Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Side 13
skipulag höfðu með hönclum í síð-
asta stríði og gerðu hann að yfir-
manni hverrar starfsdeildarinnar á
fætur annarri.
Norstad er fæddur í Minneapolis
24. marz árið 1907. Hann er af
norskum ættum. Raunar telja
Norðmenn hann einn af frægustu
sonum hinna mörgu milljóna
norskættaðra Ameríkana, og hann
á rnarga ættmenn í og við Stavang-
er í Noregi. Faðir hans var lút-
herskur prestur, sem gjarna vildi
að Lauris sonur hans fetaði í fót-
spor sín, þótt hann hreyfði ekki
mótmælum þegar hann valdi hinn
fræga herskóla West Point í stað
prestaskólans. Norstad útskrifað-
ist úr skólanum í júní 1930 og var
gerður að undirliðsforingja í ridd-
araliðinu. 1 september sama ár hóf
hann flugnám í Match Field x
Kaliforníu, og árið eftir lauk hann
prófi í San Antonio og gekk í flug-
herinn.
Þegar þér gerið það,
hefir það þýðingu.
í júlí 1933 tók hann við yfir-
stjóin 18. flugdeildarinnar á Ha-
waii. Árið 1950 var honum falin
yfirumsjón með sérstökum samæf-
ingum flughers og landhers, sem
áttu að leiða í ljós tækni og hæfni
flughersins við aðflutning birgða.
Einu sinni, þegar æfing stóð yfir,
var Norstad staddur á flugvelli í
suðurríkjunum í brennandi sól-
skininu, þegar til hans gekk yfir-
liðþjálfi, heilsaði honum á her-
mannavísu og sagði:
— Ég veit ekki, hvort hershöfð-
inginn man eftir mér, en ég var í
þjónustu yðar á Hawaii fyrir mörg-
um árum. Síðan sagði liann til
nafns síns.
— Norstad lxershöfðingi tók í
höndina á honum. Víst man ég eft-
ir þér, sagði hann.
— Vitið þér það, sagði yfirlið-
þjálfinn, að ég geng ennþá með
vegabréf, sem þér rituðuð á, þeg-
ar við vorum á Hawaii. Ég hef
geymt það sem minjagrip.
Hei'shöfðinginn varð dálítið
vandræðalegur, en sagði svo: — Það
var gaman að heyra. Jæja, ég skrifa
nú ekki á jafnmörg vegabréf upp
á síðkastið.
— Nei, sagði yfirliðþjálfinn
hugsi, en þegar þér gerið það, hef-
ur það meiri þýðingu.
Norstad hershöfdingi kannar lið sitt.
Eftir þjónustutímann á Hawaii
gekk Norstad hina venjulegu braut
atvinnuhermannsins, og í nóvem-
ber 1940 var hann skipaður aðstoð-
aryfirmaður könnunardeildar hers-
ins í aðalbækistöðvunum á Lang-
ley Field í Virginíu. Hann var nú
nýlega orðinn major. Eftir það fór
gengi hans ört vaxandi. 1 febrúar
1942 var hann orðinn undir-ofursti
og var skipaður í ráðgjafanefnd
yfirmanns bandaríska flughersins
í Washington, sem þá var H. H.
Arnold.
I ágúst sama ár var hann send-
ur til Alsír með 12. flugdeildinni,
sem tók þátt í innrásinni í Afríku.
Hann var aðstoðaryfirmaður deild-
arinnar, en með honum voru eng-
ir minni menn en James Doolittle,
sem var yfirmaður alls heraflans,
og Hoyt Vandenberg, sem var for-
maður herforingjaráðsins á staðn-
um.
Þegar innrásin í Afríku hafði
verið leidd til farsælla lykta, var
Norstad gerður yfirmaður flug-
herja bandamanna við Miðjaiðar-
haf, sem höfðu bækistöðvar í Alsír.
Tveimur mánuðum síðar voru þær
fluttar til Caserta á Ítalíu. Norstad
var þá orðinn hershöfðingi.