Heima er bezt - 01.07.2006, Page 44
„Ég ætla að skreppa niður í bæ, mamma“.
Hann stígur upp í bifreið sína og ekur af stað, en hvert
er ferðinni heitið? Hann veit það naumast sjálfur. Ari ekur
framhjá hverjum samkomu- og skemmtistaðnum af öðrum,
og allir eru þeir uppljómaðir. Þar situr gleðin að völdum.
Hann lítur á úrið sitt. Senn fara dansleikir að hætta, og í kvöld
ætlar hann að fylgjast með straumnum. Hann stöðvar biffeið
sína skammt ffá einu samkomuhúsinu og horflr þangað heim.
Fyrst ætlar hann að sjá, hvetjir koma héðan út.
Samkomuhúsið opnast brátt og hópur af glaðvæm æskufólki
streymir út um dyr þess. Ari beinir athygli sinni að hverju
andliti, sem kemur í augsýn, en þekkir ekkert þeirra í fyrstu.
Þó situr hann kyrr. En skyndilega birtist honum andlit, sem
hann þekkir: Aslaug frá Hvarnmi kemur út úr dyrunum, og
í fylgd með henni er ungur maður, sem Ari kannast ekkert
við. Þau ganga af stað frá samkomuhúsinu og leiðast, en Ara
er það ljóst, að þau em bæði mikið ölvuð. Rétt á effir þeim
kemur svo annað par, sem svipað er ástatt með, og þau fjögur
reika að bifreið, sem stendur þar rétt hjá. Ari situr um stund
sem lamaður í biffeið sinni, og felur andlitið í höndum sér.
Svona er þá komið fyrir Aslaugu frá Hvammi, laglegu og
kátu sveitastúlkunni, sem hugur hans hefir svo oft dvalizt
hjá. Hún er orðin herfang áfengisins. Hann hryllir við þeim
örlögum, og hugur hans flýgur heim að Hvammi til foreldra
hennar. Hann þráir það heitast af öllu á þessari stundu, að
mega hjálpa Laugu út úr ógöngunum og vemda hana gegn
hinni hræðilegu spillingu áfengisins. En hann efast um að
hún vilji í nokkm þiggja hjálp hans.
Ari rís upp í sæti sínu og lítur út. Bifreiðin með Laugu og
félaga hennar rennur af stað frá samkomu-húsinu, og hann
ekur á eftir henni. Við húsið, þar sem Lauga á heima, nemur
bifreiðin staðar. Þau fjögur slaga heim að kjallaradymnum
og hverfa þar inn. Ari hefur séð nóg í kvöld, hann ekur hratt
heim.
Svanhvít Amadóttir frá Fjalli klæðist hjúkrunarbúningi sínum
og gengur inn í eina lækningastofuna i hinu stóra sjúkrahúsi,
þar sem hún stundar hjúkmnamám sitt. Læknirinn hefír sagt
henni að mæta þar til þess að veita sér aðstoð við að búa um
fótbrot á ungum manni, sem fýrir stundu síðan varð fyrir því
slysi að detta við vinnu sína og fótbrotna. Svanhvít kemur inn
á lækningastofuna og nemur þar staðar. Hinn slasaði maður
liggur þar á legubekk, og læknirinn undirbýr starf sitt og
hjúkranarkonunnar. Svanhvít lítur á sjúklinginn um leið og
hún kemur inn í stofúna, og hún þekkir hann strax. Þetta er
hann Ari, félagi hans... Blóðið þýtur ósjálfrátt fram í kinnar
hennar. Hún brosir hlýju, samúðarfullu brosi til hins slasaða
manns og hefur þegar starf sitt að fýrirsögn læknisins.
