Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Side 45

Heima er bezt - 01.07.2006, Side 45
Svanhvít frá Fjalli gengur niður í bæ. Ferð hennar er heitið í heimsókn til Aslaugar frá Hvammi. Svanhvít er ókunnug í Reykjavík, þó hún hafi nú dvalið þar næstum því vetrarlangt. Hún hefír sjaldan farið frá sjúkrahúsinu síðan hún kom þangað, og fáum kynnzt utan þess. Hún kemst þó á rétta götu og gengur að húsinu, þar sem Aslaug á heima. Svanhvít veit að Lauga býr í kjallara hússins, og drepur þar á dyr. Hurðin opnast brátt og Lauga stendur í dyrunum. Hún lítur í fáti á gestinn og hopar aftur á bak, en Svanhvít segir alúðlega: „Sæl og blessuð, Aslaug mín“. „Nei, Svanhvít! Komdu sæl“. Lauga hefír náð fullu jafnvægi og tekur á móti hlýjum kossi Svanhvítar, eins og á meðan þær dvöldu heima í sveitinni. „Gjörðu svo vel og komdu inn, Svanhvít“. „Ég þakka þér fyrir“. Svanhvít fylgist með Laugu inn í lítið herbergi. Lauga býður henni sæti og Svanhvít sezt á stól við borðið. Lauga þrífur vindlingapakka, sem liggur á borðinu og ætlar að fá sér að reykja meðan hún ræðir við gestinn, en pakkinn er tómur og Lauga fleygir honum frá sér aftur. „Ég bið þig að afsaka, Svanhvít, ég verð að hlaupa út og kaupa mér vindlinga, þú bíður á meðan, ég skal verða fljót“. „Já, ég bíð, hafðu bara þína hentisemi“. Lauga klæðir sig í kápu og hleypur út. Svanhvít situr nú ein og virðir fyrir sér vistarvem vinstúlku sinnar. Henni kemur hún heldur ömurlega fyrir sjónir, þar er allt í hinni mestu vanhirðu, föt Áslaugar liggja hér og þar, auðsjáanlega óhrein, margir öskubakkar standa á borðinu, fullir af hálfreyktum vindlingum og ösku, og á hinum fáu húsmunum, sem í herberginu standa, er þykkt lag af ryki. Svanhvít hristir höfuðið dapurlega. Þetta er ólíkt hreinlega heimilinu í Hvammi. En svo er henni litið undir borðið, og þar er hálf fullt af tómum flöskum undan gosdrykkjum. En hvað er þetta! Flaska undan áfengi. Að vísu er hún alveg tóm, en hví er hún hér inni? Varla er Áslaug að safna tómum flöskum sér til þarfa. Svanhvíti er orðið svo undarlega órótt, og henni finnst þetta litla, óvistlega herbergi hljóti að búa yfír einhverju hræðilegu leyndarmáli. En hún hefír ekki tóm til þess að hugleiða það frekar að sinni, því Áslaug er komin aftur og kastar vindlingapakka á borðið. „Jæja, Svanhvít, hvað er í fréttum?" segir Lauga um leið og hún sezt og kveikir sér í vindlingi. „Það er allt gott að frétta hjá mér“. „Fyrirgefðu, má ég ekki bjóða þér að reykja,“ segir Lauga og réttir vindlingapakkann til Svanhvítar. „Nei, þakka þér fyrir“. „Ekki enn búin að læra það í höfuðborginni?“ Lauga glottir kæruleysislega. „Nei, og læri það vonandi aldrei. En hvemig hefir þú það, Áslaug mín?“ „Ég hef það stórfínt, vinn á veitingahúsi og leigi mér þetta herbergi. Þú fýrirgefur, það er allt í drasli hjá mér, ég vinn á daginn og svo er manni boðið út á hverju kvöldi, og þá er lítill tími til að hreinsa í kringum sig“. „Já, það er nú trúlegt“. „Þú ert farin að læra hjúkrun. Fellur þér það ekki vel?“ „Jú, það starf fellur mér vel“. „Þú ferð líklega ekki oft út að skemmta þér?“ „Nei, ég fínn fullkomna gleði í starfí mínu“. „Þú ert nú líka alltaf svo stillt og siðprúð, Svanhvít mín“, segir Lauga og brosir í kaldri glettni, en Svanhvít lætur sem hún sjái það ekki og segir jafn alúðleg og áður: „Við skulum nú alveg sleppa því, en hefír þú nokkuð frétt að heiman nýlega?“ „Nei, ekkert um lengri tíma. Mamma á hjá mér tvö bréf, en ég hefí engan tíma til að sitja við skriftir. Hefír þú frétt nokkuð merkilegt þama norðan úr sveitinni?“ „Ekki nema að öllum líður vel, ég er nýbúin að fá bréf frá pabba“. „Það er ágætt, en hvað segir þú, er ekki voða erfítt að vinna á þessu sjúkrahúsi?" „Nei, síður en svo. En vel á minnst, ég er með kveðju til þín frá einum sjúklingi mínum“. „Nú, og hvað heitir hann?“ „Ari Viðar. Hann bað mig að bera þér kveðju sína“. „Er hann nú kominn á sjúkrahús. Hvað er að honum?“ „Hann varð fyrir því slysi að detta við vinnu sína og fótbrotna“. „Strákgreyið. Svo hann býður mér þá hvorki heim til sín eða í leikhúsið á næstunni“. „Ekki alveg á næstunni, en fótbrotið grær fljótt og hann fer bráðum heim af sjúkrahúsinu“. „Jæja, en sannast að segja hélt ég að hann væri móðgaður við mig. Hann bauð mér út héma einu sinni í vetur, en ég hafnaði hans góða boði og síðan hefir hann ekki látið sjá sig“. „Hann er áreiðanlega ekki móðgaður við þig, Áslaug. Þetta er mjög geðugur piltur“. „Ertu kannske orðin hrifín af honum, Svanhvít?“ Lauga hlær glettnislega. Að vissu leyti, en ekki á þann hátt sem ég geri ráð fyrir að þú meinir“. „Jæja, hann er víst ágætur strákur, greyið, ég bið að heilsa honum“, segir Lauga kæruleysislega og rís á fætur. „Hvað má ég annars bjóða þér, Svanhvít?“ „Þakka þér fyrir, ég þarf einskis með“. Lauga krýpur niður og lítur undir borðið. „Æ, þær em þá allar tómar. Það var smá „partí“ héma hjá mér í gærkvöldi, og við höfum lokið öllum gosdrykkjunum. Ég hleyp út og kaupi eitthvað handa okkur að drekka“. „Nei, góða Áslaug mín, ekki handa mér, ég ætla að ræða við þig smá stund enn og svo fer ég aftur“. En samræðum þeirra tveggja er lokið að þessu sinni. Dyrabjöllunni er hringt í ákafa, og Lauga þýtur til dyra. Svanhvít heyrir háværar raddir fyrir utan, og svo kemur Lauga aftur inn í herbergið ásamt tveimur ungum mönnum og einni stúlku. „Þetta er vinstúlka mín að heiman“, segir Áslaug og lítur til Svanhvítar. Gestimir bjóða Svanhvíti gott kvöld og taka sér sæti. Svo snýr annar pilturinn sér að Laugu og segir: „Hvað er þetta, þú ert ekkert farin að laga þig til, og bíllinn bíður úti eftir okkur“. „Það er nægur tími ennþá“. „Já, en ég þarf að bregða mér niður í bæ og ná mér í flösku“. Heimaerbezt 333

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.