Heima er bezt - 01.07.2006, Page 46
Lauga lítur alvarlega á piltinn og gefur honum bendingu um
að segja ekki meira. Hann þagnar, en glottir kæruleysislega
og lítur á Svanhvíti.
Lauga býður gestum sínum að reykja, og kveikir sér í vindlingi
þeim til samlætis. En Svanhvít hefír séð og heyrt nóg, hún
horfir nokkur andartök á þetta æskufólk og virðir það fyrir
sér, allt er það ungt og glæsilegt, en hversu heilbrigður er
félagsskapur þess? Helzt hefði hún kosið að hrífa Áslaugu á
brott frá þeim, en til þess hefur hún heldur lítið vald.
Svanhvít rís snöggt á fætur og segir:
„Ég hefí verið að teíja þig, Áslaug. Fyrirgefðu“.
„Nei, það er allt í lagi. Ætlar þú ekki að sitja lengur?“
„Ekki núna, en ég kem kannske seinna. Ég hefði gaman
af að þú heimsæktir mig, Áslaug“.
„Ég þakka þér fyrir, ég geri það þegar ég hefi tíma til
þess“.
Svanhvít kveður Laugu með hlýjum kossi, býður gestum
hennar góða nótt og hraðar sér út.
Á strætum borgarinnar er venju fremur fámennt. Svanhvít
gengur hægt upp strætið heim til sjúkrahússins. Heimsókn
hennar til Áslaugar var henni til lítillar gleði. Aumingja Áslaug!
Hvað hefir komið fyrir hana? Hún virðist að vísu vera vel
ánægð með lífið. En hvemig lífi lifir hún? Tóma áfengisflaskan
undir borðinu og orð unga piltsins í kvöld vekja sáran gmn
og þungar áhyggjur í huga prestsdótturinnar. Hjarta hennar
brennur af þrá eftir því að mega rétta Áslaugu systur- og
vinarhönd, en hvaða leið ætti hún að velja, til þess að Áslaug
misskilji hana ekki? Hún efast um að sú leið sé auðfundin,
eins og sakir standa. Svanhvít ákveðiir að heimsækja Áslaugu
bráðlega aftur og sjá þá hvemig högum hennar verður háttað,
þó hún ef til vill geti ekkert fyrir hana gert.
Á morgun ætlar hún að skila kveðju Áslaugar til Ara
Viðar.
Björt, ylrík morgunsól sendir geisla sína inn um hvem glugga
hins stóra sjúkrahúss, og sjúkir jafnt sem hinir starfandi, njóta
yls hennar og birtu. Svanhvít gengur um stofur sjúkrahússins og
ætlar að koma við hjá Ara Viðari. Hún á við hann einkaerindi.
Svanhvít nemur staðar við rúm Ara og býður honum glaðlega
góðan dag. Svo lagfærir hún það sem með þarf kringum hann,
en segir því næst:
„Áslaug ffá Hvammi bað mig að bera þér kveðju sína“.
„Ég þakka þér fyrir. Þú hefir þá farið í heimsókn til
hennar“.
„Já, í gærkvöldi“.
„Söng ekki allt gott í Laugu?“
„Jú, hún lét vel yfir líðan sinni“.
Ari horfir á Svanhvíti, döpmm en einlægum augum. „Það
er gott. Hún hefír víst nóg að starfa“.
„Já, það er víst“.
„Sagði hún nokkrar fréttir að heiman, frá Hvammi?“
„Nei, hún hefir víst ekki fengið bréf nýlega frá foreldmrn
sínum“.
„Ekki það. Kannske hefir hún sjálf lítinn tíma til
bréfaskrifta“.
Svanhvít andvarpar þunglega. Skyldi Ara gmna eitthvað?
„Vom nokkrir gestir hjá Laugu?“ Ari hefir borið ffam
spumingu sína áður en hann veit af.
„Ekki þegar ég kom til hennar, en rétt áður en ég fór komu
þrír gestir“.
„Og með þeim hefir hún ætlað út, var ekki svo?“
Svanhvít hikar við að svara, því líklega veit Ari nokkuð
náið um hagi Áslaugar. Hún lítur á Ara og mætir augum hans,
djúpum og einlægum, og það er eins og þau lesi í huga hvors
annars. Aumingja Áslaug!
Svanhvít rýfur þögnina að lokum og segir:
„Áslaug er ung og hefir gaman af að skemmta sér. Vonandi
á hún góða félaga“.
Ari hristir höfuðið. „Hún hefír ekkert ráðgert að koma
hingað í heimsókn til þín?“
„Ekki beint, en ég bað hana að heimsækja mig, og hún
lofaði að gera það, þegar hún hefði tíma til þess“.
“En hvenær verður það?“
„Ég veit ekki, en ég ætla mér að heimsækja hana bráðum
aftur, þó að hún komi ekki til mín“.
„Gerðu það, Svanhvít". Rödd Ara er þrungin heitri bæn.
Þau skilja hvort annað. En samtali þeirra er lokið að þessu
sinni, og Svanhvít gengur út úr sjúkrastofunni.
Veturinn er horfinn í hið óendanlega djúp tímans, og vorið
sezt að völdum með sinni fjölþættu dýrð og unaðssemdum.
Ari Viðar er löngu farinn heim af sjúkrahúsinu og að mestu
gróinn sára sinna. Milt vorkvöld ríkir yfir hinni glæstu
höfuðborg. Svanhvít er ein á gangi heim að sjúkrahúsinu.
Hugur hennar er svo dapur, að hún veitir naumast athygli
hinni auðugu dýrð vorsins umhverfis sig. Hún er að koma í
þriðja sinn á skönunum tíma úr árangurslausri heimsókn til
Áslaugar frá Hvammi. Ibúð Áslaugar hefír ávallt verið læst
og enginn svarað Svanhvíti. En að þessu sinni ætlaði hún að
reyna til þrautar að ná fúndi Áslaugar, og fór upp á efri hæð
hússins, til þess að spyrja um hana. Þar hitti hún stúlku að
máli, sem sagði henni að Áslaug leigði enn í kjallaranum, en
hún væri víst sjaldan heima, og stúlkan leit svo einkennilega
á Svanhvíti, en þó var hún vingjamleg. Svanhvít spurði hana
hvort hún vissi hvar Áslaug starfaði, en það vissi stúlkan
ekki. Hún sagði að Áslaug væri fyrir löngu hætt að vinna á
veitingahúsinu, en hvað hún starfaði nú hafði stúlkan enga
hugmynd um. Svanhvít fór því að mestu leyti jafn fáfróð af
fúndi hennar og hún kom.
Líklega gengi henni ekki greiðlega að fmna vinstúlku sína.
Hún ætlar heldur ekki að gera fleiri tilraunir að sinni, en sjá
hvað tíminn leiðir í ljós. Svanhvít er óvenjulega hrygg, og
hraðar sér inn í svefnherbergi sitt. Einveran er rík af friði og
hin hljóða vomótt mildar allt við hið bjarta skaut sitt.
Ari Viðar er einn á ferð í biffeið sinni, og ekur hægt í bæinn.
Hann er að koma ofan úr Mosfellssveit frá því að flytja þangað
kunningja sinn. Hið bjarta vorkvöld færir hinum unga ferðamanni
ffið og unað í sál, og hann nýtur þess í kyrrð einverunnar. Ari
er kominn niður í miðbæ. Á götum höfuðborgarinnar er orðið
fáferðugt, enda mjög áliðið kvölds og búið að loka öllum
skemmtistöðum. Ari veitir því athygli, að húsdyr em opnaðar
334 Heimaerbezt