Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 19
Vetrarnóttá Keflavíkurflugvelli.
Heimsókn tii flughafnarinnar, þar sem sólarhringnum er snúið við.
að er vetrarkvöld í desember.
Eins og lengst af hefir verið á
þessum umhleypingasama vetri,
stendur vindurinn ekki af sömu
átt nema fáar klukkustundir í
senn. Þessa stundina er norðlægur
eða norðvestlægur hríðarhraglandi
af og til og nokkurt frost. Þetta er
skömmu fyrir miðnætti. Aðal-
athafnatími farþegaflugsins fer
brátt að hefjast. En nóttin er sá
tími, sem farþegaflugvélarnar hafa
viðkomutíma sinn á Keflavíkur-
flugvelli á leið sinni frá Evrópu
vestur um haf til Ameríku.
Á veðurstofunni.
Ég er í fylgd með Sigfúsi Guð-
mundsyni framkvæmdastjóra
TWA hér á landi, en hann er
jafnframt formaður Flugmála-
félags Islands. Að tilvísan hans
held ég inn á veðurstofuna. Þar
er unnið eitt þýðingarmesta starf
sem um getur í þágu flugsins. Án
veðurþjónustu væri öryggi nú-
tímaflugs næsta lítið.
Ég hitti að máli Knut Knudsen,
þar sem hann bograr yfir veður-
kortum sínum, en hann og Bragi
Jónsson eru íslenzku veðurfræðing-
arnir, sem þarna vinna, en auk
þeirra vinna þarna veðurfræðing-
ar frá bandaríska hernum. Ég tek
Knút nú tali og spyr um eitt og
annað viðkomandi veðurþjónust-
unni. Fyrir framan sig hefir hann
mikið og stórt kort af norðurhveli
jarðar.
— Hvað gerið þið með kort
þetta?
— Þetta er veðurkort. Á það fær-
um við inn veðurathuganir sem
s,
Á Keflavíkurflugvelli eru
vindar og raki háloftanna mæld-
ir. Hin stóru miililandaflug-
virki lenda í svartnætti vetrar-
ins meðan ratsjármaðurinn
leiðbeinir þeim á land ofan.
Heimsfrægir farþegar sötra illa
til búið kaffisull í lélegum
húsakynnum. Flugkappinn
Lindberg staldrar við og ung-
verskir flóttamenn segja frá
hörmungum frelsisstríðsins.
____________________________________•>
gerðar eru á miklum fjölda staða
um allt norðurhvelið, en veðurat-
hugunarstöðvarnar skipta þúsund-
um. Veðurathuganirnar fáum við
á þriggja tíma fresti alls staðar að.
— Gerið þið þá spár á þriggja
tíma fresti?
— Nei ekki er það nú. Við ger-
um aðalspár á 24 tíma fresti og
gilda þær einn sólarhring fram í
tímann. Eftir þessari aðalspá gera
svo flugfélögin áætlanir sínar. Einu
sinni á dag gerum við svo vind-
spár bæði austur og vestur frá
landinu.
— En hvaða þjónustu veitið þið
svo einstökum vélum, sem hingað
koma og héðan fara.
— Þegar flugvél kemur gefurn
við henni veðrið eins og það er á
flugvellinum, og sé hún á vestur-
leið, sem oftast er, þá gefum við
henni veðurspána vestur á bóginn
og spá yfir vindana á þeirri leið.
— Já, auðvitað gera vindarnir
mikið strik í reikninginn?
— Þeir skipta mjög miklu máli.
Þeir geta hæglega tafið flugvélina
um sem svarar i/3 af flugtíma, ef
Ein af flugvélum PAA á Keflavíkurflugvelli.
FLUG - 17