Brezk-íslenzk viðskipti - 01.05.1947, Síða 9
BRETLAND OG ÍSLAND, Maí, 1947
ÚTSÝNI
ÝJASTA danslagið sem er leikið á Savoy, May Fair, Berkley og öðrum velþektum
hótelum i London heitir „OPEN THE DOOR RICHARD". Fleet Street hefur breytt
þessum titli í „OPEN THE DOOR HELGI", þ.e.a.s. á herbergi no. 439 á May Fair hótelinu_
Árangurslausar tilraunir blaðafulltrúa frá heimsblöðum eins og t.d. „The Times" (einnig
frá þessu tímariti), að komast ( samband við samninganefnd íslenzku ríkisstjórnarinnar, sem
er í London um þessar mundir, vekur athygli í Fleet Street. Hingaðtil hafa meðlimir slíkra
erlendra sendinefnda sók.t eftir að fá taekifæri til að útskýra erindi sín með blaðaviðtölum í
hinní víðlesnu ,,pressu“ Lundúnaborgar. Um leið flétta þeir inn í viðræðurnar margskonar
upplýsing um land sitt og þjóð. [ flestum tilfellum geta þeir einnig um framlag
ættjarðar sinnar á stríðsárunum, beint eða óbeint. Á þennan hátt skapast almennar
umræður um þjóð þá er nefndarmenn koma frá og jafnframt um erindi þeirra og viðhorf
gagnvart brezkum yfirvöldum og þjóðinni, f heild sinni.
[ einkaviðskiftum og verzlunarmálum er vanalega krafist upplýsinga um hinn aðiljann.
Það er álitið nauðsynlegt að vita nokkur deil á væntanlegum viðskiftavini. Þannig er og
viðhorfið, er um gagnkvæm viðskifti milli þjóð a er að ræða.
En svar íslenzku sendinefndarinnar var stutt og laggott . . . „Ekkert að frétta".
En kvöldblöðin birtu greinar um íslenzka sendinefnd, sem væri komin hingað „til að
kaupa kol“ og almenningur las fregnina við kertaljós og skjálfandi af kulda fyrir framan
kjlnaðann arinn.
Ýmiskonar misskilnings hefur gætt hjer í Bretlandi, um (sland og (slendinga. Almenningur
álítur að [slenzka þjóðin hafi grætt offjár á stríðsárunum, bæði vegna erlenda heraflans á
fslandi og eins háa söluverðsins er fjekst fyrir íslenzkar afurðir hjer.
Kenzlubækur í skólum minnast á (SLAND sem nýlendu Danmerkur, ísbirnir sjáist þar
á götum úti, íbúarnir búi [ snjóhúsum og nærist mestmegnis á því, sem húsbændurnir veiÖ3
í soðið. Margir hafa þær hugmyndir að þjóðinni sje skift í tvo flokka þ.e.a.s.
,,innfædda“ (eskimoar) og „hvíta“.
Er ekki tími til komin að hið unga lýðveldi (SLAND hefji þegar í stað LANDKYNNING
bæði í þessu landi og erlendis. Ekkert tækifæri má vera ónotað til að gefa út réttar
upplýsingar um [SLAND og ISLENDINGA, framlag þjóðarinnar á stríðsárunum, bæði i
manslífum og skipakosti (sem hlutfallslega komst langt upp í töp einstakra hernaðarþjóða),
verklegar framkvæmdir til lands og sjávar, almenna mentum, tryggingar, berklaeftirlit,
íþróttalíf og margt annað, sem [SLAND stendur ekki að baki öðrum þjóðum í.
Við flestar erlendar sendisveitir hjer, starfa auk blaðafúlltrúa, sjerfræðingar í landbúnaðar-
og fiskimálum o.s.frv. er stöðugt hafa gætur á markaðshorfum afurða þjóðar sinnar og
fylgjast jafnframt með því hvað keppinautarnir aðhafast. Auglýsingum, bæklingum og
blaðagreinum um afurðirnar, meðferð þeirra og neyzlu, er drefyt út á öllum aðaltungumálum.
Slfk upplýsingastarfsemi kostar offjár í svipin en borgar sig fljótlega með aukinni sölu
framleiðsluvaranna. Þýðingu auglýsinganna og útbreiðslustarfseminnar ásamt upplýsinga-
leitun um keppinautana, skilur jafnvel smákaupmaðurinn í hliðargötunni, þvf hann þarf
að hugsa um það allt, til að halda Iffinu í sjer og sfnum. Er íslenzkum framleiðendum fyllilega
Ijóst hvernig markaðshorfur á afurðum þeirra eru erlendis, og hvað keppinautar þeirra
aðhafast? Hafa upplýsingarit verið prentuð á erlendum tungumálum er skýra meðferð og
framreiðzlu matvælanna?
Tfmarit þetta, sem er opinbert málgagn brezk-fslenzkra viðskifta, hefur sett sjer það
markmið, að gera sitt til að viðhalda þeim „velvilja“, sem er milli islenzku og brezku
þjóðarinnar, að styðja að aukinni gagnkvæmri viðkynningu á sviði lista, vísinda og verzlunar,
að tala málí ISLANDS í Bretlandi og málf Bretlands á ISLANDI, í dálkum sínum, að aðstoða
íslenzka útflýtjendur með því að Ijá þeim rúm f timaritinu fyrir greinar um afurðasölu og
koma þeim f samband við kaupendur og neytendur og aðra þá er bera framtíð ISLANDS
fyrir brjósti. Einnig að aðstoða brezka framleiðendur og útflytjendur með því að láta þeim
í tjé upplýsingar og þekkingu vora á [SLANDI og [SLENDINGUM.
Vjer álítum því að tímarit með slfku markmiði og sem lesið er af leiðandi mönnum í
báðum þessum löndum og vííar, sje málgagn sem ekki verður gengið framhjá, eins og væri
það aðeins „litilfjörlegt mánaðarrit", „Bretland og ísland" er nú selt á Norðurlöndum,
i Kanada og á meginlandinu. Það er timarit íslenzku og enskumælandi fólks og mun styðja
að auknum skilning og þekking þess hvert á öðru. HJÁLPIÐ OSS AÐ MARKINU.
9