Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 4

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 4
ander Jóhannesson og Jón Eyþórs- son. Mér hafði þá komið til hugar að leið væri til þess að glæða áhuga íyrir fluginu hér á landi með því að stofna félag, þar sem safnað væri saman sem flestum áhrifa- mönnum þjóðfélagsins af öllum stjórnmálaflokkum og í öllum áhrifastöðum. Þannig væri fundin leið til þessara manna til þess að glæða hjá þeim áhuga fyrir mál- efninu. Og án áhugans var von- laust að koma nokkru í kring. Flug- málafélagið var því lífsnauðsyn fyrir framgang flugmálanna á ís- landi. — Og þetta tókst? — Já, fyrsta félagaskráin sýnir þetta greinilega. Félagið starfaði líka af miklum móði til þess að byrja með. Flugmálafélagið fékk fasta bækistöð í Bankastræti 11 og þar lágu frammi ýmis rit um flug- mál hvaðanæfa úr heiminum. Um svipað leyti eru svo stofnuð bæði Svifflugfélagið og Flugmodelfélag- ið. Og þar með var kominn vísir- inn að hinu raunhæfa starfi. Með- limir beggja þessara félaga urðu jafnframt sjálfkrafa meðlimir í Flugmálafélaginu. — Var þetta að einhverju leyti að erlendri fyrirmynd? — Já, víst var það. Alls staðar erlendis, þar sem flugmálin eru komin eitthvað áleiðis, eru slík félög starfandi. Það er hlutverk ilugmálafélaganna að vera sam- nefnari allra áhugaafla um flug. Það, sem við nefnum áhugaöfl i þessu sambandi, eru allir jreir, sem vinna að einhverju leyti að fram- gangi flugmála án þess að þiggja fyrir það laun. Víða erlendis eru þetta margstyrkt félög, rík af fé og hafa mikla og víðfeðma starf- semi með höndum. Það er sem sagt ekki aðeins hlut- verk flugmálafélaganna að hafa innan sinna vébanda ýmsa áhrifa- menn. Hlutverk þeirra er ekki hvað sízt að hlúa að nýgræðingn- um á sviði flugsins, æskunni. Því að þróunin myndi fljótt stöðvast, ef ungum og áhugasömum mönn- um væri ekki sinnt. Þess vegna er nauðsynlegt að búa ungum drengj- Fyrsta stjórn F.M.Í. Frá vinstri: Valgeir Björnsson, Agnar Kofoed-Hansen, Jón Eyþnrsson og Sigurður Jónasson. Á myndina vantar Pálma heitinn Hannesson. S t o í ii í é I a ó a r F.M.Í. Hér fara á eftir nöfn þeirra sem þegar hafa innritast og ennfremur er ætlast til að nýir félagar innriti nöfn sín í þessa bók, þeir er teljast stofnfélagar. 1. Sigurður Einarsson, Bergstaðastræti 50. 2. Valtýr Stefánsson, Laufásvegi 69. 3. Guðbrandur Magnússon, Ásvallagötu 52. 4. Agnar E. Kofoed-Hansen, Grettisgötu 16. 5. Magnús Stefánsson. 6. Eysteinn Jónsson, Ásvallagötu 67. 7. Jón Eyþórsson. 8. Sigurður Jónasson, Amtmannsstíg 4. 9. Skúli Skúlason, Bergstaðastræti 9 A. 10. Bergsveinn Ólafsson, Hávallagötu 47. 11. Helgi Sigurðsson, Ásvallagötu 17. 12. B. G. Gíslason, Hávalla- götu 4 (c/o G. Gíslason). 13. Gunnar Jónasson, c/o Stálhúsgögn. 14. Björn Olsen, c/o Stálhúsgögn. 15. Björn Eiríksson, c/o Chromhúðun. 16. Pétur Ó. Johnson, Eiríksgötu 15. 17. G. J. Fossberg, Miðstræti 10. 18. Helgi Eyjólfsson. 19. Níels Níelsson, Nýlendugötu 17. 20. Vigfús Einarsson, Ejólugötu 5. 21. Sigurður Jónsson. Leifsgötu 30. 22. Eyjólfur Eiríksson, Bergþórugötu. 2 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.