Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Page 23

Heima er bezt - 01.07.2006, Page 23
notað sem búningsherbergi og úr því var síðan gengið inn í íþróttasalinn. A þessum tíma var einnig inngangur í íþróttasalinn úr anddyrinu beint á móti útidyrum hússins. Þessi inngangur var ekki fyrir hendi þegar húsið var byggt en hann var gerður síðar. Þegar komið var inn um þcssar dyr var fyrst fyrir lítill dyrapallur og síðan nokkur þrep niður í sjálfan íþróttasalinn. Tvö salerni lágu að anddyrinu og þar var einnig að finna litla kompu með vaski og niðurfalli, sem var notað við hreingerningar. Loks var brattur hringstigi úr anddyrinu í suðvesturhorni þess, sem lá upp á aðra og þriðju hæð hússins en það vom þrjár hæðir í húsinu að vestanverðu en einungis tvær í meginhluta hússins í austurhluta þess, þar sem leikfimisalurinn var. Yfir leikfimisalnum á efstu hæð íþróttahússins vora undir súð, heimavistarherbergi pilta. Stuttu eftir að kennsla mín hófst í janúar 1976, varð ég þess var að gengið var inn í íþróttahúsið meðan á kennslu stóð. Sólskin var úti og því lá lítill Ijósgeisli inn um skráargat inngangsins úr anddyrinu á skörinni að austan. Þessi inngangur var yfirleitt læstur nema þegar stærri samkomur og bíósýningar voru í húsinu. Sá ég að eitthvað skyggði skráargatið og geislann. Varð ég strax forvitinn að vita hvað þetta væri, en lét sem ekkert væri og hélt ótrauður áfram kennslu minni. Lét ég nemendur gera áhorfsvænar æfíngar, sem tóku alla athygli þeirra. Eftir dágóða stund þegar geislinn birtist aftur í skráargatinu, bjartur og skær, snaraðist ég að gatinu og kíkti út. Sá ég þá á hæla skólastjórans. Nemendum hefur eflaust fundist aðfarir mínar skringilegar en ég reyndi að láta á litlu bera. Mun skólastjórinn hafa verið að sinna eftirlitsskyldu sinni en ekki viljað trufla kennsluna og því valið þessa óhefðbundnu en árangursríku eftirlitsaðferð. Ekki varð ég var við skólastjórann í kennslu minni eftir þetta en hann bar alla tíð fullt traust til mín sem kennara og var það traust gagnkvæmt. Dag nokkurn þegar ég mætti til kennslu í leikfími biðu mín þrjár ungar stúlkur, sem klætt höfðu sig í úr tíma. Við þessu höfðu stúlkumar alls ekki búist og er mér atburðurinn svo vel minnisstæður vegna þess hversu undrandi þær urðu við viðbrögðum mínum og einnig vegna þess að þetta var í fyrsta skipti og sennilega eina, sem ég hef rekið nemanda úr tíma. Engin eftirmál urðu og reyndu hvorki þessir nemendur né aðrir að storka mér upp frá því í kennslustundum. Annar atburður er mér vel minnisstæður. Venja var að fara í gönguferð með nemendum upp á Hvítafell í leikfímistímum á vorin þegar vel viðraði. Vorið 1976 fór ég þannig með alla stúlknabekki skólans í göngu upp á Hvítafell. Umræddan dag vora það stúlkur í ljórða bekk skólans sem þrömmuðu með mér í halarófu. Veður var allgott, sól en dálítill vindur sem smaug yfír hjamið og kældi okkur á göngunni. Yfírleitt tók gangan alllangan tíma og fengu nemendur fri úr tímum í samræmi við lengd göngunnar. Stundaskráin var þannig að tiltölulega auðvelt var að taka tvo samliggjandi leikfimistíma í hana og ef svo verkaðist, sundtíma einnig, sem var á dagskrá í framhaldi af leikfiminni. Ekki man ég nákvæmlega hversu lengi gengið var þennan dag en sumar stúlkumar voru þreklitlar vegna æfingaleysis og jafnvel reykinga. Kvörtuðu þær sáran yfír þessari þolraun, sem þær töldu sér um megn. Ein þeirra var þekkt fyrir að vanda ekki orð sín og láta allt vaða þegar hentaði. Þegar heim var komið eftir gönguna vatt hún sér að mér og hrópaði: „Þú ert nú meira þrælmennið, nú ertu búinn að láta mig ganga í þessum ískulda í fleiri klukkutíma, svo að píkan á mér er alveg gegnfrosin“. „Jæja“, varð mér að orði, „ekki er það nú gott. Þú ættir að athuga hvort einhver vill ekki blása svolitlu lífí í hana fyrir þig“. Stúlkan gapti af undrun yfír þessu svari, sem hún augljóslega bjóst ekki við og hafði ekki fleiri orð um Hvítafellsferðina eftir það. Ég var satt að segja hálf undrandi á sjálfum mér að missa þetta út úr mér, þar sem ég var jú í kennarahlutverkinu, en eiginlega svaraði ég bara í sömu mynt eða á sömu bylgjulengd, eins og mætti kalla það. Stúlkunni mislíkaði Hermann 19 ára. Halldór Valdemarsson. vetrarbúninga og hugðust taka þannig klæddarþátt í leikfimisæfingum dagsins. Vora þær allar í lopapeysum með húfur á höfði, ullarsokka og ullarvettlinga, þykka trefla og vetrarbuxur. Af einkum hreinlætisástæðum, giltu þær almennu reglur að nemendur kæmu til kennslustunda í sundi og leikfimi í þar til ætluðum búningi, þ.e. leikfimisfötum eða sundbol. Nú voru góð ráð dýr. Augljóst var að stúlkurnar þrjár vildu storka mér með því að koma á óvart með klæðnaði sínum og verða aðhlátursefni skólafélaga sinna. Ég ákvað að taka þessu með stökustu ró og hældi þeim fyrir hugkvæmni í fatavali en lét þess jafnframt getið að búningurinn væri afar óhentugur til íþróttaiðkunar innanhúss. Bað ég þær að fara í hentugri fatnað en þær neituðu því, mér til mikillar undrunar. Ekki gat ég látið vera við svo búið og rak þær því umsvifalaust Heima er bezt 311

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.