Ari horfír á hina ungu hjúkmnarkonu um stund og þekkir
hana brátt. Hann sá þessa stúlku á héraðssamkomunni að
Hofsvöllum síðastliðið sumar, og hún er dóttir séra Ama
á Fjalli. Nú er hún komin hingað til bæjarins og byrjuð að
stunda hjúkmnarstörf. Einkennilegt atvik. Ari gleymir að
mestu um stund þrautunum í fætinum og hugur hans flýgur
norður í sveitina, þar sem hann dvaldi með bezta vini sínum
við laxveiðamar. Mynd Aslaugar í Hvammi er skýrust af öllu
í spegli þeirra minninga. Ari andvarpar, nú er hann orðinn
sjúklingur um tíma og getur ekki náð fundi hennar eða rétt
henni hjálparhönd. En, honum er litið á Svanhvíti, þær hljóta
að þekkjast vel, Lauga og prestsdóttirin. Báðar úr sömu sveit
og örskammt á milli heimila þeirra. Hann er þess fullviss, að
Svanhvít er góð og heiðarleg stúlka, og ef til vill gæti hún
hjálpað Laugu á einhvem hátt. Hann ásetur sér að minnast á
Laugu við prestsdótturina strax og hann fær tækifæri til þess,
og heyra hvemig orð hennar falla um Laugu.
Hinn brotni fótur er kominn í traustar gipsumbúðir og
Ari er fluttur á vistlega sjúkrastofu. Svanhvít gengur um
stofur sjúkrahússins og líknar hinum þjáðu. Henni sækist
hjúkranamámið mjög vel. Svanhvít gengur að sjúkrabeði
Ara. „Góðan daginn“, segir hún glaðlega. „Hvemig líður
þér í fætinum?“
„Ég þakka þér fyrir, vel eftir atvikum“.
Hún hagræðir því sem með þarf kringum Ara og ætlar svo
að ganga á burt. En hann segir:
„Við höfum sézt áður. Ert þú ekki dóttir hans séra Ama
á Fjalli?"
„Jú, ég er dóttir hans. Ég man vel eftir þér á héraðssamkomunni
að Hofsvöllum síðastliðið sumar“.
„Já, við sáumst þar. Einu sinni komum við félagamir að
Fjalli í boði foður þíns og það var reglulega skemmtilegt
ferðalag“.
Svanhvít svarar engu, en Ari heldur áfram:
„Er ekki allt gott að frétta af foreldrum þínum?“
„Jú, þakka þér fyrir“.
„Og eins frá Hvammi, ég kynntist þar mest, ég var að heita
mátti daglegur gestur þar“.
„Ég hefí lítið frétt frá Hvammi, nema þau em þar tvö ein
í vetur, hjónin“.
„Jæja, svo þar er fámennt og góðmennt. Aslaug vinnur hér
í bænum, ég hitti hana af tilviljun í haust“.
„Veiztu hvar hún á heima?“
„Já, ég veit það, þið eruð auðvitað nákunnugar, báðar úr
sömu sveit, og örskammt á milli heimila ykkar“.
„Já, ég þekki Aslaugu vel, pabbi skrifaði mér, að hún hefði
farið hingað til Reykjavíkur í haust. En ég hefí ekki vitað hvar
hún var niðúr komin og þar af leiðandi ekki getað heimsótt
hana. Hún hefír heldur aldrei komið til mín, en þó hlýtur hún
að vita hvar ég er“.
„Ég skal segja þér hvar Lauga á heima, og meira að segja
gefa þér heimilisfang hennar skrifað á miða, svo að þú getir
heimsótt hana sem fyrst“.
„Ég þakka þér fyrir, ég hefði gaman af því að hitta Áslaugu,
við erum gamlar leiksystur og mér er vel við hana“.
Ari nær í vasabók og penna, sem liggur á borðinu við rúmið
hans, og skrifar heimilisfang Áslaugar á miða. Svo réttir hann
Svanhvíti miðann og segir með dapurlegu brosi: „Ég bið þig
að færa Laugu kveðju frá mér, þegar þú heimsækir hana“.
„Það skal ég gera, en get ég ekkert nreira fyrir þig gert að
þessu sinni?“
„Nei, þakka þér fýrir“.
„Líði þér vel“, segir hún og gengur út úr sjúkrastofunni.
Kyrrt, skuggaþrungið síðvetrarkvöld hjúpar bæ og byggð.
332 Heimaerbezt