Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Qupperneq 17

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Qupperneq 17
félagsins, en þær gefa glögga hugmynd um framsýni þeirra manna, sem voru brautryðjend- ur á sviði íslenzkra flugmála. I dag stöndum við Islending- ar á vegamótum í flugmálum okkar. Flugflotinn er gamall og úr sér genginn. Það verður að hefjast handa, ef við eigum ekki að dragast aftur úr og það svo að við getum ekki orðið á neinn hátt samkeppnisfærir á heims- mælikvarða. Hingað til höfum við sýnt mikinn dugnað og flug- vélar okkar hafa setzt á fjölda flugvalla um mikinn hluta heimsins. Engum blandast hug- ur um það að flugmenn okkar eru einhverjir hinir beztu í heimi. En hvað stoðar það cf tækin, sem þeir stjórna eru úr sér gengin og langt á eftir kröfu tímans. Þessar hugleiðingar verða til á 20 ára afmæli Flug- málafélags Islands, félagsins sem er samtök allra þeirra, sem áhuga hafa fyrir framgangi, og eflingu flugsins. I lok þessa rabbs vil ég færa öllum lesendum Flugs beztu kveðjur með ósk um að þeir sem vilja láta flugmál okkar sig ein- hverju skipta sendi blaðinu greinar og ábendingar, svo og myndir er þeir hafa með hönd- um. Allt slíkt er þakksamlega þegið og verður birt gegn venju- legri greiðslu. Gerið atliuga- semdir ykkar til Flugs. Það er vettvangur þeirra sem að flug- málum vilja vinna. Ritstj. --------------------------------^ Flugmálafélag íslands hefir fengið húsnæði í félagi við Ferðafélag íslands í Túngötu 5. Þar verður fastur samastaður félagsins, afgreiðsla og ritstjórn „Flugs“. Síminn er 82533. V________________________________ Flugskátarnir skoða eina af flugvélum Flugfélags íslands. Halldór Arnórsson sveitarforingi lengst til hægri. Flugskátasveit. Þeir munu ekki vera margir, sem hafa heyrt getið um svonefnda flugskátasveit. Allir hafa heyrt um flugbjörgunarsveit, en flugskáta- sveit er nokkuð annað. Nýlega gafst „Flugi“ færi á að hitta Halldór Arnórsson sveitar- foringja fyrir flugskátasveitinni. Eftir að hafa rabbað við hann drykklanga stund fengum við eft- FLUG - 15

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.