Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Síða 25

Heima er bezt - 01.07.2006, Síða 25
Hótel Laugar. tíundabekkjar í Stórutjarnarskóla haustið 1976. Sömu sögu var að segja um Aðaldæli, þeir höfðu byggt skólahús á Hafralæk og hugðust einnig heija kennslu tíundabekkjar í heimasveit haustið 1976. Laxdælingar sendu áfram nemendur í Lauga en nemendum þaðan fór fækkandi. Nemendur tíunda bekkjar í Reykjadal voru ekki margir og þó Laugaskóli héldi áfram kennslu á þessu skólastigi í hreppnum, var fyrirsjáanlegt að nemendum myndi fækka mjög á næstu árum. Þessi mál voru mikið rædd af kennurum skólans og man ég að þáverandi fræðslustjóri á Norðurlandi eystra, Valgarður Haraldsson, var boðaður á fund um málið. A fundinum kom fram að áhyggjur Laugamanna voru á rökum reistar og ástæður þróunarinnar miklu víðtækari en virtist í fyrstu. Þjóðfélagsþróunin, fækkun fólks í sveitum landsins, lægri fæðingartíðni og aukinn fólksflótti á suðvesturhorn landsins, gerðu það að verkum að skólahald var í uppnámi víða um land. Stórfelldar breytingar voru fyrirsjáanlegar varðandi nemendaijölda og námsframboð. Nauðsynlegt var að stokka upp skólakerfíð enn einu sinni vegna þjóðfélagsins sem var undirorpið stöðugum breytingum. Framtíð Laugaskóla var á þessum tíma að verulegu leyti óráðin. Eftir á að hyggja við þúsaldarmót, má segja að tekist hafí að bjarga Laugaskóla og blása nýju lífi í starfsemi skólans. I dag býður Laugaskóli upp á nám til stúdentsprófs í dreifbýlisumhverfi, sem er mörgum nemandanum kærkominn valkostur. Hef ég lengi haft ákveðnar hugmyndir um aukið námsframboð á Laugum, sem myndi tengjast sérstöðu staðarins og þörfum nemenda og atvinnulífs. Þar á ég m.a. við íþróttaaðstöðuna á Laugum og „íþróttaiðnaðinn“ í landinu, heita vatnið á staðnum og jarðhitaræktun, landvörslu- og ferðaþjónustunám. Fleira mætti nefna sem kæmi staðnum vel eins og sameiningu bókasafna á staðnum og í sveitarfélaginu og byggingu fræðslu- og menningariniðstöðvar. Slíkt fræðasetur gæti þjónað héraðsbúum á sviði alþýðufræðslu eins og Laugaskóla var ætlað að gera í upphafi og verið mikilvæg lyftistöng fyrir starfsemi framhaldsskólans. Snorrastofa í Reykholti er ágæt fyrirmynd að slíku mennta- og fræðasetri. Vonandi tekst skólanum að varðveita sögu sína og héraðsins og sameina nýjum áherslum í menntun og uppeldi á tuttugustu og fyrstu öldinni. I þessu sambandi má nefna að aðstaðan á Laugum og landfræðileg lega staðarins er kjörin fýrir heilsárs orlofsiðju, sem félagasamtök og einstaklingar gætu nýtt sér. A hverju vori var venja að fara í skólaferðalag með nemendum sem vom að ljúka námi sínu við landsprófs- og gagnfræðadeildir Laugaskóla. Vorið 1976 var búið að leggja niður landsprófið og gagnfræðaprófið og í staðinn kominn vísir að nýju skólakerfi, sem átti eftir að þróast í það sem við þekkjum í dag undir heitinu framhaldsskóli. A Laugum voru tveir fyrstu bekkir þessa nýja menntakerfis komnir til sögunnar 1976, þ.e. svokallaðir fjórði og fimmti bekkur. Nemendum fimmtabekkjar var ekki boðið upp á neitt framhald á Laugum og urðu þeir því að hverfa til náms við aðra skóla Heima er bezt 313

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.