Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 6

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 6
 Eitt með fyrstu svifflugunum á íslandi. ’Nyrra átaka er þörf. foed-Hansen og þýzks svifflug- manns, Herberts Böhme. Við Sauðafellið er slegið hvert íslandsmetið af öðru. Fyrst flýgur Böhme. Um það segir að lokum: .... „Böhme stýrir flugunni stillilega til hægri til að nota uppvindinn yfir brekkunni, beygir svo aftur til vinstri og lækkar sig, þegar ferðin minnk- ar, og rennir sér mjúklega nið- ur á slétta mýrina utan við veg- inn. Fluginu er lokið. Nýtt Is- landsmet í renniflugi er sett. Allir þjóta niður eftir geislandi af hrifningu og óska Böhme til hamingju með flugið. Aftur er flugan borin upp á fellið og nú er það Agnar, sem sezt í hana. „Skyldi hann gera það eins vel eða betur?“ flýgur okkur í hug og það vaknar svolítill vottur af þjóðarmetnaði í huga okkar. — Agnar þýtur af stað upp, hærra, hærra en Böhme. Við hrópum „Húrra!“ Agnar beygir ekki, heldur svífur beint upp í vindinn, hægt, rólega og eins hátt og kostur er á. Svo rennir hann sér fimlega á ská niður yfir veg og sezt á mýrina. „Enn- þá betra flug. Nýtt íslandsmet,“ hugsum við um leið og við þjót- um niður brekkuna til að þrýsta hönd Agnars. — Allir eru í sjö- unda himni. Nú hefur flugan okkar, em við smíðuðum í vet- ur, farið tvö stór flug á okkar mælikvarða — þar sem hún náði á annað hundrað metra hæð, sveif kringum 1 km og var um 40 sek. í loftinu." Þannig voru bernskudagar svif- flugsins á íslandi og sannspár hef- ur sá reynzt, sem ritaði í júní 1937: „Svifflugmennirnir eru fram- tíðarflugmenn íslands, þeir eru að búa sig undir nám, sem verð- ur þeim að starfi í framtíðinni, ef þjóðin þekkir sinn vitjunar- tíma og kann að lifa.“ vig. Tuttugu ár er ekki langur starfstími eða hár aldur. Þó hefur sennilega í engri grein tækniframfara þjóðarinnar orð- ið jafn mikil framför og í ís- lenzkum flugmálum. A ári því, sem nú er að líða, eru einmitt liðin 20 ár frá því að Flugmála- félag íslands var stofnað. Þó að félag þetta hafi á stund- um ekki afkastað miklu starfi og um nokkurt árabil legið að mestu niðri, er enginn vafi á því, að einmitt félagið á hvað mestan þátt í því, hve langt flugmálum okkar Islendinga er komið í dag. Allir þeir fjöl- mörgu áhrifamenn, sem í upp- hafi lögðu félaginu og þar með flugmálum þjóðarinnar lið sitt, hafa ekki einasta í þessu félagi, heldur hver á sínu sviði þjóð- lífsins, stutt að því með ráðum og dáð að efla og auka allt, sem að flugmálum lýtur hér á landi. 1 dag eru íslenzkir flugmenn viðurkenndir einhverjir hinir beztu í heiminum. Flugþjónustan er orðin snar þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar. Hins vegar er því ekki að neita, að ef þróunin á að verða hin sama á næstu tuttugu ár- um og hún hefur verið hin síð- ustu tuttugu ár, þá er nauðsyn að hefjast einmitt nú handa og veita henni allan þann styrk, sem áhrifa- menn þjóðarinnar geta, svo að merkinu verði í framtíðinni hald- ið jafn hátt og verið hefur. Flugflotinn okkar er að verða gamall og slitinn. Hraðinn og þró- unin í heimi samkeppninnar er svo ör. Þess vegna er okkur nauð- syn á því einmitt nú að hefjast á ný handa. Er ekki tilvalið að láta tuttugu ára afmæli brautryðjendafélags ís- lenzkra flugmála verða til þess að hvetja alla þá, sem vettlingi geta valdið, til þess að íslenzk flugmál falli ekki niður í öldudal? Þessum orðum er ekki ætlað að 4 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.