Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Qupperneq 25

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Qupperneq 25
12-strokka stjörnuhreyfil árið 1916, og skilaði sá 160 hestöflum. Þess má geta í þessu sambandi, að stærstu stjörnuhreyflar í notkun í dag eru einmitt með fjórum strokkaröðum, 28 strokkum og skila rúmlega 3000 hestöflum. En ör framþróun flugvélahreyfla í öðrum löndum, þar sem eytt var Þyrilfluga Ellehammers lyftir sér frá jörðu árið 1912, ef til vill i fyrsta skipti, sem slíkt flug hefur átt sér stað. Ellehammer áritaði myndina árið 1914. ógrynni fjár til endurbóta þeirra, olli því, að Ellehammer lagði nið- ur frekari tilraunir með hreyfla sína. Hann sá sem var, að hann hafði ekki bolmagn til að keppa við ótakmarkað fjármagn og betri málma, sem aðrar voklugar þjóðir höfðu yíir að ráða. Ekki lagði Ellehammer samt ár- ar í bát með öllu, því að á þriðja tug aldarinnar lagði hann drög að smíði þrýstiloftsknúinnar þyril- flugu. Smíðaði hann í þessu skyni líkan af þyrilflugunni, sem knúið var af þjöppuðu lofti frá ryksugu- mótor. Þá smíðaði Ellehammer einnig flugbát á þessum árum, en engar sögur fara af, hvort hann flaug nokkurntíma. Af framansögðu er ljóst, að Elle- hammer hefur verið starfsmaður mikill, haft mörg járn í eldinum og látið sig flest skipta, sem að fluglistinni laut. Og að einu leyti hefur hann sennilega staðið keppi- nautum sínum framar, hann smíð- aði allt í ffugvélar sínar sjálfur, hvert tangur og tetur, hreyfla sem annað. Og þó gegnir mestri furðu, að jafnframt hafði Ellehammer tíma aflögu til að fást við hin óskyldustu og margvíslegustu við- fangsefni önnur. Hann smíðaði shikkvitæki, gufuvélar, bíi með loftkældum stjörnuhreyfli og vökvatengi, eins og gerist á nýj- ustu bílum, auk fjölda annarra véia og tækja, sem ekki er hægt að telja upp hér. Alls mun Elie- hammer hafa öðlast um 400 einka- leyfi á uppgötvunum sínum. Á fyrstu tilraunaárum Elle- hammers var gert góðlátlegt gys að honum, og menn brostu að ,,kjánalátum“ hans og barnaskap. En þetta breyttist fljótt, og ekki liðu ýkja mörg ár, þar til hann hafði þegið margs konar viður- kenningu og verið hylltur sem fað- ir danskrar fluglistar. I endur- minningum sínum segir Elle- hammer: „Lífið er einskisvirði í sjálfu sér, verðmæti þess fara eft- ir því, hvernig það er notað. Því meira sem maður gerir, þeim mun dýrmætara er að lifa.“ Ellehammer lézt 20. maí 1946 á sjötugasta og fimmta aldursári. Hann hafði séð marga drauma sína rætast þessi atorkusami hugvits- maður, sem lagði svo mikið af mörkum til framþróunar flugsins í heiminum. Ef hans hefði ekki notið við væru flugmálin áreiðan- lega fátækari um margt í dag. JNP. Einn liður í undirbúnngi geimflugs Bandaríkjamanna er að flugmennirnir eru þjálfaðir með tilliti til þrýstings í „Stratmospherunni“. Efri myndin sýnir flug- menn vera að fara ofan í þrýstingstækið, en neðri myndin sýnir tvo flugmenn í geimklæðum. FLUG - 23

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.