Brezk-íslenzk viðskipti - 01.05.1947, Blaðsíða 29

Brezk-íslenzk viðskipti - 01.05.1947, Blaðsíða 29
BRETLAND OG [SLAND, Maí, 1947 This view illus- trates how the flexboards are joined together “ MAGIC CARPET” vv/'/l provide safe transit over all routes to the North Coast ABRITISH invention perfected during the war, is the Sommer- feld portable flexboard wheel track. This is a system of con- tinuously joined, semi-flexible wooden tracks which serve as improved “ duckboards ” for heavy vehicles and prevent them becoming bogged in mud, with the subsequent loss of time and efficiency. WEIGHT DISTRIBUTION Owing to their semi-rigid semi- flexible construction, they not only distribute the vehicle’s weight over soft ground while following its con- tours, but will effectively bridge small depressions or abruptly out-jutting obstacles. Flexboards are laid as wheel tracks. One type, 42 inches wide, for loads over 10 tons, were supplied to the Royal Air Force IN ICELAND for extricating bogged bombers. They are easy to handle, to lay and to remove again to a fresh site. The Sommerfeld “ magic car- pet ” should have a big future in facilitating road construction in lceland. (Framhald fró bls. 23) Ég heilsaði honum með handar- bandi og við tölum saman í nokkrar mínútur. Síðan sagði ég. ,,Jaeja, hershöfðingi, við þurfum að koma okkur til landsstjórans sem fyrst, því eg er tímabundinn”. Eftir fáeinna mínútna akstur hafði ég komið mér fyrir í húsi lands- stjórans. Síðan gekk ég niður breiðan stiga en fyrir utan drynar á vinnu- stofunni stóð Sir Ralph Eastwood, hershöfðingi, landsstjóri í Gíbraltar. „Sælinú, Ralph” sagðí ég glottandi, „hvernig hefur þú það?“ „Sæll Monty. Það er gaman að sjá þig aftur“ sagði hann og þrýsti hönd mína, „Komdu inn fyrir”. Hann opnaðí dyrnar á vinnustofunni og við fórum inn. Þegar hann hafði lokað hurðinni snéri hann sér að mér og sagði „Þetta er stórkostlegt! Þetta er dásamlegt! Þér eruð alveg eins og Monty“. Ég sagði honum að ég færi ósköpin öll hjá mér og svo fórum við að tala um hvað næst skyldi gera. í London hafði fjöldinn allur séð mig, og í Gíbraltar var fullt af Spánverjum sem treysta mætti að bera mundu fréttirnar til Spánar, þegar þeir færu heim um kvöldið. Skömmu síðar sagði Sir Ralph að tími væri kominn til að fara aftur út á flugvöllinn. Majór nokkur fylgdi okkur út í bíl landsstjóraps og hélt opinni hurðinni meðan við settumst inn. Síðan var haldið hægt fram hjá veifandi mannfjöldanum út á flug- völlinn. Ég var farinn að kunna hlutverkið. Háttsettir herforingjar stóðu ásamt áhöfn flugvélarinnar í stífum hermannastillingum.en handan við flugvöllin mátti sjá hundruð hermanna og spánskra verkamanna veifandi og Jagnandi. Fréttin hafði borizt út. Ég stökk út úr bílnum og gekk ásamt landsstjóranum í áttina til mannfjöldans sem stóð út við völlinn. Síðan snérúm við aftur að flugvellinum, þar sem H. hershöfðingi stóð og beið mín. Ég mundi eftir að kveðja Sir Ralph fyrstan, af því að hann var landsstjóri. Síðan þrýsti ég hönd hans, svaraði kveðjum hinna og fór inn í vélina ásamt. H. hershöfðinga. Nokkrum mínútum seinna sáum við Gíbraltarklettinn eins og dökka þúst í fjarlægð. Þá fyrst rak hershöfðinginn upp skellihlátur. Ég tók ofan alpahúfuna frægu og þáði rettu hjá honum. „Jæja, hershöfðingi, hvernig fór þetta?" spurði ég. „Sannast að segja” sagði hershöfðing- inn, „þá sýndist mér allt ganga með afbrigðum vel“. Þetta kvöld var útvarpað frá Þýzkalandi að Montgomery marskál- kur hefði komið til Gíbraltar á leiðinni til Alsír—en morguninn eftir í dögun hófst innrásin í Evrópu. 29

x

Brezk-íslenzk viðskipti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brezk-íslenzk viðskipti
https://timarit.is/publication/1859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.