Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.07.2006, Qupperneq 39
ón R. Ijálmarsson: SPAMAÐUR LJÓSSINS r veraldarsögunni segir gjarna frá miklum hugsuðum og spámönnum sem öðru hverju koma fram og valda straumhvörfum með kenningum sínum og boðskap. Einn slíkur boðberi var Zaraþústra, persneskur maður sem heima átti í ijalllendinu austur af Mesópotamíu, þar sem nú er ríkið Iran, og uppi var á árunum 628 til 551 fyrir Krist. Fátt er nú kunnugt um æsku hans og uppvöxt, en sem fulltíða maður hvarf hann að heiman og dvaldist einn um árabil í óbyggðum og eyðimörkum, þar sem hann hugleiddi vandamál mannlegs lífs og samfélags og hvað helst mætti verða því til bjargar. I þessari löngu einsemd fékk hann loks opinberun, því að hinn góði guð Ahúra Mazta birtist honum og leiddi hann í allan sannleika. Að síðustu fól svo þessi guðdómur honum að kynna boðskap sinn og útbreiða hina réttu trú meðal mannanna. Upp úr þessari vitrun sneri Zaraþústra til byggða og gerðist siðbótarmaður og öflugur trúarbragðahöfundur. Boðskapur hans var þrunginn tvíhyggju og snerist um gott og illt og eilífa baráttu þessara afla. Fulltrúi hins góða var Ahúra Mazta, guð ljóssins, lífsins og sannleikans, en fulltrúi hins illa var Ahríman, guð dauðans, myrkursins og lyginnar. Hvar sem hinn góði guð leggur leið sína, læðist hinn vondi á hæla honum og lcitast sífellt við að skemma og eyðileggja verk hans. Þegar Ahúra Mazta í öndverðu skapaði líftð, kom sá vondi óðar með dauðann og annað var eftir því. Sá vondi stofnar til skclfilegra flóða og kveljandi þurrka til að þjaka mannfólkið og sendir inn í heiminn herskara af sjúkdómum og plágum í sama tilgangi. Hann á það jafnvel til að skjóta vígahnöttum út í geiminn til að raska gangi himintungla og trufla með því náttúruna og allt eðlilegt líf á jörðinni. I hinni þrotlausu baráttu sinni fá þeir Ahúra Mazta og Ahríman liðsauka frá góðunt og illum öflum í tilverunni og þá ekki síst frá mönnunum. Ef mennirnir vilja leggja hinum góða guði lið, verða þeir að lifa fögru og grandvöru lífi, Heimaerbezt 327

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.