Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 3
TIMARIT UM FLUGMAL
REYKJAVÍK - DESEMBER 1956
2.—3. TÖLUBLAÐ - 7. ARGANGUR
Flu^málafélaé Islands samnefnari
allra ákn^aafla um flu^mál.
— Er flugmálastjóri og ílugmála-
stjórn Jslands í raun og veru til
lnisa í Jressum bragga? Ertu nú viss
um það? spyr ég bílstjórann alveg
undrandi.
— Já, það stóð þarna á gula
skiltinu við veginn. Og svo er hann
hérna þessi með skeggið, ég á ekki
við Agnar Koloed-Hansen, heldur
lrinn, ég hef keyrt hann, segir bíl-
stjórinn sannfærður.
—■ Jæja, þá hlýtur Jjetta að vera
rétt.
Það er grenjandi rok úti og
stormurinn vælir með hverjum
gluggapósti. Mér er vísað inn til
flugmálastjóra, Agnars Kofoed-
Hansen.
— Þetta eru orðin heldur gamal-
dags húsakynni, segi ég um leið og
við lieilsumst.
— Já, það eru þau fremur. Þessir
braggar eru byggðir til þess að
standa í 4 ár, en lrafa nú bráðum
staðið í 17 ár. Það næðir í gegnum
þetta eins og grindahjall, þegar
vindurinn stendur af þessari átt.
En fé flugmálastjórnarinnar er
fyrst og fremst varið til öryggis-
þjónustunnar, eins og stendur. Það
verður um fram allt að hugsa um
að bjarga mannslífum. Það er ekki
bráðliættulegt að vera hér, þótt
maður þyrfti helzt að vefja sig
kattarskinni til Jress að fá ekki gigt,
segir ílugmálatjóri og brosir góð-
látlega í rauðbirkið skeggið.
— Það var nú annars ekki erind-
ið að ræða um húsakynni flugmála-
stjórnarinnar, lreldur að spyrjast
íyrir um tildrögin að stofnun Flug-
málafélags íslands.
— Forsaga þess máls er að sönnu
ekki mjög löng, en nokkur þó. —
Fyrsta flugfélagið, sem stofnað er
lrér á landi, var gamla Flugfélag
íslands og var stofnað 1919. Kap-
teinn Faber flaug þá hér eitt sum-
ar. Þar með var sú saga á enda.
Næsta Flugfélag íslands, sem stofn-
að er, átti flugvélarnar Súluna,
Veiðibjölluna og Álftina og hóf
sögu sína 1928 og lifði til 1931.
Þá lognaðist Jrað út af. Og Jrað
þurfti hvorki rneira né minna en
heila heimskreppu til þess að drepa
það. Það var líka í höndum ein-
hvers ötulasta og áhugasamasta
manns um flugmál, sem ég hef
kynnzt, Alexanders Jóhannessonar.
En kreppan lét ekki að sér hæða.
Hér á landi var þá almenn vesöld
og enga peninga hægt að fá til
neins og ekkert hægt að gera. Það
Agnar Kofoed-Hansen.
hafði bókstaflega enginn efni á því
að fljúga. Og því fór sem fór.
— En svo var Flugmálafélagið
stofnað 1936?
— Já. En þá var útlitið lítt glæsi-
legt. Hér voru þá tveir menn með
flugprófi, en hvorugur vann að
flugmálum, J)eir Sigurður Jónsson
og Björn Eiríksson. Menn höfðu
líka litla löngun til þess að leggja
út í nýtt gjaldþrot. Enda höfðu
flestir talið mig vitlausan, þegar
ég lagði út í flugnám. Tveir höfðu
Jró trú á Jrví, Jjað voru Jteir Alex-
FLUG - 1