Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 14

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 14
Skipulagði árásina á Hiroshima. í ágúst 1944 kom hann aftur til Washington og var gerður yfir- maður herforingjaráðs 20. flug- deildarinnar. Skipulagði hann loft- árásirnar á Japan, m. a. kjarnorku- sprengjuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki. í júní 1946 gerði Eisen- hower hershöfðingi hann að yfir- manni þeirrar deildar hermála- ráðuneytisins, sem fór með áætlan- ir og framkvæmdir. í október 1947 varð Norstad aðstoðaryfirmaður bandaríska flughersins og þremur árum síðar var hann sendur til Evrópu. Norstaad er 4-stjörnu hershöfð- ingi. Aðra stjörnuna fékk hann 4. júní 1945, þá þriðju 1. okt. 1947 og þá fjórðu 5. júlí 1952. Hermaðurinn Norstad er orðinn vel þekktur vegna margra afreka. En borgarinn Norstad, heima hjá sér eða á golfvellinum, er minna þekktur. Heima reykir hann pípu sína látlaust, skellir fótunum upp á borð og „slappar af“. Hann er lík- lega eini maðurinn hjá SHAPE, sem gengið hefir inn á skrifstofu Gruenthers hershöfðingja og strítt honum með því, að hann „slappi aldrei af“. Norstad fer á fætur kl. 6:30 hvern morgun ársins, og ná- grannarnir í Fort Myer voru vanir að stilla klukkur sínar eftir hon- um, þegar hann steig upp í bílinn og fór til vinnu. Gaman að fiskveiðum. Norstad hefur mjög gaman af fiskiveiðum og dýraveiðum og hef- ur fengið margs konar viðurkenn- ingu í báðum greinum. Hvenær sem færi gefst, eftir að hann hefur lokið skyldum sínum í Osló, flýg- ur hann norður til Bardufoss, nyrzta flugvallar NATO um 500 km. fyrir norðan heimskautsbaug. Þar er norskur vinur hans, Hans Lund ofursti, og þeir fara saman á veiðar á stöðuvatni langt inni í landi, þar sem lxtið er um manna- ferðir. Þar hvíla þeir sig og veiða silung. Norstad hefir gaman af léttri klassískri tónlist og kvik- myndurn. Uppáhaldsleikarar hans eru Cary Grant, Gary Cooper og James Stewart. Tveir hinir síðai- nefndu eru persónulegir vinir hans og heimsækja hann stundum í París. Kona Norstads er fædd í Hono- lulu, en fjölskylda hennar býr í Kaliforníu. Einkadóttir þeirra, Kristin, 17 ára gömul, hefir geng- ið í skóla bæði í Svisslandi og Frakklandi, en í haust er leið fór hún til náms í Bandaríkjunum. Á heimilinu eru líka Muggsy, kjöltu- rakki fjölskyldunnar, þýzkur kokk- ur, frönsk þjónustustúlka og fianskur húsvörður. Þetta þjón- ustulið er þeim fengið af NATO. Regla ríkir í lífi hans. Norstad hefur heimild til að hafa mun stærra þjónustulið, en hann kærir sig ekki um það.. Hann hef- ur gaman af að vinna heima við, gera við áhöldin og lagfæra arin- inn. Þegar fjölskyldan bregður sér út fyrir borgina um helgar, er hann jaínan sjálfur við stýrið. Bæði sem heimaður og lreimils- faðir er Norstad öruggur í fram- göngu og ávallt rólegur. Honum er ekki um langar ráðstefnur, en lætur aði'a um að safna nauðsynleg- um upplýsingum. Þegar hann hef- ir fengið þær, tekur hann sjálfur ákvarðanir. Skrifborð hans er ó- venjulega snyrtilegt. Yfirleitt rík- ir frábær regla í öllu lífi hans, og hann hefur svipuð áhrif á undir- menn sína, sem vinna í hinum rólega, örugga, skyldurækna anda Norstads hershöfðingja, fyrsta flug- mannsins, sem hefur á hendi stjórn alþjóðahers. KYNBOMBA eða KADILJÁKUR Á flugvellinum í Thule í Græn- landi var presturinn að halda ræðu yfir flugmönnum bandaríska flug- hersins. Hann talaði um það, hvernig við gætum bætt okkur sjálfa með því að bæta hugsanir okkar. Eftir að hafa bent á, hvernig mikilmenni eins og Lincoln, Edi- son og Eisenhower hefðu unnið sig áfram með því að hugsa um það, sem þeir ætluðu sér að verða, dró presturinn þessa ályktun: „Munið, drengir, það sem þið eruð, ákvarð- ast af því, hvað þið hugsið öllum stundum.“ Félagi minn einn sneri sér að mér og sagði: „Ef þetta er satt, þá er ég annað- hvort kynbomba eða Kadiljákur." Clara Booth Luce, fyrrum ambassador Bandarikjanna d Ítalíu ásamt hershöfð- ingjunum Norstad og Gruenther. 12 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.