjöl og mör, með ákveðnum hætti, og þótti best til að fá sem bestan mat og bragð. Það var talað um feitt slátur og magurt, sem fór eftir því hve mikill mör var notaður. Þær systur áttu stóran jámpott sem þær suðu svo slátrið í en notaó var hlóðaeldhús við suðuna. Þær kunnu þetta systumar, og var virkilega gaman að fýlgjast með hversu allt var vel unnið og hreinlæti sett í öndvegi. Þær vora vanar að hafa alltaf einn eða tvo sauði á fóðram og ala hann vel. Svo var það jólamaturinn, sauðakjöt og ég man hvað þær voru iðnar við að gera góðan mat um jólin. Þá var þetta fina, soðna kjöt aðalmaturinn á aðfangadag, skrokknum skipt jafnt á milli okkar og það sem ekki var nýtt á jólum var vandlega geymt, sem aukabiti og entist allan janúarmánuð. Það var geymt á köldum stað og vafið inn í léreftsumbúðir. Mér fannst þetta alveg sælgæti. Það var virkilega gott fæði sem ég fékk hjá þeim alla daga og var reynt að hafa það sem ijölbreyttast á þeirra tíma mælikvaröa. Katrín sá um matreiðsluna. Hún var mjög vandvirk og þrifin. Haustið leið svo með tóvinnu og prjónaskap á kvöldin og lestri góðra bóka. Þær vora ekki margar bækumar, en 306 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.