Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Side 29

Heima er bezt - 01.07.2006, Side 29
Hvaðan ertu? Ég ólst upp í Keflavík, faðir minn Gunnar, var sjómaður en móðir mín, Emelía Ásgeirsdóttir, var heima hjá okkur krökkunum. Ég var elstur og á tvær yngri systur, Karólínu og Ingibjörgu. Móðir mín lést af slysförum þegar ég var innan við tvítugt. Það var óskaplega sárt að missa hana. Ég elska foreldra mína og ber mikla virðingu fyrir þeim. Þau kenndu mér allt. Eftir lát mömmu tók ég að mér heimilið og flutti í húsið með eiginkonu mína og son okkar. Þegar ég var 11 ára byrjaði móðir mín að nota áfengi og að læknisráði tók hún inn valíum. Valíum og áfengi fer ekki vel saman og það upphófst mjög erfíður tími fyrir okkur öll. Ég horfði á hana deyja á nokkrum árum án þess að geta nokkuð gert til þess að bjarga henni. Síðan fór ég sjálfur að nota áfengi þegar ég var 13 ára gamall. Þegar ég neytti áfengis vakti það enga ánægju eða gleði og ég varð bæði þungur og dökkur af áhrifum þessa vímugjafa. I kjölfarið fór ég að finna fyrir mikilli andlegri vanlíðan og var óskaplega stressaður. Átján ára gamall tók ég þá ákvörðun að hætta að drekka. Ég ásetti mér að hafa ekki áfengi um hönd fyrr en ég væri orðinn nógu þroskaður svo að ég gæti unnið úr því. Ég hætti í sjö ár. Þegar móðir mín lést var ég mjög stressaður og hafnaði henni mjög sterkt á þessum tíma. Hún var búin að vinna að dauða sínum með áfengisnotkun og valíum. Ég var þá nýlega búinn að eignast barn sjálfur og í raun og veru leit ég niður á hana fyrir það hvað hún var búin að gera sér og okkur og sínu umhverfi. Þegar ég var 21 árs lá við að ég fengi taugaáfall af stressi. Ég velti því fyrir mér hvað væri í gangi, ég varla svaf á nóttunni og mér leið virkilega illa. Ég fór til læknis sem rannsakaði mig en ekkert líkamlegt fannst. Læknirinn sagði að það gæti verið einhver órói í hjartanu, hann sagði að sig grunaði að ég ætti að leita til sálfræðings eða einhvers sem gæti hjálpað mér með viðtölum að vinna úr orsökum þess sem væri rótin að allri þessari vanlíðan. Það nægði mér og ég fékk staðfestingu á því sem ég vissi og einsetti mér að ná tökum á tilvist minni. í þeirri naflaskoðun komst ég að þeirri niðurstöðu að ég væri hræddastur af öllu við að verða eins og foreldrar mínir. Faðir minn drakk þegar hann kom af sjónum, hann drekkur ekki í dag. Hann er einn af mínum meisturum, sem kenndi mér mikið af málsháttum og stráði á mig gullkornum, sem hafa kennt mér margt og vísað mér veginn. Faðir minn, Gunnar Guðnason, er mjög mætur maður í sínu samfélagi, hann er t.d. framarlega í AA samtökunum. Ég virði föður minn mjög mikils. Foreldrar mínir eru yndislegar manneskjur en framkoma þeirra og hegðun var tvístruð og þau voru á sama flótta eins og svo margir aðrir. Á þessum tíma höfðu þau enga hugmynd um hver þau voru, eða hvert ferðalag þeirra stefndi, eða hvað þau voru að flýja. Ingibjörg Gunnarsdóttir systir Guðna. Foreldrar Guðna, Gunnar og Emelía ásamt tveimur börnum sínum, Guðna og Karólínu. Ég virði foreldra mína og elska þau og þegar ég er spurður að því hver sé minn meistari, segi ég alltaf að það sé móðir mín, en faðir minn er það vissulega líka. Móðir min fórnaði svo miklu til að ég gæti sjálfur sýnt fordæmi og hvatt aðra. Hún var mjög trúuð kona. Þegar ég spyr Guðna að því af hverju hann tali um móður sína eins og hún sé ekki látin, segir hann að orka hennar og vitund sé hjá sér. Hann er í sterkum tengslum við móður sína þótt hann sjái hana ekki eins og þeir sem eru skyggnir. Guðni hefur innsýnisnæmi og sér hvemig fólki líður í kringum hann. Það vefst oft fyrir fólki hvað skyggni er. Þeir sem eru taldir vera skyggnir, sjá það sem aðrir sjá ekki. Þegar maður er fullkomlega til staðar, sér maður og heyrir allt annað en aðrir. Er í raun og veru í öðmm tengslum við umhverfið og þar af leiðandi margfalt næmari. Guðni kemst í tengsl við tré og blóm, ekki hvað þau segja heldur upplifir hann orkuna. Hann segir að náttúran í kringum okkur sindri. Þegar hann er að aka á milli staða í Bandaríkjunum, þar sem hann vinnur, t.d. Beverly Hills og Hollywood, en þar er afskaplega mikil náttúrufegurð, þá leyfír hann sér að hugsa ekki um hið daglega amstur og er þá næmari á fegurðina og orkuna. Maður upplifir líka harðneskjuna og ofsann í þessu umhverfi eins og hér heima. Það er spumingin hvernig maður upplifír það, hvort upplifunin er mikið afl, eða hvort maður er illa á sig kominn og tekur það inn á sig og fer að vorkenna sér. Ef það er erfitt að vinna úr orkunni vekur það vanlíðan. Ef maður dæmir fólk er erfiðara að vinna úr orkunni, ef maður getur verið í orkunni án dóms eða höfnunar þá er hægt að lifa í henni um tíma. Það er ekki hægt að taka frá manni orku og það er ekki hægt að gefa orku. Maður getur orðið fyrir áhrifum ef maður er þiggjandi. Það er hægt að loka sér, Heima er bezt 317

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.