Brezk-íslenzk viðskipti - 01.05.1947, Blaðsíða 6
BRETLAND OG ÍSLAND, Maí, 1947
OLÍA í ÞJÓNUSTU MANNKYNSINS
betta er vélaöld og vélar þurfa olíu. Framfarir á
sviði brensluolíu og áburðarolíu hafa orðið jafnhliða
framförum í véltækni. Bæði hafa verið bundin
hvortöðru í rás framfaranna og heimurinn hefur
auðgast við það.
Vélar skipana, sem flytja heimsframleiðsluna uro
höfin . . . hreyflar flugvélanna, sem fljúga um
háloftin . . . bifvélarnar og jafnvel sjálfir vegirnir—
allt þetta á tilveru sína og framfarir að einhverju
leyti að þakka olíutækninni.
Hin stórkostlegustu vélaáform verkfræðinganna,
spunavélar sem spinna klæði, stórar stáliðnaðarvélar,
sem móta stálið í járnbrautarteinana, allar þessar
vélar þurfa smurningsolíu til að geta unnið vel. Olían
þjónar mannkyninu, sem lykill til að leysa úr læðing
hin bundnu öfl. ,