Heima er bezt - 01.07.2006, Page 26
eða hætta námi. Þessi bekkur var því
útskriftarbekkur og hélt upp á skólalok
sín með skólaferðaferðalagi, eins og
landsprófs- og gagnfræðaprófsnemendur
gerðu áður.
Þetta vor var mér falið að vera
fulltrúi kennara með í för nemenda,
ásamt Sigurði Randver, en venja var
að kennarar færu með nemendum í
ferðir af þessu tagi. Skyldu þeir vera
eins konar fararstjórar og gæta þess að
ferðin færi fram að hætti siðaðra manna.
Að þessu sinni var ákveðið að fara til
Reykjavíkur og gista á leiðinni suður í
húsakynnum Reykjaskóla í Hrútafirði. I
Reykjavík var gist í heimahúsum. Ferð
þessi gekk í flesta staði vel, en mér er
sérstaklega minnistætt eitt atvik sem
gerðist í upphafi ferðar. Eftirvænting
nemenda var mikil fyrir þessa ferð og
undirbjuggu þeir hana með ýmsum
hætti. Leiðin var vandlega rannsökuð
og lásu sumir sér til um staðhætti og
sögulegar minjar til að geta frætt félaga
sína á ferðalaginu. Aðrir voru kunnugir
leiðinni, áttu æskustöðvar eða höfðu
dvalist á þeim slóðum þar sem ekið var
um. Voru þessir nemendur sjálfsagðir
viskubrunnar og sögumenn þegar ekið
var um kunnuglegar slóðir. Nokkur
skáld voru með í för og kepptust þau
við að yrkja um lífið og tilveruna, oft
í tengslum við náttúruna sem við blasti
út um gluggann á rútunni á leiðinni.
Ekki man ég neina af þessum vísum
og kvæðabrotum, en man að oft var
mikið hlegið að kveðskapnum.
Nokkrir eldri nemendur í hópnum
höfðu með sér annars konar veganesti
en hér er lýst. Vom þeir orðnir slompaðir
þegar kom i Reykjaskóla. Tókum við
Sigurður hart á þessu máli og kröfðumst
þess að allur vínandi yrði afhendur okkur
þegar í stað annars yrðu viðkomandi
nemendur skildir eftir í Reykjaskóla.
Hófust nú málamiðlunarviðræður milli
okkar kennaranna og nemenda og lauk
þeim þannig að við tókum í okkar umsjá
allt vín, sem reyndar var ekki mikið,
og skyldum við afhenda það aftur þeim
nemendum sem orðnir voru tvítugir,
þegar til höfuðborgarinnar kæmi. Var
jafnframt lögð á það rík áhersla af okkar
kennaranna hálfu, að neysla áfengis
og skólaferðalag færi illa saman og
yrði ekki liðið á ferðalaginu, hvorki
Óskar Agústsson, 1947.
í rútunni eða þeim húsakynnum sem
við höfðum fengið leyfi til að gista í á
leiðinn. Varð þetta að samkomulagi og
stóðst hundrað prósent það sem eftir var
ferðarinnar. Sýndu nemendur þannig
góðan félagsþroska og tillitssemi upp
frá því.
Þegar kennslu lauk að vori hófst
prófatíminn. Fengu nemendur nokkra
daga til upplestrar fyrir hvert próf og var
sá tími vel nýttur. Á milli próftama, að
hverju prófí loknu og á kvöldin, gerðu
nemendur sér ýmislegt til afþreyingar.
Þeir stunduðu íþróttir, úti og inni eftir
þörfum. Fóru í gönguferðir og nutu
góða veðursins þegar svo bar undir.
Leikfímiprófíð krafðist undirbúnings.
Nemendur voru látnir æfa tilteknar
æfingar sem fengnar vom frá
menntamálaráðuneytinu og embætti
íþróttafulltrúa ríkisins. Var nemendum
ætlaður ákveðinn stundafjöldi til æfinga
fyrir prófið. Stuttu fyrir prófdag barst
svo innsiglað bréf með prófæfmgunum.
Vilhjálmur Pálsson íþróttakennari
við Gagnfræðaskólann á Húsavík
hafði verið skipaður prófdómari af
menntamálaráðuneytinu. Kom hann
í Lauga á prófdag og dæmdi ásamt
mér um árangur nemenda. Gaf hann
nemendum mínum góða og sanngjama
einkunn og lofaði frumraun mína sem
kennara. Lét hann góð orð falla í minn
garð um kennslu mína. Var ekki laust við
að ég væri talsvert stoltur yfir nemendum
mínum, sem stóðu sig yfirleitt vel,
enda áhuga- og samviskusamir upp
til hópa.
Eftir síðasta próf vorsins man ég að
það var sérlega gott veður, töluvert hlýtt
og sólskin. Nemendur flykktust út úr
prófstofunum og stóðu í smáhópum
fyrir sunnan skólahúsið á bakkanum
ofan við tjömina. Það var gleði og
galsi í augum margra og eftirvænting
vegna próflokanna. Gekk ég sunnan
við skólann og hugðist kasta kveðju á
nokkra nemendur sem þar stóðu. Allt
í einu heyrðist kallað „hendum honum
í tjömina“. Sá ég að hópur nemenda
stormaði að mér og hugðist greinilega
láta stjómast af þessu upphrópi. Leist
mér ekki á blikuna og nú var mikilvægt
að vera fljótur að hugsa. Ákvað ég að
reyna að semja við nemendur. I sjálfú
sér hafði ég ekkert á móti því að svala
mér í tjöminni, en ég vildi gera það
með einhverjum þeim hætti sem kæmi
mér ekki allt of illa, eins og ef mér
væri bókstaflega kastað í hana. Stakk
ég upp á að nemendur þreyttu kappsund
við mig af steypta tjamarbakkanum og
út í vestari hólma tjamarinnar. Lagði
ég til í snarhasti að tiltekinn nemandi
í hópnum og sem hafði sig talsvert í
frammi, þreytti við mig kappsundið,
vitandi að hann hefði ekki roð við mér.
Eg hafði kennt honum sund um veturinn
og vissi hvers hann var megnugur. Ekki
gat hann með sæmd skorast undan, enda
einn sá kappsamasti um að mér yrði hent
í tjömina. Til að gera keppnina meira
spennandi, kvaðst ég myndi stinga mér
til sunds nokkm á eftir félaga mínum en
vinna hann samt. Var þessi tillaga þegar
samþykkt með húrrahrópum og fóram
við nú niður að tjöm og tókum okkur
stöðu á tjarnarbakkanum. Nemendur
hópuðust að og hvöttu okkur mjög til
keppninnar. Félagi minn stakk sér og
náði að synda eina tíu metra áður en
ég kastaði mér á eftir honum. Hófst nú
314 Heimaerbezt