Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Side 21

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Side 21
leiðina. Flúgi hún hins vegar beint, lendir hún í suðurjaðri lægðarinn- ar, þar sem vindarnir blása í aust- ur og vinna þannig á móti vél- inni. Þetta er megin skýringin á því hvers vegna flugvélarnar taka á sig stóran krók norður á ísland á leið sinni til Ameríku. Munum við koma að því nánar síðar, en kveðj- um nú Knút og höldum á ný fram í farþegaafgreiðsluna. Heimsókn í flugturninn. Þar er konrinn Pétur Guðmunds- son flugvallarstjóri. Hefir hann góðfúslega orðið við þeim tilmæl- um að fylgja mér út í flugturn og sýna mér þegar ílugvél er „tekin inn“, sem kallað er. Við lröldum nú út í bifreið hans, en áður hef- ur hann fengið leyfi flugumferð- arstjórans í turninum til þess að aka eftir flugbrautunum þangað út. Pétur tekur fána fram úr lest bifreiðarinnar og setur á höggvar- ann að aftan. Þessi fáni er mislit- ur, en án hans er ekki leyfilegt að aka eftir flugbrautunum. Á leið- inni röbbum við lítið eitt um flug- ið og um völlinn almennt. Pétur segir mér að PAA, TWA og BOAC hafi sína föstu fulltrúa hér í Kefla- vík. Alla borgaralega þjónustu annast íslendingar á vellinum, en það sem hernum kemur við sjá hermenn um. En brátt erum við komnir út að flugturninum. Við höldum upp marga og krókótta stiga, en kom- um síðast upp í glerhöll eina mikla, þar sem þó er heldur skuggalegt umhorfs, því ljós eru öll dauf og aðeins á mælitækjum. Við hittum fyrir Guðmund Matt- híasson, sem hefir á hendi vaktar- formennsku í turinum, því yfir- flugumferðarstjórinn, Bogi Þor- steinsson, er í fríi. Við skulum nú fylgjast með einni flugvél, sem er að koma inn til lendingar. Hún er á leið frá Lon- don. Flugumíerðastjórnin í Rvík hefur gefið henni leyfi til þess að fljúga að stefnuvitanum í Grindavík. Flugvélin hefur nú sam- band við turninn. Henni er gefið upp að braut 03 sé í notkun, vind- ur sé norðan 10 hnútar (svarar til 2—3 vindstiga). Vélin er nú við Grindavík og segist hafa séð vit- ann. Flugstjórinn er nú spurður að því hvort hann vilji fljúga beint inn á brautina og þyggur hann það. Honum er nú gefin upp staða hæðarmælis, vindhraði, braut í notkun og brautarskilyrði, það er að segja hemlunarskilyrðin á brautinni, því það er vetur og ís- ing. Braut 03 hefir verið sandbor- in og eru hemlunarskilyrðin á henni því bezt. Við sjáum hvar hin stóra flugvél kemur svífandi inn á enda brautarinnar, deplandi ljósunr á vængbroddum og stéli. Lendingin tekst vel og vélin held- ur heim að flugstöðinni undir leið- sögn manna, sem fara á undan henni með ljósum. Við lendingarratsjána. Skammt frá flugturninum er dálítill skúr á hjólum, ekki merki- leg bygging að manni fynnst. Þarna er þó komið fyrir nákvæm- ustu ratsjártækjum, sem til eru hér á landi, en þetta er lendingarrat- sjá Keflavíkurflugvallar. Við höld- um þangað út. Þar hittum við fyr- ir tvo Bandaríkjamenn. Þröngt er inni hjá þeim, þar sem þeir sitja í hálfgerðu myrkri og horfa á rat- sjárskífurnar, sem eru tvær fyrir framan hvorn þeirra. Önnur skíl'- Þannig litur Super G. Constellation- flugvél TWA út að innan.

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.