Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Page 30

Heima er bezt - 01.07.2006, Page 30
setja tilfmningalegar hömlur til þess að verja sig með því að bæla tilfínningamar, hægja á andardrætti og fjarlægjast upplifunina. En maður kemst ekki undan áhrifunum og það er miklu betra aó upplifa áhrifin og vinna úr þeim heldur en að bæla þau. Fyrr eða síðar lendir maður í því að verða fyrir einhverju skakkafalli og þarf að vinna úr því. Það er ekki hægt að komast undan lífinu. Ég fór ungur að vinna og sé ekki eftir því. Þegar móðir mín lést flutti ég, eins og áður segir, heim með þáverandi konu mína, Katrínu Hafsteinsdóttur, og son okkar Þór Guðnason. Á þeim tíma var ég að byggja tveggja hæða hús. Ég var að vinna hjá Flugleiðum og byggði húsið í frístundum og svo var ég að smygla en það var bæjaríþrótt í Keflavík. Smyglið var í litlu magni, nokkrar sígarettulengjur og bjór. Smyglið fór ekki vel í mig því að ég fékk svo mikið samviskubit á eftir og hætti þessu fljótlega. Ég hef verið tekinn fastur fyrir smygl. En ég hef aldrei lent í neinu um ævina sem ég hef ekki átt skilið. Upphafið að ástundun jóga Ég fór að stunda líkamsrækt þegar ég var 15 ára, keypti mér líkamsræktaráhöld og þá eingöngu með það fyrir augum að stæla líkamann og verða sterkari. En ég komst fljótlega að því að ég hafði meiri áhuga á öndunaræfingum en æfmgum í tækjum. Þetta em mín fyrstu kynni af jóga því að jóga þýðir eining, átak, athygli og öndun. Það að maður býr til einingu upplifunar, að vera í einingu, þýðir það að vera í vakandi vitund. Jóga er ekki háð neinu, það getur farið fram á mörgum sviðum, þú getur farið í hugleiðslu víðar en í fimleikasal. Jóga gengur út á það að vera fúllkomlega til staðar í öllu sem maður er að gera. Hatha-jóga er það sem flestir þekkja og gengur út á líkamsstellingar. Kripalu-jóga er afsprengi af því. Allt jóga og öll ástundun er góð. En ástundun einingar gengur út á það að vera með tæra vitund og hafa hreinan ásetning. Það er að nærast á kærleiksríkan máta. Að stunda fjarveru eða sundrung, þ.e. lesa eða hugsa um annað en það sem þú ert að gera, skemmir fyrir. Neikvceðni verður til ef við upplifum höfnun, tökum dóm annarra inn á okkur. Reipisjóga hjálpar okkur að ráða við það og vinna gegn neikvæðri afstöðu í lífinu Guðni fann upp Reipisjóga fyrir 20 áram, og hefur þróað þetta æfingakerfi eftir eigin reynslu. Hann varð fljótlega viss um að hann hefði uppgötvað eitthvað merkilegt, sem ætti eftir að breyta lífi hans og margra annarra. Það kom lika á daginn, því núna er Guðni þekktur víða urn heim og Reipisjógað hefur hjálpað ótal mörgum. Hann notar það sem sjálfstjáningu. 1 fyrstu grunaði hann ekki hvað það átti eftir að hafa mikil og góð áhrif á þá sem hann meðhöndlar. Fljótlega áttaði Guðni sig á því að hann hafði hannað mjög fullkomið æfingakerfí sem hjálpaði fólki að losna við streitu og stoðvegavandamál. Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þjálfari. Þeir sem þjást af bakverkjum hafa náð miklum árangri með Reipisjóga. Um leið og kviðvöðvar styrkjast, minkar álagið á hryggvöðvana. Guðni segir að líkamlegur árangur í Reipisjóga sé upphafið að miklu dýpri vinnu. Það er mjög öflugt kerfi til að styrkja sál og líkama á fljótan og árangursríkan hátt. Það er samræmi ólíkra þátta til að skapa eina sterka heild í lífi þeirra sem stunda það. Hvað eru jógafrœðin gömul? Jógafræðin era sex þúsund ára gömul. Jóga sem slíkt, er ekki háð neinu, eins og fyrr segir, og það getur farið fram á mörgum sviðum. Hugleiðsla og Karma jóga sem við köllum, fer þannig fram að við eram að fylgjast með umhverfí okkar og hvernig við þjónum því. I raun og vera gengur jóga út á vakandi athygli. Vera meðvitaður um öndun sína og hreyfingu og á upplifun sem því fylgir. Það þarf að vera fúllkomlega til staðar í öllu sem maður gerir. Það er það sem jóga gengur út á. Hatha-jóga gengur út á líkamsstellingar og er það sem flestir þekkja og jógastöðvarnar hér hafa kennt. Kripalu-jóga er það sem ég lærði fyrst í þessum fræðum. Að hafa hreinan ásetning er mjög nauðsynlegt til þess að ná árangri og á það bæði við um iðkum jóga og annað sem maður tekur sér fyrir hendur. Getur fólk bœtt andlega líðan sína með því að stunda Reipisjóga? Já, það fer ekki á milli mála. Neikvæðni verður til ef við 318 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.