Brezk-íslenzk viðskipti - 01.05.1947, Síða 23

Brezk-íslenzk viðskipti - 01.05.1947, Síða 23
BRETLAND OG ÍSLAND, Maí, 1947 „MONTY“ sjálfur MAÐUR SEM LÉK Á ÞÝZKA NJÓSNARA „Ég var tvífari Montgomerys marskálks“ eftir enskan leikara „ ÆJA, JAMES“, sagði offurstinn í hermálaráðuneytinu, „þér erð leikari og merkilega líkur Montgomery marskálki. Hvernig þætti yður að leika marksálkinn þegar sérstaklega stendur á?“ Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. „Það er rétt að láta yður vita“ hélt hann áfram, „að þetta verður ekki alltaf nein þægileg vinna. Það getur jafnvel verið töluvert hætt- ulegt. Hvað segið þér?“ „Eg skal gera það“ svaraði ég. „Jæja, þá skuluð þér mæta í fyrramálið í hermálaráðuneytinu". Þetta var í stuttu máli samtal mitt við njósnarforingjann, áður en ég tók að mér það hlutverk að vera tvífari Montys. Nú var ekki annað eftir en að hitta marskálkinn sjálfan og æfa sig á að herma eftir honum, og það leið ekki á löngu áður en fundum okkar bar saman. Mér var órótt innarbrjósts, og ég hafði hjartslátt þegar ég barði að dyrum. „Kom inn“ var kallað. Montgomery marskálkur sat í stól og var að lesa. Það var fátt um húsgögn í stofunni, en í einum stól- num sá ég nokkur eintök af tímaritum með litmynd af Montgomery á forsíðu. Hann leit upp og brosti. Mér hvarf allur ótti þegar ég hafði heilsað honum. Við vorum ákáflega svipaðir. Ég sá strax að ég mundi ekki þurfa annað en að breyta yfirskegginu ögn og gera hár mitt örlítið grárra, og þá yrði ég alveg eins. Einasti verulegi munurinn lá í augunum. Hann hefur þau skarpleg- ustu bláu augu sem ég hefi séð. „Hvar eruð þér?“ spurði hann og benti mér að setjast. „í Royal Army Pay Corps, herra marskálkur“. Hann spurði mig hvort það væri satt að ég væri leikari, og ég svaraði því að ég hefði verið leikari næstum alla mína æfi. „Það hlýtur að vera leiðinlegt að leika sama hlutverkið kvöld eftir kvöld“ sagði hann. „Ekki finnst okkur það nú, herra marskálkur" sagði ég. „Þetta er okkar vinna, og þó að sýningar gangi í heilt ár, þá reynum við að leika eins vel síðasta kvöldið og hið fyrsta“. Hann virtist hafa gaman af þessu og spurði mig margs. Svo fór hann að tala um það starf sem ég hefði tekið að mér. „Þér vitið að það hvílir mikil ábyrgð á yður. Treystið þér yður ?“ Ég fullvissaði hann um að svo væri og hann sagði mér, að hann væri viss um að allt mundi fara vel. Svo stóð hann upp svo að ég gæti athugað hann á vangann, og loks rétti hann mér hendina að skilnaði og óskaði mér allra heilla. Það var nú farið að líða mjög að innrásinni í Frakkland, en ekki þótti tími kominn til að skýra frá hvert ég ætti að fara, og fékk ég ekki einu sinni að vita það sjálfur. En nokkru síðar var mér skýrt frá fyrirætluninni. Ég átti að fara til Gíbraltar og Alsír. Við héldum aðalæfingu með öllum „meðleikurunum" og æfðum brott- förina og komuna til Gíbraltar. Nú varð mér allt Ijósara og auðveldara. Ég hafði starfað með mörgum leik- stjórum um mína daga, en marskál- kurninn var einhver sá allra nákvæmasti ^ sem ég hefi komizt í tæri við. Ég þurfti að endurtaka í sífellu þangað til honum líkaði. Þá var eitt atriði sem olli mér áhyggjum. í fyrra stríði hafði ég misst löngutöng hægri handar. Monty notar sjaldan hanzka og veifar sifellt með hægri hendinni. Ég benti marskál- kinum á þetta og hann gerði strax ráðstafanir. Y. kapteinn varð strax til að búa út falskan fingur úr bómull og heftiplástri og kom honum fyrir á hendinni. Fingurinn tók sig prýðilega út og bar ekki á öðru en að Monty hefði meitt sig í fingrinum. Þarna varð fingurinn að dúsa þangað til hlutverkið var leikið til enda. Loksins rann hinn langþráði dagur upp. Mér og ýmsum meðleikurum var ekið í bifreiðum herstjórnarinnar út á flugvöll nærri London. Ég fór Gerfi „MONTY“ úr rykfrakkanum og setti upp alpahúfuna. í sama bili greip mig hálfgérður ótti. Mér fannst ein- kennisbúningurinn vera ómögulegur og húfan ófær, og mér fannst ég ekki líkari Montgomery marskálki heldur en Adolf Hitler. Þá sá ég allt í einu hvar stúlka fór að veifa, síðan karl- maður og síðan fleiri og fleiri, karlar, konur og börn, allir voru farnir að veifa. Það kostaðí mig talsverða áreynslu að vinna bug á dvalanum og fara að veifa á móti. Brátt komum við inn á flugvöllinn. Allstaðar var fólk veifandi og brosandi. Hermenn námu staðar á gangstéttum og heils- uðu. Ég svaraði með því sem ég vonaði að liti út eins og bros Mont- gomerys og svaraði kveðjum þeirra. Ég var kynntur flugmanni vélarinnar. Hann hafði oft flogið með Winston Churchill. Svo settist ég inn í vélina. Þar voru þægileg bólstruð sæti og pláss fyrir eitthvað 25 farþega. Auk þess var þarna baðklefi og dálítið eldhús. Allir menn áhafnar flugvélarinnar vissu hvernig í öllu lá, en þeir höfðu svarið þess dýran eið að halda öllu leyndu. Síðan var haldið af stað. Það leið ekki á löngu áður en við vorum farnir að nálgast Gíbraltar og að vörmu spori hafði lendingin tekizt prýðilega og tími var kominn til að stíga út úr vélinni. H. hershöfðingi og aðstoðarforingi hans gengu fyrst út. Ég hikaði andartak, dró síðan andan djúpt og gekk niður stigann. Foringjar allra greina hersins stóðu í röðum við flugvélina, og um leið og ég birtist heilsuðu þeir allir. Ég heilsaði aftur, gekk til þeirra og sagðí: „Komið þér sælir, herrar mínir, Hvar er hershöfðinginn ?“ Hershöfðinginn gekk þegar til móts við mig og sagði „Hér er ég, herra marskálkur, ég vona að ferðin hafi gengið vel“. (Framhald á bls. 29) 23

x

Brezk-íslenzk viðskipti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brezk-íslenzk viðskipti
https://timarit.is/publication/1859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.