Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Page 3
R,R,R,R,R,R,R.
ViÖ þetta hljóð vakna milljónir manna um allan heim, teygja hendina út undan sænginni
og ýta á tippi eitt lítið, en það virðist þó nægja til að stöðva þessa kringlóttu " maskínu ",
sem borar sór svo óþægilega inn í svefn manna. Sfðan lyíta menn sænginni, setjast upp og
bölva í hljóði. Þetta allavega lita tákn hversdagsleikans, vekjaraklukkan, sem vekur menn
með gauragangi og látum er ekki það eina, sem gerir sitt til að auka fábreytnina. Hvert,
sem menn fara, hvort heldur er í skóla eða á vinnustað blasir ekkert annað við en grár
hversdagsleikinn. Sama rispaða Skiltið sem menn halla sér upp að og loka augunum og ímynda
sér,að þeir séu sofandi heima f rúmi. Þeir vita þó, að þetta er aðeins draumur og fara að
leita eftir farmiðanum með skjálfandi hendi, en auðvitað finna þeir engan miða fyrr en þeir
eru komnir upp í vagninn og hann lagður af stað. Morgun eftir morgun endurtekur sig sama
sagan. Grár hversdagsleikinn og ekkert annað. A þessum hversdagsleikamáauðvitað ráða
bót. Félagssamtök eru starfandi f skólum og sjá um dansæfingar og fleira. Og nú er ég
einmitt kominn að kjarna málsins. Ef að félagssamtök t. d. eins og nemendafélagið í G. A.
þá eru ekki aðeins stjórnin,sem þarf að starfa,heldur hver einasti félagi. Útgáfu skólablaðs
er haldið gangandi og til þess kosin ritnefnd. Auðvitað á ritnefndin ekki að skrifa allt blaðið.
Þeir eiga að sjá um útlit og útkomu og vinna úr efni til birtingar. En flestir nemendur innan
skólans eru því miður ofurseldir þessum gráa hversdagsleika og geta ekki hugsað sér að
gera jafn einfaldan hlut og skrifa smá grein í skólablað. Að síðustu óska ég lesendum blaðs-
ins gleðilegra jóla og farsæls nýs komandi árs.
- Ritstjóri -