Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 10

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 10
XOX-X-.vXv/ Sameiginlegt flugtak. Myndin sýnir, hvernig þoturnar fara allar á loft i einu. Þcer eru af gerðinni F-100 Super Sabre. vellir, sem notaðir eru daglega til lendinga farþegaflugvéla í innan- landsflugi og jafnvel fyrir milli- landaflugvélar. Félagið byggði flugskýli fyrir þessa flugvél sína í Vatnsmýrinni, þar sem nú er flug- völlur höfuðborgarinnar. Lengi vel var það eina skýlið fyrir landflug- vélar hér á landi, þar til það varð að þoka fyrir framþróun mála við ílugvöllinn, enda orðið of lítið til að hýsa þá farkosti loftsins, sem notaðir eru í dag. Starfsemin lítil á stríðsárunum. Eins og mönnum er kunnugt, var ákaflega erfitt um allt, sem laut að flugi hér á landi á stríðsárun- um, enda gat félagið þá' lítið sem ekkert starfað. Árið 1951 var svo hafizt handa um að blása nýju lífi í félagið, og hefur það síðan starfað með talsverðum blóma, undir for- sæti Jóns Eyþórssonar, þar til á síðasta ári, að hann gat ekki, sök- um anna, gegnt því starfi áfram, illu heilli fyrir félagið. Fyrir stríð voru haldnir hér flugdagar og gekkst Svifflugfélag íslands fyrir þeim. Vöktu þeir verðskuldaða at- hygli manna. Eftir stríð hefur verið haldinn einn flugdagur á vegum Flugmálafélagsins, á Reykjavíkur- llugvelli, við gífurlega aðsókn. Er ætlun félagsins að efna aítur til slíks flugdags nú á vori komanda. Flugmálafélagið hefur boðið hingað til lands nokkrum heims- kunnurn mönnum til fyrirlestra- halds. Má þar til nelna Wolfgang Hirth, þýzkan flugvélasmið, sem hafði flogið hingað til lands einn síns liðs árið 1930. Árið 1954 bauð félagið hingað til lands Eric Nel- son, þeim, sem flaug hingað árið 1924 í hnattflugi bandaríska flot- ans og lenti þá á Hornafirði, fyrst- ur manna til að koma íljúgandi til íslands. Var Nelson boðið til Hornaíjarðar, þar sem afhjúpaður var veglegur minnisvarði, sem fé- lagið hafði látið gera í tilefni 30 ára afmælisins. I kirkjugarðinum í Fossvogi var fyrir nokkrum árum komið upp minnisvarða um þá, sem látizt hafa af völdum flug- slysa á íslandi, og stóð félagið að því verki. Þá hefur félagið undanfarin ár gefið út tímaritið „Flug“, en út- gáfa þess hefur verið nokkrum erfiðleikum háð, þótt merkilegt megi virðast, á þessu blómaskeiði alls kyns blaða og tímarita af öll- um gerðum og gæðum á íslandi. Samt er það svo, að áhugi manna á hálf-tæknilegu tímariti virðist vera mun minni en á óteljandi tímaritum til skemmtilesturs ein- göngu, þó að sumum finnist nóg til um þær „bókmenntir". Vonandi auðnast félaginu áður en langt um líður að gera „Flug“ þannig úr garði, að það standist samkeppni um hylli fólksins, án þess að fara út í þá sálma að birta framhalds- sögur um sakamál eða ástarsögur, jafnvel þó slíkt fjallaði eingöngu um fljúgandi leynilögreglumenn eða harmleika í háloftum! Verður þetta lítilfjörlega ágrip af því, sem félagið hefur látið til sín taka á liðnum árum, að nægja, og er hér að sjálfsögðu stiklað á stóru. IJppbygging og framþróun mun taka langan tíma. Því hefur verið haldið fram, að flug nú á dögum sé komið á slíkt stig, að félag eins og Flugmála- félagið eigi ekki rétt á sér lengur, menn hafi nú orðið svo mikinn áhuga á flugi, að óþarfi sé að stuðla að eflingu þess. Slíkt er mik- ill misskilningur. Flugið er ennþá svo ungt að árum, eins og getið var í uppliafi þessara orða, að upp- bygging og framþróun þess á eftir að taka langan tíma, ekki sízt hér í okkar fámenna landi, þar sem strjálbýlið gerir flugvélina ómiss- andi samgöngutæki, ef menningar- líf á að geta haldið áfram að þró- ast hér. Verkefnin eru mörg, sem félagið getur og mun láta til sín taka, þótt ekki verði þau talin hér. En því aðeins verða þau leyst, að menn taki höndum saman og vinni í sameiningu að því að efla flug og flugferðir á fslandi. En slíku verður vart betur á veg komið með öðru móti en því, að menn sam- einist undir merkjum Flugmála- félags íslands. Sigfús Guðmundsson. 8 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.