Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 24
Iræðingiu og notaði vindknúnar
segl-dælur við að ræsta fram mýr-
ar. Þetta varð til að vekja áhuga
Ellehammers fyrir flugi. Hann
smíðaði einnig segl-sleða og segl-
báta, og sagan hermir, að hann
hafi jafnvel smíðað vindmyllu úr
seglum til að knýja kaffikvörn
móður sinnar.
Ellehammer hóf nám í úrsmíði,
og í frístundum sínum smíðaði
hann örsmá líkön af allskyns vél-
um. Þannig smíðaði hann gufuvél
innan í fingurbjörg, og gat vélin
snúizt, ef haldið var logandi eld-
spýtu undir henni.
En brátt hneigðist hugur Elle-
hammers að rafmagnsfræði, sem
um þær mundir ruddi sér nrjög til
rúms. í þeirri grein varð hann lið-
tækur vel og kunnur fyrir þekkingu
sína á því sviði. Hann átti hlut að
því að smíða fyrstu talsímana í
Kaupmannahöfn, og síðar var
hann settur yfir ljósgeisla-deild
verksmiðjunnar, sem hann starfaði
við, og smíðaði hann og setti niður
fyrstu tækin í Ijóslækningastofu
hins fræga vísindamanns Niels
Einsens.
Ellehammer stofnsetti eigið fyr-
irtæki árið 1896, þar sem hann
fékkst við margvíslegar tilraunir
og smíðar. Hann bjó til einfaldan
hljóðrita fyrir kaffihús, svo og
segulspólur og sjálfvirk gegnlýsing-
artæki, sem reyndust hin þörfustu,
að ógleymdri kvikmyndavél, þeirri
fyrstu í Kaupmannahöfn. Þá fram-
leiddi Ellehammer einnig í stórum
stíl afburðagóð bifhjól með loft-
kældum hreyfli, sem liann hafði
sjálfur smíðað.
En upp úr aldamótunum vakn-
aði áhugi Ellehammers að nýju
fyrir flugi, og tók hann nú að ein-
beita sér að smíði flugvélar og
hreyfils, sem gæti lyft lionum frá
jörðu. Eftir þrotlaust erfiði og
óteljandi tilraunir sá Ellehammer
loks hilla undir árangur af öllu
starfi sínu, þegar hann hafði lokið
við að smíða flugvél, sem knúin
var af þriggja strokka loftkældum
stjörnuhreyfli, er skilaði 9 hestöfl-
um. Hin mikla stund rann upp 12.
sept. 1906, er Ellehammer renndi
flugvél sinni til flugs á eynni Iænd-
holm, og sjá: flugvélin lyfti sér
frá jörðu! í fyrsta skipti hafði tek-
izt að fljúga llugvél, sem var þyngri
en loft, í Evrópu.
Þetta fyrsta flug Ellehammers
þætti sennilega heldur tilkomulítið
nú á dögum: vegalengdin var 42
metrar og flughæð metri! En
flug var það eigi að síður, og með
því uppskar Ellehammer þau laun,
sem margir brautryðjendur höfðu
Flugbátur Ellehammers, sem „reyndist
vel“, þótt ekki sé vitað að hann hafi
flogið.
sótzt eftir, en ekki öðlast. Flug-
saga Evrópu var hafin.
Á næstu árum vann Elleham-
mer að endurbótum á flugvélum
sínum og hreyflum. Hann tók þátt
í flugkeppni í Kiel í Þýzkalandi í
júní 1908 og vann þar fyrstu verð-
laun fyrir II sekúndna flug (hann
var reyndar eini þátttakandinn,
sem tókst að lyfta sér frá jörðu!).
Þetta var í fyrsta skipti, sem flogið
var í Þýzkalandi.
Ellehammer snéri sér því næst
að smíði á þyrilflugu, en lagði hin-
ar venjulegu flugvélar á hilluna að
mestu. Árið 1912 hafði hann lokið
við srníði þyrilflugunnar, og í einu
reynslufluginu tókst honum að láta
fluguna lyfta sér frá jörðu í votta
viðurvist. Hvort hér var um að
ræða fyrsta þyrilflugu-flug, sem
raunverulega hefur átt sér stað, er
umdeilt, en slíkt liafði aldrei skeð
áður að viðstöddum sjónarvottum.
Jafnframt þessu hélt Elleham-
mer áfram að endurbæta loftkælda
stjörnuhreyfilinn. Hann lét sér
ekki nægja að smíða eins- og tveggja
raða stjörnuhreyfla, heldur smíð-
aði hann einnig fjögurra raða,
FYRSTA FLUG í EVRÓPU!
Ellehammer lyftir sér til flugs á Lindholm 12. september 1906.
22 - FLUG