Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Side 26
Ný laiidbúnaSarflaévél.
Transland AG-2 er fyrsta £lug-
vélin, sem byggð er sérstaklega til
notkunar við landbúnaðarstörf. —
Framkvæmdastjóri Transland-fé-
lagsins, George S. Wing, á hug-
myndina að smíðinni, og í október
sl. rættist draumur hans. Landbún-
aðarflugvélin hóf sig þá til flugs
í Kaliforníu í fyrsta skipti — og
reynsluflugið heppnaðist mætavel.
Maður sá, er flugvélinni flaug,
heitir Robert „Bat“ Masterson,
frægur tilraunaflugmaður. Eftir
flugið sagði hann, að þessi nýja
vél hefði reynzt vel og mætti land-
búnaðurinn binda miklar vonir
við hana.
Var flugvélin lítið hlaðin, vóg
4033 pund, en hófst á loft eftir
tæplega -100 feta atrennu. „Ivleif"
hún hæglega 1400 fet á mínútu með
venjulegum hreyflagangi. „Ég hef
llogið 35 gerðurn flugvéla," sagði
,,Bat“, „og engin þeirra jafnast á
við þessa hvað snertir útsýni og
þægindi þar að lútandi.”
Eins og áður segir, er flugvélin
hin fyrsta sinnar gerðar, eingöngu
ætluð til notkunar við landbúnað-
arstörf. Bygging hennar hefur tek-
ið fimm ár, og hefur Bandaríkja-
stjórn veitt verkinu drjúgan stuðn-
ing. Einkum er AG-2 ætluð til þess
að vökva akra, dreifa skordýra-
eitri, sá ýmsum korntegundum og
ráða niðurlögum skógarelda.
í vængina eru byggðir geymar,
sem taka meira en 250 gallon af
vökva — og gildir þá vissulega
sama um vatn til vökvunar eða
skordýraeitur. Enginn vafi leikur
á því, að þessi nýja flugvél mun
koma mörgum bóndanum, mörg-
um þjóðum í góðar þarfir. Öll er
hún úr málmi — og ætlað að þola
hin mestu veðrabrigði. Einnig er
hún húðuð utan með sérstöku
efni, sem ver hana fyrir skemmd-
um af hinum ýmsu efnablöndum,
sem hún kemur til með að dreifa.
Fullhlaðin vegur AG-2 6000
pund og orka hreyfilsins er 450
hestöfl. í venjulegu láréttu flugi
er ætlað að hraði hennar fullhlað-
innar sé 142 mílur á klst. — og er
þá reiknað með að notuð séu 58%
af hreyfilsorkunni. — Fullhlaðin
„heldur flugvélin hæðinni" á 80
mílna hraða.
Translancl AG-2 í reynsluflugi.