Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Qupperneq 30
nafninu „Iceland Airways" á er-
lendum vettvangi, og hafa milli-
landaflugvélar félagsins verið auð-
kenndar því nafni auk hins ís-
lenzka. Árið 1948 tóku Loftleiðir
h.f. upp nafnið „Icelandic Air*
lines“, og nota það jöfnum hönd-
um erlendis. Hin ensku nöfn ís-
lenzku flugfélaganna hafa ætíð
þótt nokkuð lík, enda er þeim oft
ruglað saman, bæði innanlands og
utan. Hafa af þessu hlotizt nokk-
ur óþægindi fyrir félögin sjálf og
viðskiptavini þeirra.
Forráðamenn Flugfélags Islands
hafa lengi haft í hyggju að breyta
hinu enska nafni félagsins af fram-
R
: -------------------------------
angreindum ástæðum, en staðið
hefur á heyppilegu nýyrði. Nú hef-
ur verið ákveðið að breyta til, og
mun Flugfélag íslands framvegis
hætta að nota „Iceland Airways“,
en taka í þess stað upp nafnið
„ICELANDAIR“. Auk þess sem
hér er um að ræða styttra heiti en
hið gamla, sem einnig fer betur í
munni, er það í fullu samræmi við
venju, sem skapazt hefir í „flug-
heiminum", sbr. „SWISSAIR",
„FINNAIR" o. s. frv. Hafa ýmsir
erlendir aðilar þegar látið í Ijósi
ánægju með þessi nafnaskipti, sem
þeir telja til mikils hægræðis fyrir
alla þá, sem hlut eiga að máli.
FLJÓTUR í FÖRUM.
Eitt sinn fyrir allmörgum árum
flaug sjóflugvél frá Reyðarfirði til
Fáskrúðsfjarðar. Með henni var
maður, sem ekki hafði komið í
slíkan grip áður.
Var nú haldið til Fáskrúðsfjarð-
ar og lent þar að skammri stundu
liðinni.
Þegar vélin hefur numið staðar
á sjónum, segir hinn fyrrgreindi
farþegi:
— Hvað er þetta? Af hverju er
verið að stanza? Því fer flugvélin
ekki á loft?
Hafði hann þá aldrei áttað sig
á því, að flugvélin hafði hafið sig
til flugs og var lent aftur og ferð-
in á enda.
Orrustuflugvélar benzínfylltar á lofti.
Hér sjáum við fjórar orrustuflugvélar bandaríska flughersins af gerðinni Grumann Cougar, þar sem verið er að fylla
þær með benzíni á lofti úr Convair Tradewind, sem er fyrsta sjóflugvélin, sem jafnframt er tank-flugvél. Orrustuflug-
vélarnar voru fylltar benzíni á minna en fimm mínútum og meðtóku 250 gallon á mínútu. A myndunum sjást, efst
til vinstri: Fyrsta orrustuflugvélin „kemst á spenann". Hinar myndirnar sýna hvernig önnur, þriðja og fjórða orrustu-
flugvélin grípa „spenann" hver af annarri.
28 - FLUG