Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Síða 11
sagan um bordid og stólinn
Þessir tveir hlutir voru úr sama efni með
sömu tegund af frumeindum og sameindum,
gerðir fyrir fyrirmyndarfólk, en notaðir af
strák, sem var svo sem ekkert guðslamb. Hann
sagði alltaf hí, hí þegar hann hló, sórstaklega
þegar kennarinn varð reiður og það var ekki
sjaldan.
Stóllinn horfði dapur upp til borðsins :
" Hugsa sér þetta fólk ".
Þeim þótti strákurinn alveg einstaklega
leiðinlegur. Hann var nú ekkert tillitsamur um
of gagnvart þeim. Borðið var alltaf útpárað
eftir pennann hans. Og stóllinn. Ó, já, hann
var reyndar óhamingjusöm sál. Ein löppin
sneri í vestur, önnur í austur, sú þriðja var
einhvers staðar þar á milli og sú fjórða var
bogin. Borðið hafði ekki alveg sloppið, hvað
lappir snerti. Þær tvær, sem sneru að strákn-
um, voru svolítið hjólbeinóttar, því þegar
kennarinn var í góðu skapi, sparkaði hann
alltaf óþyrmilega út til beggja hliða, og það
voru oftast borðlappirnar, sem urðu fyrir fót-
um hans.
Nú var það borðið, sem leit niður á stól-
inn og það var undursamlegt að geta litið nið-
ur á einhvern.
Stóllinn hvíslaði : " Veiztu hvað kom fyrir
í dag. Strákurinn sem situr á mór dag-
lega, mér til mikillar armæðu, setti sápu hjá
kennaraborðinu og vesalings kennarinn steig
á þennan óþverra og handleggsbrotnaði. Þú
hefðir átt að sjá risið á strákræflinum. Hann
fór að grenja. Nú á víst að koma nýr kennari,
einhver kvenómynd, sem kvað hafa gott lag
á börnum.
Stóllinn þagnaði, því að hurðinni var lok-
ið upp og inn kom grindhoruð kona á flatbotn-
uðum skóm. Krakkarnir þustu út í allar áttir
æpandi og skrækjandi, en komu sér að lokum
í sætin og kennarinn, imgfrú ólxna, upphóf
sína rámu rödd.
„ Börnin góð. Ég heiti ölína Karls og á að
kenna ykkur, fyrst svo óheppilega vildi til að
kennarinn ykkar handleggsbrotnaði, og ég
ætlast til,að hér sé alger þögn. Það er frum-
skilyrði. Annað, nemendur eiga ekki að vera
með togleður. Það er óskemmtilegt, að hugsa
sér að maður sé staddur í fjósi. Og að lokum
allir piltarnir skulu klippa hár sitt eða þeir
teljast ekki lengur til þessa bekkjar ".
Hún stóð lafmóð með tindrandi augu, spóa-
leggirnir hristust og skulfu. Svo slengdi hún
sér niður í stólinn og fór með faðirvorið.
Strákurinn sat agndofa og horfði á aðfarir
kennslukonunnar. Næstu vikur var eins og
vondur draumur, nema hvað borðið og stóllinn
voru ánægð. Strákurinn hafði ekki látið vonzku
sína bitna á þeim og fallega hárið hans var
farið veg allrar veraldar. Hann setti hljóðan
af ótta við refsingar migfrú Ölínu Karls.
Hálfum mánuði síðar fór ungfrúin, þegar
hún var búin að blessa yíir hópinn og þakka
guði fyrir að leysa sig frá þessum ósköpum.
Þá stóð lítill glaður strákur með eitt
blóm fyrir aftan bak og beið komu gamla
kennarans. Hann sagði aldrei meir hí, hí, og
stóllinn og borðið voru yfir sig undrandi.
B.G.
- 11 -