Heima er bezt - 01.07.2006, Page 32
Kviðlingar
kvæðamál
Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson
Vísnaþáttur
Góðir vísnaunnendur, nær og í]ær. Eg fæ við og við skeyti frá
ykkur, sem mér þykir vænt um. I þessum þætti er aðalefniviður
hagyrðingur mánaðarins, sem ég nefni svo. Vona ég, að
þessi kynning á nýtum hagyrðingi eða skáldi, hvort sem
menn vilja kalla þá, viðhaldi hinni þjóðlegu iðju, að setja
saman stuðlað mál og háttbundið. Annars er ljóðið í þessu
formi, skilst mér, á undanhaldi, samanber erindið, sem ég
setti saman:
Eru þau á einu máli:
allt má kalla Ijóð,
þó hvorki örli á stuðlastáli
né stejja-dýrri-glóð.
Nú kynni ég hagyrðing af Austurlandi, eins og ég hef raunar
gert áður í nokkur skipti. Eftir að ég hafði sent frá mér fyrsta
bindi að vísna- og Ijóðasafninu „í fjórum línum“, 1980, sendi
Elelga Björg Jónsdóttir frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal, mér
vísu, sem var nokkur gagnrýni á vísnaval mitt. Henni fannst
gengið fram hjá Austfírðingum, og orti:
manna þar. Gísli kom þessu fyrir í lipurri stöku:
Símann gamla set í naust,
seinna fæ ég annan.
Get þá tæpitungulaust
tjáð minn hug um grannann.
Varla getur betri sjálfslýsingu en þessa, sem Gísli lætur
frá sér fara:
Ei mér vekur öfund, þó
öðrum vegni betur.
Hafi ég i nefið nóg,
neitt mig angrað getur.
Un Egil Jónasson, þann kunna hagyrðing og skáld, orti
Gísli í Þrastahlíð:
Agli ég athygli veiti;
með angri ég til þess finn,
að sá er að sínu leyti
síðasti geirfuglinn.
Ferhendurnar, flestar slyngar,
frægur saman tók.
En allt of fáir Austfirðingar
eru í þeirri bók.
Gísli hét maður Björgvinsson, fæddur 24. mars 1909 að
Hlíðarenda í Breiðdal, dáinn fyrir allmörgum árum. Hann
byggði nýbýlið Þrastahlíð úr landi Hlíðarenda 1940 í Breiðdal,
og bjó þar síðan með konu og fjórum bömum Hann orti vísur,
þegar tilefni gáfust, og vænti sér hvorki frægðar né frama
fyrir ljóðagerð sína. Slíkur hefur verið háttur hagyrðinga og
vísnavina um alla tíð. Gísli segir þetta um vísnagerð sína:
Stundum hef ég stöku gert,
stuðlum raðað saman.
Allt er þetta einskis vert,
aðeins stundargaman.
Þegar síminn varð sjálfvirkur í Breiðdal, var ekki lengur
hægt að liggja á línunni, eins og sagt var, og hlýða á mál
Þess skal getið hér, að Egill var sá fyrsti, sem ég nefndi
hagyrðing mánaðarins á síðum þessa rits.
Víða í sveitum landsins fækkar konum mjög, og búa
bændur þar víða einir. Ur þessu virðist þörf að bæta, að
dómi Gísla:
Enn má finna ágœt kot
aðeins byggð af sonum.
Okkur vantar eins og skot
eina tylft af konum.
Elís Pétur Sigurðsson bjó lengi á Breiðdalsvík, og átti og rak
vinnuvélar. Hafði á hendi snjóraðning á vetram af götum
og vegum. Var misjafnlega mikið að gera í þessu, og fór
eftir veðurfari. Þetta varð Elís Pétri að yrkisefni:
Elís, hann á afbragðs tönn,
arð þó lítinn hafi borið.
Nýrri bæn um byl og fönn
bætir hann nú við faðir-vorið.
320 Heima er bezt