Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 10

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 10
ERLENDUR JÖNSSON, kennari við G.A. dvaldi síðast liðið ár í Englandi og lagði stund á ensk- ar nútíma bókmenntir við nafnkunna háskóla þar í landi. Þar sem Erlendur hefur víðtæka þekkingu á ís- lenzkum bókmenntum og er einn þekktasti ritdómari hér- lendis, bað Blysið hann að svara í stuttu máli eftirfarandi spurningu: Hafa íslenzkir rithöfundar tileinkað sér þær list- stefnur í bókmenntum, sem mest ber á í heimsbókmenntunum í dag? Ef ekki, teljið þér að þáttaskil kunni að verða í þeim efn- um mjög bráðlega ? Það er erfitt að svara þessum spurningum, svo viðhlítandi sé, því rithöfundar eru nú sem fyrr margir á íslandi. Og sá hópur er sundurleitur eins og alla tíð áður. Viðurkennt er, að sérhverjum rithöfmidi sé nauðsynlegt að fylgjast með heimsbókmenntum síns tfma. Eg man ekki til, að nokkur rithöfimdur hafi nokkru sinni mælt gegn því. Þvert á móti leggja flestir rithöfundar mikið kapp á að komast til útlanda og dveljast þar um skeið. En hvernig þeir svo verja tíma sínum - því getur enginn svarað nema þeir sjálfir, hver fyrir sig. Hægt er að sitja kyrr á sama stað og fylgjast þó sæmilega með því, sem gerist f heiminum. Hægt er lfka að þeitast um lönd og álfur og taka ekki eftir neinu. Þó verður ekki á móti mælt, að sjón er alltaf sögu ríkari. Eg held, að íslenzkir bókmenntamenn, sem fara til útlanda, verji tíma sínum vel. Og sannleikurinn er sá, að íslenzkir rithöfundar hafa alla tíð tileinkað sér "þær liststefnur í bókmenntum, sem mest ber á í heimsbókmenntunum". í þeim efnum er því ólíklegt, að eins konar þáttaskil séu fram undan. Hins vegar má búast við, að íslenzkir rithöfundar taki í náinni framtíð að leita á fjarlægari svið en áður. Hingað til hafa flestir sótt vizku sína til hinna gamalgrónu menningarlanda í Vestur-Evrópu, auk Norðurlanda. En vitanlega eru þessi lönd ekki,nema lítill hluti heimsins. Sjóndeildarhringur okkar mun víkka, þegar íslenzk- ir rithöfundar ogmenntamenn taka í auknum mæli að sækja menntun og áhrif til fjarlægari heimshluta.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.