Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Qupperneq 22

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Qupperneq 22
an sýnir hæð, en hin hliðarstefnu flugvélarinnar. Veðrið hefir versn- að á meðan við stöldruðum við í turninum og næsta flugvél, sem kemur inn óskar eftir því að vera tekin niður með ratsjá. Hæðar- skífan hefir 10 mílna sjónvídd, en stefnuskífan 30 mílna sjónvídd. Flugvélin er nú komin í sjónvídd stefnuskífunnar. Annar Banda- ríkjamannanna setzt niður við skíf- urnar sínar og gefur flugstjóra flugvélarinnar upp á 5 sekúnda fresti hvar hann sé staddur. Loks sést flugvélin einnig á hæðarskíf- unni. Ratsjármaðurinn talar í sí- fellu og við sjáum hvernig litli ljósi depillinn fylgir línunni á skífunni. Ratsjáin getur leið- beint flugvélinni allt þar til hún á eftir örfáa metra til lendingar. Með hjálp þessa undratækis er flugvélin sezt heilu og höldnu. Tekið á móti farþegaflugvél. Við höldum á ný inn í hótel- og flugstöðvarbygginguna á Keflavík- urflugvelli. Við fáum okkur hress- ingu ,því það er komin nótt. Þessu næst fylgjum við Sigfúsi Guð- mundssyni, þar sem hann er að taka á móti einni af TWA flug- vélunum. Hún er á leiðinni frá París til New York. Þessi flugvél er mjög íullkomin að öllum bún- aði og af gerðinni Super-G Con- stellation. Stórum farþegabíl er ekið að vélinni þegar hún hefir numið staðar á stæðinu og mótor- arnir eru þagnaðir. Farþegarnir ganga út, upp í bifreiðina og þeirn er ekið heim á hótel. Síðan hefst afgreiðsla vélarinnar. Starfslið Kristbergs Guðjónssonar deildar- stjóra við flugvélaafgreiðsluna tek- ur til óspilltra málanna. Það er margt vikið sem vinna þarf áður en flugvélin heldur af stað á ný. Það þarf að fylla hana með ben- zíni, hreinsa af henni ísingu og ganga frá einu og öðru, sem laga þarf. Vart hefir orðið lítilsháttar bilunar, að því er talið er, í einum af fjórum hreyflum vélarinnar. Þetta þarf að gera við. TWA hefir sérstakan viðgerðarmann á Kefla- víkurflugvelli, sem klæðist nú vinnufötum sínum og lítur á skemmdina. Eftir allnákvæma at- hugun kemur í ljós að stykki það í mótornum, sem hefir bilað er ekki til hér á landi. Það verður því að biðja um aðra flugvél frá París og á hún að koma eftir 6 klukku- stundir. Farþegarnir fara að sofa og bíða næsta dags og nýrrar vél- ar. Það er nóg að gera hjá starfs- mönnum TWA. Loks fæ ég þó Myndin sýnir nýja tegund flugvélar, sem brátt verður tekin i notkun af TWA á flugleiðinni um Island yfir Atlantshaf. Vélin er Lock- head 1649 Super Constellation. Hún hefir mesta vcengjahaf nokkurrar flug- vélar, 150 fet (45,7 m) Vélin getur ftogið 10.000 km án þess að endurfylla geyma sina. tækifæri til þess að tala nokkra stund við Sigfús þegar komið er undir morgun. Áður hafði ég feng- ið að skoða hina glæsilegu flug- vél hátt og lágt, þar sem hæginda- stólarnir eru eins og þeir gerast þægilegastir í stofum, þar eru sér- stakir svefnklefar, stórt eldhús og margt fleira. Þægindin og glæsi- bragurinn er svo að vart er hægt að hugsa sér að slíkt sé sett í flug- vél. Mér verður ósjálfrátt hugsað til okkar ágætu Douglasa og Cata- línavéla og samanburðurinn verð- ur eins og á Gamla-Ford og nýjurn Kadilják. Sigfús segir mér að flugvélin taki alls 54 farþega, en að þessu sinni voru 34 farþegar með. Flug- stjórinn heitir Ganty. Flugtíminn frá París var 4 klst. og 45 mín. Áhöfn var 11 manns þ. e. flug- stjóri, 3 flugmenn, leiðsögumaður, loftskeytamaður, 2 vélstjórar, 2 þjónar og 1 þerna. Vélin notaði á leiðinni 24 þús. lítra af benzíni. Má af þessu sjá að það er mikill sparnaður fyrir vélina að koma hér, þar sem hún mun þurfa um annað eins benzínmagn héðan og til New York og í stað þess að taka eldsneyti, sem nægir henni alla leið getur hún tekið samsvarandi meiri flutning. Vélin greiðir hér 75 dollara fyrir þá þjónustu, sem henni er veitt við afgreiðslu. Hún greiðir 27 dollara í lendingargjald, auk þess sem hún greiðir hér ben- zín og benzínskatt. Lélegur viðurgerningur farþega. Á meðan á afgreiðslu stendur fá farþegarnir þá hressingu, sem hér er um að ræða, en viðurgerningur er allur mjög lélegur hér ef borið er saman við ýmsar erlendar flug- hafnir. Nægir þar að nefna sam- bærilega flugstöð í Shannon á írlandi. Hér fá farþegarnir eitthvað mat- Framh. á bls. 36.

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.