Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 23

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 23
Braiitryðjanclíiin ELLEHAMMER^ faðir danskrar fluglistar, hugvits- maðurinn sem flaug fyrstur manna í Evrópu, flaug þyrilflugu fyrstur manna og fann upp loftkælda stjörnuhreyfilinn. __________________________________J Einhvernveginn hefur sú skoðun fengið byr í seglin, að frændur vor- ir Danir séu lítil flugþjóð. Hvernig sem sú skoðun hefur orðið til, þá er hún alröng og hið mesta öfug- mæli. Vera má, að hin tíðu óhöpp, sem danski flugherinn hefur orðið fyrir á undanförnum árum, eigi nokkra sök á þessu. Hitt er sanni nær, að Danir eru einmitt ágæt flugþjóð, þeir urðu manna fyrstir til að skilja þýðingu flugsins í frumbernsku þess, í Danmörku stóð vagga fluglistarinnar í Evrópu, og Danir stofnsettu fyrsta flugfélag í heimi, Det Danske Luftfartsel- skab, árið 1918, en það var undan- fari hins volduga flugfélags SAS í dag. Á sviði tækni og verklegra mennta hafa Danir um langt skeið skarað fram úr, og reisuleg mann- virki víða um heim bera hugviti þeirra og snilli vitni. Það er því ekkert undarlegt, að einn af fyrstu brautryðjendum fluglistarinnar, Ellehammer, skuli hafa fæðzt með dönsku þjóðinni. Þótt nafn Elle- hammers sé ekki eins þekkt og efni standa til og honum bæri að verð- leikum, þá er hann eigi að síður einhver merkasti og snjallasti brautryðjandi, sem flugið hefur átt. Hann skipar sér á bekk með mönnum eins og Wright-bræðrum, Santos Dumont og þeirra jafningj- um, sem allir lögðu sinn stóra skerf til að ryðja hina grýttu braut og fleygja fluginu fram á leið til þess, sem það er orðið nú í dag. í haust, sem leið, minntust Danir Elleham- mers á veglegan hátt í tilefni þess, að liðin voru 50 ár frá fyrsta flugi hans 12. september árið 1906. En það flug markaði tímamót í flug- sögunni, vegna þess að þetta var fyrsta flug, sem fram fór í Evrópu. Að vísu fékkst flugið ekki staðfest, Jrar eð Jjað fór ekki fram undir eftirliti alþjóðaflugsamtakanna (F.A.I.), en Danir áttu á þeim ár- um ekkert flugmálafélag og voru því ekki aðilar að samtökunum. Heiðurinn af fyrsta fluginu í Evrópu féll hins vegar í skaut Frakkans Santos Dumont, sem tókst að lyfta sér til flugs 12. nóv. sama ár, og þá undir eftirliti F.A.I. Flug Ellehammers verður þó ekki véfengt, að Jrví voru tvö vitni auk hans, og Ijósmynd var tekin af þessu merka flugi, sem tekur af öll tvímæli. En Elleliammer var rneira en eingöngu flugmaður, hann var ekki síður frábær hugvitsmaður og smiður. Hlutur hans á því sviði verður þeim mun stærri og glæsi- legri, þegar þess er gætt, að hann Þannig leit fyrsti hreyfill Ellehammers út árið 1903—1904, — fyrsti loftkœldi stjörnuhreyfillinn i heiminum. Ellehammer í selskinns-flugbuningi sínum. ruddi mörgum tæknilegum nýj- ungum braut og gerði þær ásamt öðrum að lyftistöng fyrir flugið. Þannig fann Ellehammer upp og smíðaði fyrsta loftkælda stjörnu- hreyfilinn, sem sögur fara af, og til að ná meiri orku úr honum endurbætti hann stjörnuhreyfilinn síðar með því að liafa á honum tvær stokkaraðir. Langflestir flug- vélahreyflar síðari ára hafa verið af þessari gerð, og ber ekki sízt að þakka það Ellehammer. Þá smíðaði Ellehammer einnig fyrstu Jjyrililuguna, sem gat lyft sér, og hann sá fyrir öld þrýstilofts- hreyfilsins og fékkst við tilraunir með slíka hreyfla. Jacob Cnristian Ellehammer fæddist árið 1871 á Suður-Jótlandi. Á unga aldri hóf hann að leika sér með flugdreka, sem hann smíðaði sjálfur úr gömlum seglum, er faðir hans gaf honum, en hann var verk- FLUG - 21

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.